Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Hólmfríður Gísladóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 28. mars 2025 12:25 Inga sagði Flokk fólksins ekkert viðkvæman fyrir umfjöllun fjölmiðla, þau væru „grjóthörð“. Samfélagið þyrfti á fjölmiðlum að halda. Vísir/Vilhelm „Ég er bara rosalega sorgmædd og mjög döpur. Sendi Ástu bara kærleikskveðjur,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra. Inga var spurð á því eftir ríkisstjórnarfund í morgun hvernig mál blöstu við henni nú þegar rykið væri að setjast eftir fjaðrafok síðustu daga, þegar Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér ráðherraembætti eftir að greint var frá því að hún hefði eignast barn með táningi þegar hún var á þrítugsaldri. „Ásta, þú ert hetja,“ sagði hún beint í myndavélina. Spurð að því hvort henni þætti Ásthildur Lóa raunverulega þurfa að hafa sagt af sér, svona eftir á að hyggja, svaraði Inga að það hefði nú ekkert upp úr sér að velta því fyrir sér „hvað ef“. Þetta hefði verið sú ákvörðun sem fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra hefði tekið sjálf, „af stórmennsku“. „Þetta var hennar ákvörðun og mér finnst hún hafa sýnt bara algjöran hetjuskap,“ sagði Inga. Hún virti ákvörðun Ásthildar Lóu, sem hún ítrekaði að væri „frábæra“ kona. „Ég tel að það hefði mátt vanda betur til verka þegar þessi frétt var sett í loftið með svona afgerandi hætti um rangindi sem greinilega voru ekki á rökum reist,“ svaraði Inga, innt eftir skoðun sinni á umfjöllun um málið og gagnrýni á fréttaflutning fjölmiðla. Sér hefði til að mynda þótt afskaplega leiðinlegt þegar talað hefði verið um það að Ásthildur Lóa hefði „átt barn með barni“, sem var meðal annars slegið upp í erlendum miðlum. „Þessi ungi maður var tæplega sautján ára gamall þegar hann eignast þennan son, hann átti einn mánuði í það, enda er það algjört aukaatriði í öllu þessu samhengi. Þessi aðför var ómakleg fannst mér, já og hefði viljað sjá hana vandaðri af okkar ríkisfjölmiðli.“ Málinu sé lokið en nú sé Ásthildur Lóa, sem hyggst halda áfram sem þingmaður, að reyna að ná áttum og taka utan um þá ágjöf sem hún hefði ómaklega fengið á sig. Þá ítrekaði Inga kærleikskveðjur til flokkssystur sinnar og lýsti henni aftur sem „hetju“. Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ásthildur Lóa Þórsdóttir Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Inga var spurð á því eftir ríkisstjórnarfund í morgun hvernig mál blöstu við henni nú þegar rykið væri að setjast eftir fjaðrafok síðustu daga, þegar Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér ráðherraembætti eftir að greint var frá því að hún hefði eignast barn með táningi þegar hún var á þrítugsaldri. „Ásta, þú ert hetja,“ sagði hún beint í myndavélina. Spurð að því hvort henni þætti Ásthildur Lóa raunverulega þurfa að hafa sagt af sér, svona eftir á að hyggja, svaraði Inga að það hefði nú ekkert upp úr sér að velta því fyrir sér „hvað ef“. Þetta hefði verið sú ákvörðun sem fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra hefði tekið sjálf, „af stórmennsku“. „Þetta var hennar ákvörðun og mér finnst hún hafa sýnt bara algjöran hetjuskap,“ sagði Inga. Hún virti ákvörðun Ásthildar Lóu, sem hún ítrekaði að væri „frábæra“ kona. „Ég tel að það hefði mátt vanda betur til verka þegar þessi frétt var sett í loftið með svona afgerandi hætti um rangindi sem greinilega voru ekki á rökum reist,“ svaraði Inga, innt eftir skoðun sinni á umfjöllun um málið og gagnrýni á fréttaflutning fjölmiðla. Sér hefði til að mynda þótt afskaplega leiðinlegt þegar talað hefði verið um það að Ásthildur Lóa hefði „átt barn með barni“, sem var meðal annars slegið upp í erlendum miðlum. „Þessi ungi maður var tæplega sautján ára gamall þegar hann eignast þennan son, hann átti einn mánuði í það, enda er það algjört aukaatriði í öllu þessu samhengi. Þessi aðför var ómakleg fannst mér, já og hefði viljað sjá hana vandaðri af okkar ríkisfjölmiðli.“ Málinu sé lokið en nú sé Ásthildur Lóa, sem hyggst halda áfram sem þingmaður, að reyna að ná áttum og taka utan um þá ágjöf sem hún hefði ómaklega fengið á sig. Þá ítrekaði Inga kærleikskveðjur til flokkssystur sinnar og lýsti henni aftur sem „hetju“.
Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ásthildur Lóa Þórsdóttir Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira