Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. febrúar 2015 21:57 Björgunarsveitarmaður að störfum í dag mynd/flugbjörgunarsveitin hellu „Þetta er alveg snælduvitlaust helvíti alveg sama hvert litið er,“ segir Svanur Sævar Lárusson hjá aðgerðarstjórn björgunarsveitanna á Suðurlandi. Björgunarsveitir í landshlutanum hafa staðið í ströngu nú síðdegis og í kvöld. „Snjóbílarnir eru að brasa áfram inn Fljótshlíð en þeir komast ekkert fyrir veðrinu. Það er of hvasst fyrir þá til að halda áfram. Við ætlum að gera tilraun til að fara þangað á vélsleðum í fyrramálið,“ segir Svanur. Snjóbílarnir eru á leiðinni að leita konu sem hugðist ganga á skíðum kringum Mýrdalsjökul. „Við höfum ekkert heyrt af henni síðan á hádegi á föstudag. Hún er með græju sem átti að senda okkur staðsetningu hennar á tólf tíma fresti en það getur bilað eins og önnur tæki,“ segir Svanur. Konan er með mikla reynslu af útivist og með vistir sem áttu að duga henni fram í næsta mánuð. Einnig er hún með góðan búnað og gott tjald. „Hún hefur það sennilega og vonandi ágætt en við ætlum engu að síður að leita hennar um leið og veður leyfir.“ Ástandið var verst undir Eyjafjöllum þar sem rúður brotnuðu í bílum og bílar fuku á hliðina á svæðinu frá Pétursey að Skógum. Í fyrstu var reynt að senda traktor á staðinn en hann varð frá að hverfa sökum veðurofsans. Hið sama á við um bíla sem sendir voru á staðinn en meðal annars brotnuðu rúður í björgunarsveitarbíl sem var á leið á vettvang. Víða á bæjum hafa rúður brotnað og tilkynnt hefur verið um fok á þakplötum. Veður Tengdar fréttir Leita að konu við Mýrdalsjökul Aðstæður eru erfiðar og hlé hefur verið gert á leitinni. 22. febrúar 2015 09:15 Komast ekki á leitarsvæðið Á annan tug björgunarsveitarmanna reyna nú að komast að Mýrdalsjökli þar sem leita á að konu sem saknað hefur verið síðan á föstudaginn. 22. febrúar 2015 19:16 Óveður víðast hvar: Lokað fyrir alla umferð undir Eyjafjöllum að Vík Ofsaveðri er spáð syðst á landinu í dag. Óveður er á Hellisheiði en hálka og stórhríð á Sandskreiði og Þrengslum. Þá er óveður á Kjalarnesi og Hvalfirði. 22. febrúar 2015 14:48 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Fleiri fréttir Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum Sjá meira
„Þetta er alveg snælduvitlaust helvíti alveg sama hvert litið er,“ segir Svanur Sævar Lárusson hjá aðgerðarstjórn björgunarsveitanna á Suðurlandi. Björgunarsveitir í landshlutanum hafa staðið í ströngu nú síðdegis og í kvöld. „Snjóbílarnir eru að brasa áfram inn Fljótshlíð en þeir komast ekkert fyrir veðrinu. Það er of hvasst fyrir þá til að halda áfram. Við ætlum að gera tilraun til að fara þangað á vélsleðum í fyrramálið,“ segir Svanur. Snjóbílarnir eru á leiðinni að leita konu sem hugðist ganga á skíðum kringum Mýrdalsjökul. „Við höfum ekkert heyrt af henni síðan á hádegi á föstudag. Hún er með græju sem átti að senda okkur staðsetningu hennar á tólf tíma fresti en það getur bilað eins og önnur tæki,“ segir Svanur. Konan er með mikla reynslu af útivist og með vistir sem áttu að duga henni fram í næsta mánuð. Einnig er hún með góðan búnað og gott tjald. „Hún hefur það sennilega og vonandi ágætt en við ætlum engu að síður að leita hennar um leið og veður leyfir.“ Ástandið var verst undir Eyjafjöllum þar sem rúður brotnuðu í bílum og bílar fuku á hliðina á svæðinu frá Pétursey að Skógum. Í fyrstu var reynt að senda traktor á staðinn en hann varð frá að hverfa sökum veðurofsans. Hið sama á við um bíla sem sendir voru á staðinn en meðal annars brotnuðu rúður í björgunarsveitarbíl sem var á leið á vettvang. Víða á bæjum hafa rúður brotnað og tilkynnt hefur verið um fok á þakplötum.
Veður Tengdar fréttir Leita að konu við Mýrdalsjökul Aðstæður eru erfiðar og hlé hefur verið gert á leitinni. 22. febrúar 2015 09:15 Komast ekki á leitarsvæðið Á annan tug björgunarsveitarmanna reyna nú að komast að Mýrdalsjökli þar sem leita á að konu sem saknað hefur verið síðan á föstudaginn. 22. febrúar 2015 19:16 Óveður víðast hvar: Lokað fyrir alla umferð undir Eyjafjöllum að Vík Ofsaveðri er spáð syðst á landinu í dag. Óveður er á Hellisheiði en hálka og stórhríð á Sandskreiði og Þrengslum. Þá er óveður á Kjalarnesi og Hvalfirði. 22. febrúar 2015 14:48 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Fleiri fréttir Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum Sjá meira
Leita að konu við Mýrdalsjökul Aðstæður eru erfiðar og hlé hefur verið gert á leitinni. 22. febrúar 2015 09:15
Komast ekki á leitarsvæðið Á annan tug björgunarsveitarmanna reyna nú að komast að Mýrdalsjökli þar sem leita á að konu sem saknað hefur verið síðan á föstudaginn. 22. febrúar 2015 19:16
Óveður víðast hvar: Lokað fyrir alla umferð undir Eyjafjöllum að Vík Ofsaveðri er spáð syðst á landinu í dag. Óveður er á Hellisheiði en hálka og stórhríð á Sandskreiði og Þrengslum. Þá er óveður á Kjalarnesi og Hvalfirði. 22. febrúar 2015 14:48