Cleveland getur ekkert án LeBron - öll úrslitin í NBA Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. janúar 2015 07:00 Kevin Love og félagar tapa og tapa án LeBron James. vísir/getty Cleveland Cavaliers tapaði fimmta leiknum í röð í nótt í NBA-deildinni í körfubolta þegar liðið fékk skell gegn einu af verstu liðum vesturdeildarinnar, Sacramento Kings, 103-84, á útivelli. DeMarcus Cousins heldur áfram að spila eins og engill fyrir lánlaust lið Sacramento, en hann skoraði 26 stig, tók 13 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í leiknum. Cleveland er enn að spila án LeBron James sem er meiddur, en Kevin Love var stigahæstur Cavaliers í nótt með 25 stig auk þess sem hann tók 10 fráköst. Leikstjórnandinn Kyrie Irving skoraði 21 stig og gaf 7 stoðsendingar. Það veikjast öll lið við að missa leikmann á borð við LeBron James í meiðsli, en Cleveland-liðið virðist líta geta án hans. Það er búið að tapa fimm leikjum í röð sem fyrr segir og hefur aðeins unnið tvo af síðustu tíu. Útlitið var gott hjá Cleveland þegar liðið vann nú leiki í röð í október og nóvember, en það er nú á niðurleið og er komið niður í sjötta sæti austurdeildarinnar með 19 sigra og 19 töp.Damian Lillard var frábær í nótt.vísir/gettyAtlanta Hawks er aftur á móti á miklum skriði, en liðið vann áttunda leikinn í röð í nótt sem var þrettándi sigurinn í síðustu fjórtán leikjum. Að þessu sinni var fórnarlambið Washington Wizards sem áttu ekki röð í Haukana, en Atlanta vann leikinn með 31 stigs mun, 120-89. Allt byrjunarlið Atlanta skoraði ellefu stig eða meira; þess stigahæstur var Kyle Korver með 19 stig og þá var Jeff Teague með tvennu upp á 11 stig og 10 fráköst. Atlanta er með 29 sigra og 8 töp í efsta sæti austurdeildarinnar, þremur og hálfum sigurleik á undan Toronto og Chicago sem eru í öðru og þriðja sæti. Damian Lillard, leikstjórnandi Portland Trail Blazers, fór svo hamförum í nótt þegar Portland vann tólf stiga sigur á Lakers á útivelli, 106-94. Leikstjórnandinn magnaði skoraði 34 stig og leiddi sína menn til sigurs í fjórða leikhluta þar sem hann bauð upp á flott tilþrif eins og sjá má hér að neðan. Lakers spilaði án Kobe Bryant. Úrslit næturinnar: Atlanta Hawks - Washington Wizards 120-89 Los Angeles Clippers - Miami Heat 90-104 Memphis Grizzlies - Phoenix Suns 122-110 Sacramento Kings - Cleveland Cavaliers 103-90 Los Angeles Lakers - Portland Trail Blazers 94-106Svakaleg troðsla hjá Lillard: Marc Gasol sýnir flott tilþrif: Blake Griffin ruslar boltanum ofan í: NBA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira
Cleveland Cavaliers tapaði fimmta leiknum í röð í nótt í NBA-deildinni í körfubolta þegar liðið fékk skell gegn einu af verstu liðum vesturdeildarinnar, Sacramento Kings, 103-84, á útivelli. DeMarcus Cousins heldur áfram að spila eins og engill fyrir lánlaust lið Sacramento, en hann skoraði 26 stig, tók 13 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í leiknum. Cleveland er enn að spila án LeBron James sem er meiddur, en Kevin Love var stigahæstur Cavaliers í nótt með 25 stig auk þess sem hann tók 10 fráköst. Leikstjórnandinn Kyrie Irving skoraði 21 stig og gaf 7 stoðsendingar. Það veikjast öll lið við að missa leikmann á borð við LeBron James í meiðsli, en Cleveland-liðið virðist líta geta án hans. Það er búið að tapa fimm leikjum í röð sem fyrr segir og hefur aðeins unnið tvo af síðustu tíu. Útlitið var gott hjá Cleveland þegar liðið vann nú leiki í röð í október og nóvember, en það er nú á niðurleið og er komið niður í sjötta sæti austurdeildarinnar með 19 sigra og 19 töp.Damian Lillard var frábær í nótt.vísir/gettyAtlanta Hawks er aftur á móti á miklum skriði, en liðið vann áttunda leikinn í röð í nótt sem var þrettándi sigurinn í síðustu fjórtán leikjum. Að þessu sinni var fórnarlambið Washington Wizards sem áttu ekki röð í Haukana, en Atlanta vann leikinn með 31 stigs mun, 120-89. Allt byrjunarlið Atlanta skoraði ellefu stig eða meira; þess stigahæstur var Kyle Korver með 19 stig og þá var Jeff Teague með tvennu upp á 11 stig og 10 fráköst. Atlanta er með 29 sigra og 8 töp í efsta sæti austurdeildarinnar, þremur og hálfum sigurleik á undan Toronto og Chicago sem eru í öðru og þriðja sæti. Damian Lillard, leikstjórnandi Portland Trail Blazers, fór svo hamförum í nótt þegar Portland vann tólf stiga sigur á Lakers á útivelli, 106-94. Leikstjórnandinn magnaði skoraði 34 stig og leiddi sína menn til sigurs í fjórða leikhluta þar sem hann bauð upp á flott tilþrif eins og sjá má hér að neðan. Lakers spilaði án Kobe Bryant. Úrslit næturinnar: Atlanta Hawks - Washington Wizards 120-89 Los Angeles Clippers - Miami Heat 90-104 Memphis Grizzlies - Phoenix Suns 122-110 Sacramento Kings - Cleveland Cavaliers 103-90 Los Angeles Lakers - Portland Trail Blazers 94-106Svakaleg troðsla hjá Lillard: Marc Gasol sýnir flott tilþrif: Blake Griffin ruslar boltanum ofan í:
NBA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira