Markavarðakapall Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel er loksins búinn að ganga upp.
Báðir markverðir liðsins, Johan Sjöstrand og Andreas Palicka, eru á förum frá félaginu í sumar og í hans stað eru að koma þrír markverðir.
Það er löngu ljóst að danski landsliðsmarkvörðurinn Niklas Landin er að koma til liðsins frá Kiel og Alfreð er einnig búinn að kaupa danska ungstirnið Kim Sonne og hann kemur á næsta ári.
Nú var hann að bæta við sig varamanni fyrir Landin. Hinn 32 ára gamli Nikolas Katsigiannis, markvörður Erlangen, er búinn að skrifa undir eins árs samning og yfirgefur Sigurberg Sveinsson og félaga í sumar.
„Ég er mjög spenntur og gaman að komast að hjá svona stórliði seint á ferlinum. Ég er mjög metnaðarfullur og hugsaði mig ekki tvisvar um er kallið kom frá Kiel. Þetta var í raun auðveldasta ákvörðun sem ég hef tekið. Svona tækifæri kemur bara einu sinni á ævinni," sagði Katsigiannis.
Kiel fær markvörð frá liði Sigurbergs

Mest lesið




Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti

Þróttur skoraði sex og flaug áfram
Íslenski boltinn





Valur marði Fram í framlengingu
Íslenski boltinn