Björgunarsveitin Dalbjörg í Eyjafirði og Súlur, björgunarsveitin á Akureyri voru kallaðar út á fimmta tímanum í dag eftir að boð bárust frá SPOT sendi á eða við Urðarvötn. Vitað er að fjórir erlendir ferðamenn eru með viðkomandi sendi. Sveitirnar fóru á tveimur snjóbílum og vélsleðum á staðinn að Vatnahjalla og komist þær hefðbundna leið þangað er ekki langt að fara. Reynist sú leið hins vegar ekki fær þarf að fara langar leiðir til að komast að ferðamönnunum.
Björgunarsveitir hafa verið að störfum víða um land í dag. Björgunarsveitin Blakkur á Patreksfirði sinnti ófærðaraðstoð á Mikladal fyrir hádegi og rýmingu húsa vegna snjóflóðahættu nú síðdegis. Tálkni á Tálknafirði aðstoðaði vegfarendur á Hálfdáni fyrir hádegi.
Í Vestmannaeyjum hefur Björgunarfélagið verið kallað út tvisvar sinnum, í annað skiptið þegar þakplötur losnuðu og hitt skiptið þegar þakkantur var að fjúka.
Sveitir í Vogum á Vatnsleysuströnd og Þorlákshöfn hafa einnig sinnt foktjónum í dag og Björgunarsveitin Jökull í Jökuldal aðstoðaði ökumann sem festi bíl sinn um 5 km utan Egilsstaða.
Neyðarboð bárust frá ferðamönnum

Tengdar fréttir

Veðrið gæti breyst með skömmum fyrirvara
Litlu má mun að norðan strengurinn nái betur inn á land á morgun með enn meiri vind

Fylgstu með lægðinni í "beinni“
Lægðin er á leið austnorðaustur yfir landið.

Fastur á Kleifaheiði í óveðri í sex tíma og sér fram á að vera þar í nótt
„Ég er vel haldinn,“ segir Páll Ágúst sem á ekki von á björgun sökum veðurs.