Viðskipti innlent

Norðurljósavél Icelandair valin sú óvenjulegasta

ingvar haraldsson skrifar
Flugvélin er ekki bara myndskreytt með norðurljósum að utan heldur líkir lýsingin inn í flugvélinni einnig eftir norðurljósum.
Flugvélin er ekki bara myndskreytt með norðurljósum að utan heldur líkir lýsingin inn í flugvélinni einnig eftir norðurljósum. mynd/skúli sig
Norðurljósaflugvél Icelandair var valin sú óvenjulegasta af fjölda flugvéla á vefsvæði hollenska flugfélagsins KLM.

Flugvélin er af gerðinni Boeing 757 og gengur undir nafninu Hekla Aurora.

Flugvélin er sögð ná að fagna glæsileika Íslands og bent er á að vélin sé ekki bara skreytt með myndum af norðurljósum að utan heldur líki lýsingin inn í flugvélinni einnig eftir norðurljósum.

Hér má sjá hvernig Icelandair skreytti vélina.

Í öðru sæti á listanum var flugvél KLM sem skreyt var í anda hollenskra leirmuna þakin andlitum viðskiptavina KLM sem skráð sig höfðu til þess á Facebook.

Myndband af skreytingu flugvélarinnar árið 2011 má sjá hér að neðan.

Í þriðja sæti voru flugvélar japanska flugfélagsins Nippon Airways. Flugfélagið skreytti tvær flugvélar með Pókemonum þegar fyrsta myndin um furðuverurnar kom út árið 1998. Flugvélarnar urðu svo vinsælar að fljótlega var bætt við einni vél til viðbótar. Í dag rekur flugfélagið 9 flugvélar skreyttar með myndum af Pókemonum.

Nippon Airways rekur níu flugvélar skreyttar með Pókemonum.

Tengdar fréttir

Svona skreyttu listamenn norðurljósavél Icelandair

Í myndbandi sem Icelandair birti á Facebook-síðu sinni í vikunni má sjá ferlið frá því að vélin er hvít, "venjuleg“ flugvél og þar til búið er að umbreyta henni í norðurljósavélina frægu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×