Tók eitt skref til baka í von um að taka tvö áfram Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. desember 2014 07:00 Haukur Helgi Pálsson dvaldi á Íslandi um jólin en hann er farinn aftur til Svíþjóðar þar sem hann mætir Íslendingaliðinu Sundsvall Dragons í fyrsta leik eftir hátíðarnar 29. desember. vísir/Daníel „Gleðilega hátíð, sömuleiðis,“ svarar Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, blaðamanni á öðrum degi jóla. Þessi öflugi kraftframherji LF Basket í sænsku úrvalsdeildinni og íslenska landsliðsins, var ekki á milli hangikjötsdiska þegar Fréttablaðið tók hann tali í gær heldur var hann að ferðast aftur heim til Luleå í Svíþjóð þar sem hann spilar. „Það var tíu daga leikjfrí þannig við fengum fimm daga til að fara heim til okkar. Það var mjög þægilegt og gott að fá að komast heim loksins. Þetta eru fyrstu jólin sem ég er á Íslandi í sex ár,“ segir Haukur Helgi sem hefur eytt jólunum í Bandaríkjunum, þar sem hann var í mennta- og háskóla, Ítalíu og Spáni undanfarin ár. „Frá því ég fór út fyrst hef ég ekki komist heim um jólin þannig það var frábært að vera með mömmu og fjölskyldunni,“ segir hann, en hvað fékk hann svo í jólamatinn; sú sígilda hátíðaspurning? „Það var „beef wellington“. Bara það besta þegar litli strákurinn kemur heim,“ segir Haukur og hlær við.Sáttur við sinn leik LF Basket, liðið sem Haukur Helgi spilar með, er í sjötta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 20 stig eftir fimmtán leiki. Leiðin á toppinn er þó ekki löng því aðeins munar fjórum stigum á efsta liðinu og LF. Haukur og félagar byrjuðu brösuglega og unnu fimm af fyrstu tíu leikjum sínum, en er nú búnir að vinna fimm í röð. „Við hentum frá okkur tveimur leikjum sem við hefðum átt að vinna þannig staðan gæti verið betri. En við erum komnir á gott ról núna og stefnum á að vinnsta næsta leik,“ segir Haukur, en þá koma Drekarnir frá Sundsvall í heimsókn. Þar innanborðs eru fjórir íslenskir landsliðsmenn. „Það er mjö gaman að spila þá leiki þegar maður vinnur. Þá er maður með montréttinn. Það er ekki alveg jafn gaman þegar maður tapar,“ segir hann. Í heildina er Haukur Helgi sáttur við sinn leik það sem af er á tímabilinu. „Ég verð að vera það. Þjálfarinn vill samt að ég skjóti meira, en ég er sáttur. Ég datt í smá lægð í síðustu 3-4 leikjum þar sem ég var ekki alveg nógu góður en ég er allur að koma til og sjálfstraustið að aukast.“Er vonandi stökkpallur Þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gamall er Haukur Helgi búinn að prófa að spila í spænsku úrvalsdeildinni, bestu evrópsku deildinni. Hann spilaði með La Bruixa d‘Or Manresa fyrir tveimur árum, en var svo lánaður til Breogan í B-deildinni. Nú er hann kominn til Svíþjóðar sem hann lítur á sem eitt skref afturábak til að tak atvö áfram. „Þetta er skref afturábak fyrir mig núna, en ég þurfti að komast á stað þar sem ég fengi að spila mikið og auka sjálfstraustið. Vonandi verður þetta svo bara stökkpallur,“ segir Haukur Helgi, en þjálfari liðsins er Peter Öqvist, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands sem þekkir Hauk mjög vel. „Hann var stór ástæða þess að ég samdi við LF. Hann vissi alveg hver ég var og svona og ég vissi hvernig þjálfari hann væri. Hann vill að ég sé ákveðinn og reyni að setja boltann í körfuna. Þetta er nefnilega ekkert svo flókið þegar öllu er á botninn hvolft,“ segir Haukur sem vonast til að komast aftur í stærri deild sem fyrst. „Það væri hrikalega gaman en maður veit aldrei hvað gerist. Ég ætla bara að klára þetta tímabil almennilega og sjá svo til.“Dimmt í frostinu Haukur Helgi býr í 50.000 manna bær sem heitir Luleå norðarlega í Svíþjóð. Þar getur lífið verið strembið yfir kalda vetrarmánuðina. „Manni finnst þetta vera mjög lítið. Þar ekki neitt þarna. Núna bíður mín 20 gráðu frost og í janúar verður komið 40 gráðu frost. Ég held ég verði ekki mikið utandyra þá; held mig bara inni með eldivið. Þessi kuldi er alveg fáránlegur,“ segir Haukur Helgi. „Það er líka hrikalega dimmt þarna fyrir utan kuldann og lítið að gera. Maður reynir bara að hanga með strákunum til að gera eitthvað. Ég er duglegur að fara á kaffihús. Við strákarnir í liðinu eigum okkar borð þarna. Við sitjum þar oft og grípum í spil. Það var aðeins meira að gera á Spáni og veðrið aðeins betra,“ segir Haukur Helgi Pálsson. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Leik lokið: ÍBV - ÍA 0-2 | Skagamenn fjarlægjast fallsvæðið Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira
„Gleðilega hátíð, sömuleiðis,“ svarar Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, blaðamanni á öðrum degi jóla. Þessi öflugi kraftframherji LF Basket í sænsku úrvalsdeildinni og íslenska landsliðsins, var ekki á milli hangikjötsdiska þegar Fréttablaðið tók hann tali í gær heldur var hann að ferðast aftur heim til Luleå í Svíþjóð þar sem hann spilar. „Það var tíu daga leikjfrí þannig við fengum fimm daga til að fara heim til okkar. Það var mjög þægilegt og gott að fá að komast heim loksins. Þetta eru fyrstu jólin sem ég er á Íslandi í sex ár,“ segir Haukur Helgi sem hefur eytt jólunum í Bandaríkjunum, þar sem hann var í mennta- og háskóla, Ítalíu og Spáni undanfarin ár. „Frá því ég fór út fyrst hef ég ekki komist heim um jólin þannig það var frábært að vera með mömmu og fjölskyldunni,“ segir hann, en hvað fékk hann svo í jólamatinn; sú sígilda hátíðaspurning? „Það var „beef wellington“. Bara það besta þegar litli strákurinn kemur heim,“ segir Haukur og hlær við.Sáttur við sinn leik LF Basket, liðið sem Haukur Helgi spilar með, er í sjötta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 20 stig eftir fimmtán leiki. Leiðin á toppinn er þó ekki löng því aðeins munar fjórum stigum á efsta liðinu og LF. Haukur og félagar byrjuðu brösuglega og unnu fimm af fyrstu tíu leikjum sínum, en er nú búnir að vinna fimm í röð. „Við hentum frá okkur tveimur leikjum sem við hefðum átt að vinna þannig staðan gæti verið betri. En við erum komnir á gott ról núna og stefnum á að vinnsta næsta leik,“ segir Haukur, en þá koma Drekarnir frá Sundsvall í heimsókn. Þar innanborðs eru fjórir íslenskir landsliðsmenn. „Það er mjö gaman að spila þá leiki þegar maður vinnur. Þá er maður með montréttinn. Það er ekki alveg jafn gaman þegar maður tapar,“ segir hann. Í heildina er Haukur Helgi sáttur við sinn leik það sem af er á tímabilinu. „Ég verð að vera það. Þjálfarinn vill samt að ég skjóti meira, en ég er sáttur. Ég datt í smá lægð í síðustu 3-4 leikjum þar sem ég var ekki alveg nógu góður en ég er allur að koma til og sjálfstraustið að aukast.“Er vonandi stökkpallur Þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gamall er Haukur Helgi búinn að prófa að spila í spænsku úrvalsdeildinni, bestu evrópsku deildinni. Hann spilaði með La Bruixa d‘Or Manresa fyrir tveimur árum, en var svo lánaður til Breogan í B-deildinni. Nú er hann kominn til Svíþjóðar sem hann lítur á sem eitt skref afturábak til að tak atvö áfram. „Þetta er skref afturábak fyrir mig núna, en ég þurfti að komast á stað þar sem ég fengi að spila mikið og auka sjálfstraustið. Vonandi verður þetta svo bara stökkpallur,“ segir Haukur Helgi, en þjálfari liðsins er Peter Öqvist, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands sem þekkir Hauk mjög vel. „Hann var stór ástæða þess að ég samdi við LF. Hann vissi alveg hver ég var og svona og ég vissi hvernig þjálfari hann væri. Hann vill að ég sé ákveðinn og reyni að setja boltann í körfuna. Þetta er nefnilega ekkert svo flókið þegar öllu er á botninn hvolft,“ segir Haukur sem vonast til að komast aftur í stærri deild sem fyrst. „Það væri hrikalega gaman en maður veit aldrei hvað gerist. Ég ætla bara að klára þetta tímabil almennilega og sjá svo til.“Dimmt í frostinu Haukur Helgi býr í 50.000 manna bær sem heitir Luleå norðarlega í Svíþjóð. Þar getur lífið verið strembið yfir kalda vetrarmánuðina. „Manni finnst þetta vera mjög lítið. Þar ekki neitt þarna. Núna bíður mín 20 gráðu frost og í janúar verður komið 40 gráðu frost. Ég held ég verði ekki mikið utandyra þá; held mig bara inni með eldivið. Þessi kuldi er alveg fáránlegur,“ segir Haukur Helgi. „Það er líka hrikalega dimmt þarna fyrir utan kuldann og lítið að gera. Maður reynir bara að hanga með strákunum til að gera eitthvað. Ég er duglegur að fara á kaffihús. Við strákarnir í liðinu eigum okkar borð þarna. Við sitjum þar oft og grípum í spil. Það var aðeins meira að gera á Spáni og veðrið aðeins betra,“ segir Haukur Helgi Pálsson.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Leik lokið: ÍBV - ÍA 0-2 | Skagamenn fjarlægjast fallsvæðið Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira