Spegill, spegill… Hulda Bjarnadóttir skrifar 27. desember 2014 07:00 Það sem helst situr eftir á árinu eru fréttir af góðum fyrirtækjasölum, vöxtur sprotafyrirtækja var nokkuð áberandi og mörg þeirra náðu endurfjármögnun eða jafnvel góðri sölu á árinu. Jafnframt var horft á eftir íslenskum fyrirtækjum úr landi sem ekki höfðu tök á því að starfa innan hafta og sum eru enn að íhuga flutning. Þó fréttum við af hagstæðum viðsnúningi hjá nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins og má draga þá ályktun að fagleg, öguð vinnubrögð sem hluti af vönduðum stjórnarháttum, séu orðin viðtekin venja, fremur en undantekning í íslensku atvinnulífi.…eru enn neikvæðir En þá að mjög afmörkuðum þætti stjórnarháttanna sem tengjast fjölbreytni og kynjabreytunni. Árið 2014 var fyrsta heila rekstrarár í kynjakvótaðri stjórnarsetu en lög um kynjakvóta voru sett árið 2010 og tóku gildi haustið 2013. Ný rannsókn dr. Auðar Örnu Arnardóttur, lektors við HR, og dr. Þrastar Olafs Sigurjónssonar, dósents við viðskiptadeild HR, leiðir í ljós að afstaða kvenna til löggjafarinnar um kynjakvóta er orðin jákvæðari, hefur farið úr 58 prósentum í 77 prósent. Þrátt fyrir það eru um 58 prósent karlmanna, sem gegna stjórnarstörfum, enn neikvæðir í garð laga um kynjakvóta. Afstaða ungra karlmanna hefur haldist nokkuð óbreytt frá setningu laganna, þar sem þeir telja konurnar hefta aðgengi þeirra að stjórnarstörfum.Verslun á frísvæðinu Um leið og verslunarmenn fagna áherslum í fjárlagafrumvarpinu um lækkun vörugjalda, er ástæða til að vera vakandi yfir þróun verslunar hérlendis. Fjölgun ferðamanna hefur komið versluninni til góða og vonandi að þróunin verði með jákvæðum hætti. Og nú má spyrja hvort Isavia, sem rekið er af íslenska ríkinu, herði beina samkeppni við innlenda smásala eða hvort snúið verði frá þeirri þróun og fríhöfnin verði eingöngu tækifærisverslun ferðamanna. Þá geta þeir ferðamenn sem fara hér í gegn verslað, en ekki þeir sem eru á leið inn í landið. Verslanir í Leifsstöð njóta opinberrar meðgjafar í skatt- og tollleysi og geta því boðið lægra verð en verslanir sem taka á móti sömu ferðamönnunum úti um land allt. Í sumum vöruflokkum hefur fríhafnarverslun ríkisins náð allt að þriðjungi í markaðshlutdeild. Mikilvægt er að íslensk hönnun og framleiðsla á öllum sviðum fái rými og stuðning.Nýr lánaflokkur kvenna Að mati Byggðastofnunar eru jafnréttismál í víðu samhengi meðal allra brýnustu byggðamála. Fyrirtæki í eigu kvenna eða fyrirtæki sem stýrt er af konum eru í miklum minnihluta fyrirtækja í viðskiptum við fjármálafyrirtæki, einkum á landsbyggðinni. Því setti Byggðastofnun á laggirnar sérstakan lánaflokk fyrir fyrirtækjarekstur kvenna á árinu. Þrjár ástæður hafa einkum verið nefndar til stuðnings fyrirtækjarekstri kvenna. Í fyrsta lagi að að vinnumarkaður landsbyggðanna sé mjög karllægur, í öðru lagi að karlmenn séu ráðandi í stjórnun fyrirtækja og í þriðja lagi að lánareglur henti illa þeim fyrirtækjum sem konur eiga og reka.Staðan er 7:3 Og betur má ef duga skal á fleiri sviðum. Samkvæmt könnun sem Creditinfo framkvæmdi fyrir FKA í lok síðasta árs kom fram að konur eru um 30% viðmælenda í innlendum fréttum ljósvakamiðla. Samfélagsmyndin með jöfnu kynjahlutfalli sést ekki í fréttatengdu efni í ljósvakamiðlum hérlendis. Í dag er því unnið með ritstjórnum og eigendum fjölmiðlafyrirtækja, félagskonum, háskólasamfélaginu og rannsóknarfyrirtækjum í því að efla ásýnd kvenna í þeirri umfjöllun. Ætlun FKA á komandi ári er að spyrja áfram gagnrýnna spurninga og vinna að úrbótum, fræðslu og þjálfun, samhliða verkefnum og fundum sem vonandi skila sér í breyttum hugsunarhætti og vinnubrögðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir ársins 2014 Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það sem helst situr eftir á árinu eru fréttir af góðum fyrirtækjasölum, vöxtur sprotafyrirtækja var nokkuð áberandi og mörg þeirra náðu endurfjármögnun eða jafnvel góðri sölu á árinu. Jafnframt var horft á eftir íslenskum fyrirtækjum úr landi sem ekki höfðu tök á því að starfa innan hafta og sum eru enn að íhuga flutning. Þó fréttum við af hagstæðum viðsnúningi hjá nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins og má draga þá ályktun að fagleg, öguð vinnubrögð sem hluti af vönduðum stjórnarháttum, séu orðin viðtekin venja, fremur en undantekning í íslensku atvinnulífi.…eru enn neikvæðir En þá að mjög afmörkuðum þætti stjórnarháttanna sem tengjast fjölbreytni og kynjabreytunni. Árið 2014 var fyrsta heila rekstrarár í kynjakvótaðri stjórnarsetu en lög um kynjakvóta voru sett árið 2010 og tóku gildi haustið 2013. Ný rannsókn dr. Auðar Örnu Arnardóttur, lektors við HR, og dr. Þrastar Olafs Sigurjónssonar, dósents við viðskiptadeild HR, leiðir í ljós að afstaða kvenna til löggjafarinnar um kynjakvóta er orðin jákvæðari, hefur farið úr 58 prósentum í 77 prósent. Þrátt fyrir það eru um 58 prósent karlmanna, sem gegna stjórnarstörfum, enn neikvæðir í garð laga um kynjakvóta. Afstaða ungra karlmanna hefur haldist nokkuð óbreytt frá setningu laganna, þar sem þeir telja konurnar hefta aðgengi þeirra að stjórnarstörfum.Verslun á frísvæðinu Um leið og verslunarmenn fagna áherslum í fjárlagafrumvarpinu um lækkun vörugjalda, er ástæða til að vera vakandi yfir þróun verslunar hérlendis. Fjölgun ferðamanna hefur komið versluninni til góða og vonandi að þróunin verði með jákvæðum hætti. Og nú má spyrja hvort Isavia, sem rekið er af íslenska ríkinu, herði beina samkeppni við innlenda smásala eða hvort snúið verði frá þeirri þróun og fríhöfnin verði eingöngu tækifærisverslun ferðamanna. Þá geta þeir ferðamenn sem fara hér í gegn verslað, en ekki þeir sem eru á leið inn í landið. Verslanir í Leifsstöð njóta opinberrar meðgjafar í skatt- og tollleysi og geta því boðið lægra verð en verslanir sem taka á móti sömu ferðamönnunum úti um land allt. Í sumum vöruflokkum hefur fríhafnarverslun ríkisins náð allt að þriðjungi í markaðshlutdeild. Mikilvægt er að íslensk hönnun og framleiðsla á öllum sviðum fái rými og stuðning.Nýr lánaflokkur kvenna Að mati Byggðastofnunar eru jafnréttismál í víðu samhengi meðal allra brýnustu byggðamála. Fyrirtæki í eigu kvenna eða fyrirtæki sem stýrt er af konum eru í miklum minnihluta fyrirtækja í viðskiptum við fjármálafyrirtæki, einkum á landsbyggðinni. Því setti Byggðastofnun á laggirnar sérstakan lánaflokk fyrir fyrirtækjarekstur kvenna á árinu. Þrjár ástæður hafa einkum verið nefndar til stuðnings fyrirtækjarekstri kvenna. Í fyrsta lagi að að vinnumarkaður landsbyggðanna sé mjög karllægur, í öðru lagi að karlmenn séu ráðandi í stjórnun fyrirtækja og í þriðja lagi að lánareglur henti illa þeim fyrirtækjum sem konur eiga og reka.Staðan er 7:3 Og betur má ef duga skal á fleiri sviðum. Samkvæmt könnun sem Creditinfo framkvæmdi fyrir FKA í lok síðasta árs kom fram að konur eru um 30% viðmælenda í innlendum fréttum ljósvakamiðla. Samfélagsmyndin með jöfnu kynjahlutfalli sést ekki í fréttatengdu efni í ljósvakamiðlum hérlendis. Í dag er því unnið með ritstjórnum og eigendum fjölmiðlafyrirtækja, félagskonum, háskólasamfélaginu og rannsóknarfyrirtækjum í því að efla ásýnd kvenna í þeirri umfjöllun. Ætlun FKA á komandi ári er að spyrja áfram gagnrýnna spurninga og vinna að úrbótum, fræðslu og þjálfun, samhliða verkefnum og fundum sem vonandi skila sér í breyttum hugsunarhætti og vinnubrögðum.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun