Röð mistaka hjá ferðaþjónustu fatlaðra Aðalsteinn Kjartansson skrifar 5. febrúar 2015 15:04 Fleiri atriði skoðuð af neyðarstjórn en bara stúlkan sem týndist í gær. Vísir/Vilhelm/Anton Frá því að breytingar voru gerðar á ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík hefur ótrúlegur fjöldi mála komið upp þar sem alvarleg vandamál koma upp með þjónustuna. Nú síðast týndist stelpa um borð í bíl ferðaþjónustunnar í sjö klukkustundir en þegar hún fannst var búið að leggja bílnum fyrir utan heimili ökumannsins. Búið er að skipa neyðarstjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðra hjá Strætó til að fara yfir málið. Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri að þjónustan verði skoðuð í heild, ekki bara tilvikið í gær þar sem átján ára stúlka týndist eftir að hafa nýtt sér þjónustuna. Hún fannst sjö tímum seinna læst inni í bíl á vegum ferðaþjónustunnar.Sjá einnig: Dagur segir atvikið í gær of alvarlegt til að grípa ekki til ákveðnari aðgerða Fjölmörg óhapp hafa orðið á síðustu mánuðum. Fatlaðir hafa oltið úr hjólastólum og heilabilaðir sjúklingar hafa týnst. Þá eru dæmi um að fatlaðir séu látnir rúnta um bæinn tímunum saman og hefur það orðið til þess að dagskrá þeirra hefur farið úr skorðum. Mistökin voru það mörg að Strætó sá sér ekki fært annað en að biðja notendur þjónustunnar opinberlega afsökunar á röð mistaka. Í samtölum við fréttastofu hafa nokkrir aðstandendur fatlaðra einstaklinga lýst mistökum sem átt sér hafa stað síðustu vikur hjá ferðaþjónustunni. Til að mynd hafa margir misst af sjúkraþjálfun eða læknatímum vegna seinkana og mistaka hjá ferðaþjónustunni.Sjá einnig: Svona týndist stúlkan - atburðarásin skýrð Í byrjun árs sagði Vísir frá því að fatlaður maður hafi verið skilinn eftir fyrir utan heimili sitt þegar bílstjóri á vegum ferðaþjónustu fatlaðra neitaði að aka bæði honum og bróður hans frá heimili þeirra til foreldra þeirra. Mennirnir, sem eru þrítugir, voru á leið í mat til foreldra sinna og höfðu báðir pantað sér far með ferðaþjónustunni en þeir eru búsettir á sama stað. Vísir greindi svo frá því þann 22. janúar síðastliðinn að þroskahömluð og einhverf stúlka hafi verið skilin ein eftir af ferðaþjónustu fatlaðra þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað. Stúlkunni var ekið úr skammtíavistun, þar sem stúlkan fer í hvíldarinnlögn einu sinni í mánuði, og heim til hennar í Foldahverfi í Grafarvogi þar sem hún var skilin eftir fyrir utan. Ferðaþjónusta fatlaðra Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Frá því að breytingar voru gerðar á ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík hefur ótrúlegur fjöldi mála komið upp þar sem alvarleg vandamál koma upp með þjónustuna. Nú síðast týndist stelpa um borð í bíl ferðaþjónustunnar í sjö klukkustundir en þegar hún fannst var búið að leggja bílnum fyrir utan heimili ökumannsins. Búið er að skipa neyðarstjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðra hjá Strætó til að fara yfir málið. Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri að þjónustan verði skoðuð í heild, ekki bara tilvikið í gær þar sem átján ára stúlka týndist eftir að hafa nýtt sér þjónustuna. Hún fannst sjö tímum seinna læst inni í bíl á vegum ferðaþjónustunnar.Sjá einnig: Dagur segir atvikið í gær of alvarlegt til að grípa ekki til ákveðnari aðgerða Fjölmörg óhapp hafa orðið á síðustu mánuðum. Fatlaðir hafa oltið úr hjólastólum og heilabilaðir sjúklingar hafa týnst. Þá eru dæmi um að fatlaðir séu látnir rúnta um bæinn tímunum saman og hefur það orðið til þess að dagskrá þeirra hefur farið úr skorðum. Mistökin voru það mörg að Strætó sá sér ekki fært annað en að biðja notendur þjónustunnar opinberlega afsökunar á röð mistaka. Í samtölum við fréttastofu hafa nokkrir aðstandendur fatlaðra einstaklinga lýst mistökum sem átt sér hafa stað síðustu vikur hjá ferðaþjónustunni. Til að mynd hafa margir misst af sjúkraþjálfun eða læknatímum vegna seinkana og mistaka hjá ferðaþjónustunni.Sjá einnig: Svona týndist stúlkan - atburðarásin skýrð Í byrjun árs sagði Vísir frá því að fatlaður maður hafi verið skilinn eftir fyrir utan heimili sitt þegar bílstjóri á vegum ferðaþjónustu fatlaðra neitaði að aka bæði honum og bróður hans frá heimili þeirra til foreldra þeirra. Mennirnir, sem eru þrítugir, voru á leið í mat til foreldra sinna og höfðu báðir pantað sér far með ferðaþjónustunni en þeir eru búsettir á sama stað. Vísir greindi svo frá því þann 22. janúar síðastliðinn að þroskahömluð og einhverf stúlka hafi verið skilin ein eftir af ferðaþjónustu fatlaðra þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað. Stúlkunni var ekið úr skammtíavistun, þar sem stúlkan fer í hvíldarinnlögn einu sinni í mánuði, og heim til hennar í Foldahverfi í Grafarvogi þar sem hún var skilin eftir fyrir utan.
Ferðaþjónusta fatlaðra Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira