Fjármálaráðherra segir eðlilega leynd yfir afnámi hafta Heimir Már Pétursson skrifar 5. mars 2015 19:49 Formaður Vinstri grænna segir að sú leynd sem hvíli yfir áformum stjórnvalda um hvernig standa eigi að afnámi gjaldeyrishafta veki tortryggni. Fjármálaráðherra segir hins vegar nauðsynlegt að menn ræði ekki út og suður þá kosti sem íslensk stjórnvöld séu að skoða, meðal annars vega áhrifa slíkrar umræðu á fjármálamarkaðinn. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna vísaði til þess í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að forsætisráðherra hefði áður gefið henni þau svör að nauðsynlegt væri að aðgerðaráætlun um losun gjaldeyrishafta væri leynileg. Miklir hagsmunir væru undir og kröfuhafar föllnu bankanna beittu ýmsum aðferðum til að komast yfir upplýsingar. Katrín tók undir það að miklir þjóðarhagsmunir væru í húfi. „Er þetta ekki eitthvað sem er eðlilegt að við fáum opna umræðu um? Ekki bara hér á Alþingi heldur líka gagnvart fólkinu í landinu? Því þetta er hagsmunamál okkar allra. Þetta stóra efnahagsmál. Þannig að ég spyr hæstvirtan fjármálaráðherra hvort hann sé sammála um að það sé eðlilegt að hjúpa þetta þessum leyndarhjúp,“ sagði Katrín. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði mikilvægt að blanda ekki saman almennri umræðu um það hvernig stjórnvöld hygðust haga peningastjórn í landinu og hvaða varúðartæki stjórnvöld hygðust taka upp til að tryggja stöðugleika í efnahagsmálum eftir afnám hafta og síðan því hvernig stjórnvöld ætluðu nákvæmlega að taka á vandanum sem tengdist föllnu bönkunum. „Og birtist okkur í í fyrsta lagi í aflandskrónuvandanum. Í öðru lagi hættunni af skyndilegu gengishruni vegna uppgjörs á slitabúum hinna föllnu banka,“ sagði Bjarni. Þar þyrfti að skoða ýmsa valkosti sem ekki væri æskilegt að ræða mikið opinberlega. „Og það er staðreynd sem forsætisráðherra hefur bent á, að það kann að vera að það þjóni ekki okkar hagsmunum að vera að tala út og suður um alla þá ólíku valkosti,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir að sú leynd sem hvíli yfir áformum stjórnvalda um hvernig standa eigi að afnámi gjaldeyrishafta veki tortryggni. Fjármálaráðherra segir hins vegar nauðsynlegt að menn ræði ekki út og suður þá kosti sem íslensk stjórnvöld séu að skoða, meðal annars vega áhrifa slíkrar umræðu á fjármálamarkaðinn. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna vísaði til þess í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að forsætisráðherra hefði áður gefið henni þau svör að nauðsynlegt væri að aðgerðaráætlun um losun gjaldeyrishafta væri leynileg. Miklir hagsmunir væru undir og kröfuhafar föllnu bankanna beittu ýmsum aðferðum til að komast yfir upplýsingar. Katrín tók undir það að miklir þjóðarhagsmunir væru í húfi. „Er þetta ekki eitthvað sem er eðlilegt að við fáum opna umræðu um? Ekki bara hér á Alþingi heldur líka gagnvart fólkinu í landinu? Því þetta er hagsmunamál okkar allra. Þetta stóra efnahagsmál. Þannig að ég spyr hæstvirtan fjármálaráðherra hvort hann sé sammála um að það sé eðlilegt að hjúpa þetta þessum leyndarhjúp,“ sagði Katrín. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði mikilvægt að blanda ekki saman almennri umræðu um það hvernig stjórnvöld hygðust haga peningastjórn í landinu og hvaða varúðartæki stjórnvöld hygðust taka upp til að tryggja stöðugleika í efnahagsmálum eftir afnám hafta og síðan því hvernig stjórnvöld ætluðu nákvæmlega að taka á vandanum sem tengdist föllnu bönkunum. „Og birtist okkur í í fyrsta lagi í aflandskrónuvandanum. Í öðru lagi hættunni af skyndilegu gengishruni vegna uppgjörs á slitabúum hinna föllnu banka,“ sagði Bjarni. Þar þyrfti að skoða ýmsa valkosti sem ekki væri æskilegt að ræða mikið opinberlega. „Og það er staðreynd sem forsætisráðherra hefur bent á, að það kann að vera að það þjóni ekki okkar hagsmunum að vera að tala út og suður um alla þá ólíku valkosti,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira