Alfreð Finnbogason sat allan tímann á varamannabekk Real Sociedad þegar liðið skaust upp í ellefta sæti spænsku úrvalsdeildinnar með 1-0 sigri á Espanyol.
Alfreð, sem hefur verið úti í kuldanum, undanfarnar vikur spilaði ekki neitt í dag, en Imanol Agirretxe er þessa stundina framar en Alfreð í goggunarröðinni hjá David Moyes.
Sergio Canales skoraði eina mark leiksins eftir 38. mínútur, en með sigrinum skaust Sociedad upp í ellefta sæti deildarinnar. Deildin er þó afar jöfn, en Espanyol er sæti ofar með tveimur stigum meira.
