Lið Cleveland Cavaliers styrkist með hverjum leik og liðið er heldur betur komið á siglingu núna.
LeBron James skoraði 23 stig í sigri á Clippers í nótt en þetta var tólfti sigur liðsins í röð. Kevin Love reif sig upp og skoraði 24 stig.
Cavs var komið með 32 stiga forskot í þriðja leikhluta og stjörnur Cleveland gátu því hvílt í fjórða leikhluta.
Þetta er lengsta sigurganga félagsins síðan 2010 og Cavaliers er komið í fyrsta sæti í sinni deild. Cleveland var sjö sigrum á eftir Chicago áður en þessi sigurhrina hófst.
Úrslit:
Charlotte-Washington 94-87
Cleveland-LA Clippers 105-94
Sacramento-Dallas 78-101
Portland-Phoenix 108-87
Staðan í NBA-deildinni.
