KR-ingurinn Michael Craion var valinn besti leikmaður karladeildarinnar og Lele Hardy, Haukum, kvennamegin.
Myndir frá verðlaunaafhendingunni sem Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari 365, tók má sjá hér fyrir neðan.
Finnur Freyr Stefánsson var valinn besti þjálfarinn í karladeildinni en KR, sem er á toppi deildarinnar, á þar að auki þrjá leikmenn í úrvalsliði fyrri hluta tímabilsins.
Topplið Snæfells í Domino's-deild kvenna á tvo leikmenn í úrvalsliðinu, þær Gunnhildi Gunnarsdóttur og Hildi Sigurðardótutr.
Besti dómarinn var svo valinn Sigmundur Már Herbertsson.
Úrvalslið kvenna:
Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Val
Sara Rún Hinriksdóttir, Keflavík
Lele Hardy, Haukum
Gunnhildur Gunnarsdóttir, Snæfelli
Hildur Sigurðardóttir, Snæfelli
Dugnaðarforkurinn: Ragnheiður Benónísdóttir, Val
Besti þjálfarinn: Ingi Þór Steinþórsson, Snæfelli
Úrvalslið karla:
Michael Craion, KR
Helgi Már Magnússon, KR
Darrel Lewis, Tindastóli
Pavel Ermolinskij, KR
Dagur Kár Jónsson, Stjörnunni
Dugnaðarforkurinn: Sveinbjörn Claessen, ÍR
Besti þjálfarinn: Finnur Freyr Stefánsson, KR
Besti dómarinn: Sigmundur Már Herbertsson



