Ferðamenn urðu illa úti í Öræfasveit Bjarki Ármannsson skrifar 23. febrúar 2015 19:54 Bílar ferðamannanna voru ansi illa leiknir eftir ofsaveðrið. Myndir/Jónína G. Aradóttir „Ég er fædd og uppalin hér í Öræfasveitinni, þannig að maður hefur alveg upplifað svona veður. En núna er bara orðið svo mikið af túristum sem vaða bara út í veðrið.“ Þetta segir Jónína G. Aradóttir, starfsmaður á Hótel Skaftafelli, en hún stóð vaktina á hótelinu í gær ásamt öðrum og tók á móti ferðamönnum sem höfðu farið illa út úr ofsaveðrinu sem herjaði á Suðurland. Björgunarsveitir þurftu að hjálpa fólki úr um það bil tíu bílum eftir að rúður þeirra brotnuðu í steinafoki. „Björgunarsveitirnar komu fólkinu bara úr og skildu bara bílana eftir,“ segir Jónína. „Svo byrjuðu þeir að koma með þá upp á hótel í morgun.“ Snarvitlaust veður var í Öræfasveitinni í gær og var starfsfólk hótelsins búið að vísa öllum frá sem áttu að koma þangað vegna veðursins. Jónína og samstarfsmenn hennar þurftu þó að taka á móti mörgum ferðamönnum, flestum erlendum, sem höfðu greinilega ekki gert sér grein fyrir því hversu slæmar aðstæður yrðu. Hún segir að fólkið hafi mögulega verið á leið á gististaði þar sem gestir eru ekki í beinu sambandi við starfsfólk.Sjá einnig: Varðskipið Þór í ofsaveðri og ólgusjóBjörgunarsveitarmenn plasta fyrir gluggana á bílunum í morgun.Mynd/Jónína G. Aradóttir „Við héldum okkur alltaf bara heima þegar það var svona veður og þá var þetta ekkert að rata í fréttirnar og svona,“ segir Jónína. „En núna er komið svo mikið af fólki sem náttúrulega veit ekki betur. Og þetta er ömurlegt fyrir það, þetta er náttúrulega bara tjón sem það þarf að borga sjálft.“ Margir höfðu lent í því að báðar rúðurnar öðrum megin brotnuðu alveg. Að minnsta kosti einn ökumaður reyndi að snúa við þegar rúðurnar fóru öðrum megin til að koma í veg fyrir að það snjóaði inn í bílinn. Um leið og hann sneri við, brotnuðu hins vegar báðar rúðurnar á hinni hlið bílsins. Jónína segir að fólkið sem leitaði skjóls á hótelinu hafi verið í uppnámi og nokkrir jafnvel grátandi. „Við vorum að taka á móti fólkinu, gefa þeim að borða og vísa þeim í herbergi,“ segir hún. „Við reyndum líka að veita því áfallahjálp eins og við gátum, gefa þeim teppi og súpu og tala við það.“ Hún bendir á að aðstæður verði nokkrum sinnum á ári svona slæmar í sveitinni. „Það þarf bara að koma upp einhverju prógrammi þannig að túristar geti séð hvernig veðrið er. Þannig að þetta endurtaki sig ekki aftur og aftur.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vitlaust veður í Vestmannaeyjum Lögreglan ráðleggur fólki að halda sig innandyra. 22. febrúar 2015 10:35 Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs Ekkert hefur spurst til göngukonu síðan á hádegi á föstudag. 22. febrúar 2015 21:57 Óveður víðast hvar: Lokað fyrir alla umferð undir Eyjafjöllum að Vík Ofsaveðri er spáð syðst á landinu í dag. Óveður er á Hellisheiði en hálka og stórhríð á Sandskreiði og Þrengslum. Þá er óveður á Kjalarnesi og Hvalfirði. 22. febrúar 2015 14:48 Myndband: Varðskipið Þór í ofsaveðri og ólgusjó Vindhraði náði mest um 45 metrum á sekúndu. 22. febrúar 2015 23:30 Íslenskur leiðsögumaður: „Sumir hlusta bara ekki“ Svo virðist sem erlendir ljósmyndarar hunsi aðvaranir reyndra íslenskra leiðsögumanna hér á landi í leit að hinni fullkomnu ljósmynd. 22. febrúar 2015 17:14 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
„Ég er fædd og uppalin hér í Öræfasveitinni, þannig að maður hefur alveg upplifað svona veður. En núna er bara orðið svo mikið af túristum sem vaða bara út í veðrið.“ Þetta segir Jónína G. Aradóttir, starfsmaður á Hótel Skaftafelli, en hún stóð vaktina á hótelinu í gær ásamt öðrum og tók á móti ferðamönnum sem höfðu farið illa út úr ofsaveðrinu sem herjaði á Suðurland. Björgunarsveitir þurftu að hjálpa fólki úr um það bil tíu bílum eftir að rúður þeirra brotnuðu í steinafoki. „Björgunarsveitirnar komu fólkinu bara úr og skildu bara bílana eftir,“ segir Jónína. „Svo byrjuðu þeir að koma með þá upp á hótel í morgun.“ Snarvitlaust veður var í Öræfasveitinni í gær og var starfsfólk hótelsins búið að vísa öllum frá sem áttu að koma þangað vegna veðursins. Jónína og samstarfsmenn hennar þurftu þó að taka á móti mörgum ferðamönnum, flestum erlendum, sem höfðu greinilega ekki gert sér grein fyrir því hversu slæmar aðstæður yrðu. Hún segir að fólkið hafi mögulega verið á leið á gististaði þar sem gestir eru ekki í beinu sambandi við starfsfólk.Sjá einnig: Varðskipið Þór í ofsaveðri og ólgusjóBjörgunarsveitarmenn plasta fyrir gluggana á bílunum í morgun.Mynd/Jónína G. Aradóttir „Við héldum okkur alltaf bara heima þegar það var svona veður og þá var þetta ekkert að rata í fréttirnar og svona,“ segir Jónína. „En núna er komið svo mikið af fólki sem náttúrulega veit ekki betur. Og þetta er ömurlegt fyrir það, þetta er náttúrulega bara tjón sem það þarf að borga sjálft.“ Margir höfðu lent í því að báðar rúðurnar öðrum megin brotnuðu alveg. Að minnsta kosti einn ökumaður reyndi að snúa við þegar rúðurnar fóru öðrum megin til að koma í veg fyrir að það snjóaði inn í bílinn. Um leið og hann sneri við, brotnuðu hins vegar báðar rúðurnar á hinni hlið bílsins. Jónína segir að fólkið sem leitaði skjóls á hótelinu hafi verið í uppnámi og nokkrir jafnvel grátandi. „Við vorum að taka á móti fólkinu, gefa þeim að borða og vísa þeim í herbergi,“ segir hún. „Við reyndum líka að veita því áfallahjálp eins og við gátum, gefa þeim teppi og súpu og tala við það.“ Hún bendir á að aðstæður verði nokkrum sinnum á ári svona slæmar í sveitinni. „Það þarf bara að koma upp einhverju prógrammi þannig að túristar geti séð hvernig veðrið er. Þannig að þetta endurtaki sig ekki aftur og aftur.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vitlaust veður í Vestmannaeyjum Lögreglan ráðleggur fólki að halda sig innandyra. 22. febrúar 2015 10:35 Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs Ekkert hefur spurst til göngukonu síðan á hádegi á föstudag. 22. febrúar 2015 21:57 Óveður víðast hvar: Lokað fyrir alla umferð undir Eyjafjöllum að Vík Ofsaveðri er spáð syðst á landinu í dag. Óveður er á Hellisheiði en hálka og stórhríð á Sandskreiði og Þrengslum. Þá er óveður á Kjalarnesi og Hvalfirði. 22. febrúar 2015 14:48 Myndband: Varðskipið Þór í ofsaveðri og ólgusjó Vindhraði náði mest um 45 metrum á sekúndu. 22. febrúar 2015 23:30 Íslenskur leiðsögumaður: „Sumir hlusta bara ekki“ Svo virðist sem erlendir ljósmyndarar hunsi aðvaranir reyndra íslenskra leiðsögumanna hér á landi í leit að hinni fullkomnu ljósmynd. 22. febrúar 2015 17:14 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Vitlaust veður í Vestmannaeyjum Lögreglan ráðleggur fólki að halda sig innandyra. 22. febrúar 2015 10:35
Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs Ekkert hefur spurst til göngukonu síðan á hádegi á föstudag. 22. febrúar 2015 21:57
Óveður víðast hvar: Lokað fyrir alla umferð undir Eyjafjöllum að Vík Ofsaveðri er spáð syðst á landinu í dag. Óveður er á Hellisheiði en hálka og stórhríð á Sandskreiði og Þrengslum. Þá er óveður á Kjalarnesi og Hvalfirði. 22. febrúar 2015 14:48
Myndband: Varðskipið Þór í ofsaveðri og ólgusjó Vindhraði náði mest um 45 metrum á sekúndu. 22. febrúar 2015 23:30
Íslenskur leiðsögumaður: „Sumir hlusta bara ekki“ Svo virðist sem erlendir ljósmyndarar hunsi aðvaranir reyndra íslenskra leiðsögumanna hér á landi í leit að hinni fullkomnu ljósmynd. 22. febrúar 2015 17:14