Fjármálaráðherra segir eðlilega leynd yfir afnámi hafta Heimir Már Pétursson skrifar 5. mars 2015 19:49 Formaður Vinstri grænna segir að sú leynd sem hvíli yfir áformum stjórnvalda um hvernig standa eigi að afnámi gjaldeyrishafta veki tortryggni. Fjármálaráðherra segir hins vegar nauðsynlegt að menn ræði ekki út og suður þá kosti sem íslensk stjórnvöld séu að skoða, meðal annars vega áhrifa slíkrar umræðu á fjármálamarkaðinn. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna vísaði til þess í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að forsætisráðherra hefði áður gefið henni þau svör að nauðsynlegt væri að aðgerðaráætlun um losun gjaldeyrishafta væri leynileg. Miklir hagsmunir væru undir og kröfuhafar föllnu bankanna beittu ýmsum aðferðum til að komast yfir upplýsingar. Katrín tók undir það að miklir þjóðarhagsmunir væru í húfi. „Er þetta ekki eitthvað sem er eðlilegt að við fáum opna umræðu um? Ekki bara hér á Alþingi heldur líka gagnvart fólkinu í landinu? Því þetta er hagsmunamál okkar allra. Þetta stóra efnahagsmál. Þannig að ég spyr hæstvirtan fjármálaráðherra hvort hann sé sammála um að það sé eðlilegt að hjúpa þetta þessum leyndarhjúp,“ sagði Katrín. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði mikilvægt að blanda ekki saman almennri umræðu um það hvernig stjórnvöld hygðust haga peningastjórn í landinu og hvaða varúðartæki stjórnvöld hygðust taka upp til að tryggja stöðugleika í efnahagsmálum eftir afnám hafta og síðan því hvernig stjórnvöld ætluðu nákvæmlega að taka á vandanum sem tengdist föllnu bönkunum. „Og birtist okkur í í fyrsta lagi í aflandskrónuvandanum. Í öðru lagi hættunni af skyndilegu gengishruni vegna uppgjörs á slitabúum hinna föllnu banka,“ sagði Bjarni. Þar þyrfti að skoða ýmsa valkosti sem ekki væri æskilegt að ræða mikið opinberlega. „Og það er staðreynd sem forsætisráðherra hefur bent á, að það kann að vera að það þjóni ekki okkar hagsmunum að vera að tala út og suður um alla þá ólíku valkosti,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir að sú leynd sem hvíli yfir áformum stjórnvalda um hvernig standa eigi að afnámi gjaldeyrishafta veki tortryggni. Fjármálaráðherra segir hins vegar nauðsynlegt að menn ræði ekki út og suður þá kosti sem íslensk stjórnvöld séu að skoða, meðal annars vega áhrifa slíkrar umræðu á fjármálamarkaðinn. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna vísaði til þess í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að forsætisráðherra hefði áður gefið henni þau svör að nauðsynlegt væri að aðgerðaráætlun um losun gjaldeyrishafta væri leynileg. Miklir hagsmunir væru undir og kröfuhafar föllnu bankanna beittu ýmsum aðferðum til að komast yfir upplýsingar. Katrín tók undir það að miklir þjóðarhagsmunir væru í húfi. „Er þetta ekki eitthvað sem er eðlilegt að við fáum opna umræðu um? Ekki bara hér á Alþingi heldur líka gagnvart fólkinu í landinu? Því þetta er hagsmunamál okkar allra. Þetta stóra efnahagsmál. Þannig að ég spyr hæstvirtan fjármálaráðherra hvort hann sé sammála um að það sé eðlilegt að hjúpa þetta þessum leyndarhjúp,“ sagði Katrín. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði mikilvægt að blanda ekki saman almennri umræðu um það hvernig stjórnvöld hygðust haga peningastjórn í landinu og hvaða varúðartæki stjórnvöld hygðust taka upp til að tryggja stöðugleika í efnahagsmálum eftir afnám hafta og síðan því hvernig stjórnvöld ætluðu nákvæmlega að taka á vandanum sem tengdist föllnu bönkunum. „Og birtist okkur í í fyrsta lagi í aflandskrónuvandanum. Í öðru lagi hættunni af skyndilegu gengishruni vegna uppgjörs á slitabúum hinna föllnu banka,“ sagði Bjarni. Þar þyrfti að skoða ýmsa valkosti sem ekki væri æskilegt að ræða mikið opinberlega. „Og það er staðreynd sem forsætisráðherra hefur bent á, að það kann að vera að það þjóni ekki okkar hagsmunum að vera að tala út og suður um alla þá ólíku valkosti,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira