Get ég safnað mér 5 milljónum í eigið fé til íbúðakaupa með þau laun sem ég hef? Þorgrímur Einar Guðbjartsson skrifar 10. febrúar 2015 20:47 Það var í fréttum á dögunum að til þess að fólk geti keypt íbúð sem kostar 30 milljónir, þurfi viðkomandi að eiga a.m.k. 5 milljónir í eigið fé. Í kjölfar þess, og frétta um að framundan sé um 23% hækkun á húsnæðisverði næstu 3 ár, og að Starfsgreinasambandið setti fram kröfu um að lágmarkslaun verði 300 þúsund kr. á mánuði, ákvað ég ( þó að ég sé ekki hagfræðingur eða reiknimeistari ) að setja upp dæmi, sem kannski er raunhæft og kannski ekki, um 5 manna fjölskyldu sem hefur áhuga á því að kaupa sér húsnæði. Forsendurnar sem ég gef mér eru þessar: Þetta er 5 manna fjölskylda, gift hjón með 3 börn. Hjónin eru 27 ára gömul, hún vinnur hjá ríkinu og hann á almennum vinnumarkaði. Konan er ekki með neina yfirvinnu, fær laun samkvæmt kjarasamningi Starfsgreinasambandsins og ríkisins og er í launaflokki 27, þrepi 4 og fær því heildarlaun kr: 335.502 eða kr: 201.377 eftir skatt (37%). Ég dreg ekki frá í kaupinu aðrar greiðslur, svo sem lífeyrissjóð eða stéttarfélagsgjald. Maðurinn er 27 ára almennur verkamaður og þiggur laun samkvæmt kjarasamningi við starfsgreinasambandið og er í launaflokki 24 eftir 7 ára vinnu, fær 253.709 í mánaðarlaun + tveggja tíma yfirvinnu á dag. Það gerir 105.390 kr., alls 359.099 kr. Þau eru í leiguíbúð á fjórðu hæð í blokk á Meistaravöllum og greiða fyrir hana 225.000 kr. á mánuði. Fyrir skemmstu endurnýjuðu þau bílinn og keyptu Chevrolet Captiva 2008 árgerð og greiddu fyrir hana kr 2.400.000 kr., hvar þau tóku lán fyrir 80% ( 1.900.000 ) greiðslunnar til 5 ára og er mánaðarleg afborgun því um það bil 35.000 kr. 20% greiðslunnar voru þau búin að ná að spara uppí útborgun í íbúð, en urðu að nota smá af þeirri summu í þessi bílakaup. Þau eiga í dag á sparibók, 1.100.000 sem þau eru búin að ná að spara á síðustu 8 árum, síðan þau stofnuðu til fjölskyldu. Hvorugt þeirra hjóna greiðir eða þiggur meðlag í þessu dæmi. Samkvæmt framfærsluviðmiði umboðsmanns skuldara þurfa þau 346.169 kr. á mánuði til aðframfleyta þessari 5 manna fjölskyldu. Þau eru ekki með of mikið fé handa á milli og fara ekki í sumarfrí til útlanda, en taka bústað á leigu eina viku á ári og hafa náð að lágmarka kostnað við 5 vikna sumarfrí niður í 180.000 kr., þar með talið ferðalög, gisting og afþreying. Þá reikna ég einnig inn í dæmið að þau geri ráð fyrir a.m.k. 20.000 kr. í óvænt útgjöld í hverjum mánuði. Þá lítur þetta svona út: Laun hans kr: 276.442 á ári kr: 3.317.304 Laun hennar kr: 201.377 á ári kr: 2.416.524 Alls laun: á ári kr: 5.733.828Útgjöldin eru þá svona: Húsaleiga kr: 225.000 á ári kr: 2.700.000 Framfærsla kr: 346.169 á ári kr: 4.154.028 Afborgun af bíl kr: 35.000 á ári kr: 420.000 Sumarfríið kr: 15.000 á ári kr: 180.000 Ófyrirséð útgjöld kr: 20.000 á ári kr: 240.000 Alls útgjöld því á ári kr: 7.694.028 Eða tap á rekstri heimilisins um kr: -1.960.200 Þá sjáum við í hendi okkar að þetta gengur ekki upp. Þau verða að afla hærri tekna til að ná að gera upp dæmið. Þau ákveða að gera eftirfarandi breytingar: Finna ódýrara húsnæði, svipuð stærð í m2 en leigan 180.000 kr. eða á ári kr: 2.160.000. Hann kemst í nýja vinnu og hækkar kaupið uppí 320.000 kr. eða á ári kr: 3.840.000. Hún heldur sinni vinnu en fær auka vinnu sem gefur 80.000 kr. eða á ári kr: 960.000. Hennar aðaltekjur 201.377 kr. eða á ári kr: 2.416.524. Þannig að með þessum breytingum ná þau að koma tekjum sínum í kr / ár: 7.216.524 Og lækka útgjöldin vegna hagstæðari leigu, niður í kr/ár: 7.154.028 Sem gefur þeim því mismun uppá kr/ár: 62.496 Þennan mismun hafa þau ákveðið að leggja til hliðar til íbúðakaupa þegar þau hafa náð þessum 5 milljónum sem þarf að eiga til að geta keypt 30 milljóna króna húsnæði. Þetta þýðir í raun að það tekur þau um 80 ár að spara fyrir þessari útborgun, miðað við að húsnæðisverðið hækki ekki. Þá hlýt ég að spyrja: Hvað er það sem er að valda hækkun á húsnæðisverði þegar borðleggjandi er að fáir hafa í raun getu til að kaupa húsnæði eins og staðan er í dag? Eru það húsnæðisleigufélög sem eru að kaupa þessar íbúðir til endurleigu? Ef þetta er raunin, að það þurfi 5 milljónir kr. í eigið fé til að geta keypt 30 milljóna króna íbúð, af hverju eru þá ekki launin hærri? Hvernig stendur á því að þetta bil er svona langt, þ.e. milli tekna og íbúðarverðs? Ég get því miður ekki dregið aðra ályktun af þessu hér að ofan, en að húsnæðisverð sé í dag algert rugl! p.s Athugið að frá launum dreg ég eingöngu skatt 37% af heildartekjum mínus 52.000 kr. persónuafslátt. p.s.s. Ef þau hefðu nú verið varkárari í bólinu og ættu aðeins 2 börn, tæki það þau ekki nema 9 ár að safna fyrir útborguninni :) - að því gefnu að þau eignist ekki fleiri börn á þeim tíma. Heimilda var aflað á netinu á vefunum: ums.is, sgs.is, mbl.is húsnæði til leigu, og bilasolur.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það var í fréttum á dögunum að til þess að fólk geti keypt íbúð sem kostar 30 milljónir, þurfi viðkomandi að eiga a.m.k. 5 milljónir í eigið fé. Í kjölfar þess, og frétta um að framundan sé um 23% hækkun á húsnæðisverði næstu 3 ár, og að Starfsgreinasambandið setti fram kröfu um að lágmarkslaun verði 300 þúsund kr. á mánuði, ákvað ég ( þó að ég sé ekki hagfræðingur eða reiknimeistari ) að setja upp dæmi, sem kannski er raunhæft og kannski ekki, um 5 manna fjölskyldu sem hefur áhuga á því að kaupa sér húsnæði. Forsendurnar sem ég gef mér eru þessar: Þetta er 5 manna fjölskylda, gift hjón með 3 börn. Hjónin eru 27 ára gömul, hún vinnur hjá ríkinu og hann á almennum vinnumarkaði. Konan er ekki með neina yfirvinnu, fær laun samkvæmt kjarasamningi Starfsgreinasambandsins og ríkisins og er í launaflokki 27, þrepi 4 og fær því heildarlaun kr: 335.502 eða kr: 201.377 eftir skatt (37%). Ég dreg ekki frá í kaupinu aðrar greiðslur, svo sem lífeyrissjóð eða stéttarfélagsgjald. Maðurinn er 27 ára almennur verkamaður og þiggur laun samkvæmt kjarasamningi við starfsgreinasambandið og er í launaflokki 24 eftir 7 ára vinnu, fær 253.709 í mánaðarlaun + tveggja tíma yfirvinnu á dag. Það gerir 105.390 kr., alls 359.099 kr. Þau eru í leiguíbúð á fjórðu hæð í blokk á Meistaravöllum og greiða fyrir hana 225.000 kr. á mánuði. Fyrir skemmstu endurnýjuðu þau bílinn og keyptu Chevrolet Captiva 2008 árgerð og greiddu fyrir hana kr 2.400.000 kr., hvar þau tóku lán fyrir 80% ( 1.900.000 ) greiðslunnar til 5 ára og er mánaðarleg afborgun því um það bil 35.000 kr. 20% greiðslunnar voru þau búin að ná að spara uppí útborgun í íbúð, en urðu að nota smá af þeirri summu í þessi bílakaup. Þau eiga í dag á sparibók, 1.100.000 sem þau eru búin að ná að spara á síðustu 8 árum, síðan þau stofnuðu til fjölskyldu. Hvorugt þeirra hjóna greiðir eða þiggur meðlag í þessu dæmi. Samkvæmt framfærsluviðmiði umboðsmanns skuldara þurfa þau 346.169 kr. á mánuði til aðframfleyta þessari 5 manna fjölskyldu. Þau eru ekki með of mikið fé handa á milli og fara ekki í sumarfrí til útlanda, en taka bústað á leigu eina viku á ári og hafa náð að lágmarka kostnað við 5 vikna sumarfrí niður í 180.000 kr., þar með talið ferðalög, gisting og afþreying. Þá reikna ég einnig inn í dæmið að þau geri ráð fyrir a.m.k. 20.000 kr. í óvænt útgjöld í hverjum mánuði. Þá lítur þetta svona út: Laun hans kr: 276.442 á ári kr: 3.317.304 Laun hennar kr: 201.377 á ári kr: 2.416.524 Alls laun: á ári kr: 5.733.828Útgjöldin eru þá svona: Húsaleiga kr: 225.000 á ári kr: 2.700.000 Framfærsla kr: 346.169 á ári kr: 4.154.028 Afborgun af bíl kr: 35.000 á ári kr: 420.000 Sumarfríið kr: 15.000 á ári kr: 180.000 Ófyrirséð útgjöld kr: 20.000 á ári kr: 240.000 Alls útgjöld því á ári kr: 7.694.028 Eða tap á rekstri heimilisins um kr: -1.960.200 Þá sjáum við í hendi okkar að þetta gengur ekki upp. Þau verða að afla hærri tekna til að ná að gera upp dæmið. Þau ákveða að gera eftirfarandi breytingar: Finna ódýrara húsnæði, svipuð stærð í m2 en leigan 180.000 kr. eða á ári kr: 2.160.000. Hann kemst í nýja vinnu og hækkar kaupið uppí 320.000 kr. eða á ári kr: 3.840.000. Hún heldur sinni vinnu en fær auka vinnu sem gefur 80.000 kr. eða á ári kr: 960.000. Hennar aðaltekjur 201.377 kr. eða á ári kr: 2.416.524. Þannig að með þessum breytingum ná þau að koma tekjum sínum í kr / ár: 7.216.524 Og lækka útgjöldin vegna hagstæðari leigu, niður í kr/ár: 7.154.028 Sem gefur þeim því mismun uppá kr/ár: 62.496 Þennan mismun hafa þau ákveðið að leggja til hliðar til íbúðakaupa þegar þau hafa náð þessum 5 milljónum sem þarf að eiga til að geta keypt 30 milljóna króna húsnæði. Þetta þýðir í raun að það tekur þau um 80 ár að spara fyrir þessari útborgun, miðað við að húsnæðisverðið hækki ekki. Þá hlýt ég að spyrja: Hvað er það sem er að valda hækkun á húsnæðisverði þegar borðleggjandi er að fáir hafa í raun getu til að kaupa húsnæði eins og staðan er í dag? Eru það húsnæðisleigufélög sem eru að kaupa þessar íbúðir til endurleigu? Ef þetta er raunin, að það þurfi 5 milljónir kr. í eigið fé til að geta keypt 30 milljóna króna íbúð, af hverju eru þá ekki launin hærri? Hvernig stendur á því að þetta bil er svona langt, þ.e. milli tekna og íbúðarverðs? Ég get því miður ekki dregið aðra ályktun af þessu hér að ofan, en að húsnæðisverð sé í dag algert rugl! p.s Athugið að frá launum dreg ég eingöngu skatt 37% af heildartekjum mínus 52.000 kr. persónuafslátt. p.s.s. Ef þau hefðu nú verið varkárari í bólinu og ættu aðeins 2 börn, tæki það þau ekki nema 9 ár að safna fyrir útborguninni :) - að því gefnu að þau eignist ekki fleiri börn á þeim tíma. Heimilda var aflað á netinu á vefunum: ums.is, sgs.is, mbl.is húsnæði til leigu, og bilasolur.is.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar