Múslimarnir okkar: Myndi útskúfa syni eða dóttur fyrir samkynhneigt líferni Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 2. mars 2015 17:46 Rætt er við Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman og eiginkonu hans Ishrat í þættinum í kvöld. Vísir Kynlíf samkynhneigðra er álitin synd í íslam en misjafnt er hversu hart er á því tekið. Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman er einn þeirra sem rætt er við í þáttunum Múslimanir okkar á Stöð 2. Hann og eiginkona hans Ishrat eiga fimm börn og aðspurður hvernig hann myndi bregðast við ef eitthvert barna hans kæmi út úr skápnum var hann alveg skýr.Yrði útskúfaður úr fjölskyldunni „Það er bannað fyrir múslima,” sagði hann og bætti við að ef hann myndi slíta samskiptum við son eða dóttur ef viðkomandi væri í samkynhneigðu sambandi. Viðkomandi yrði jafnframt útskúfaður úr fjölskyldunni. Tengdasonur hans, Jóhannes Ari, sem hefur einnig tekið upp íslam, mótmælti þessari afstöðu tengdaföður síns. „Ef dóttir mín yrði samkynhneigð, þá myndi ég ekkert loka á hana,“ segir Jóhannes. „Mér finnst það bara kolrangt, þetta er barnið þitt.” Sonur Nasirs, Muhammad, tók undir og kvaðst ekki myndu loka á barnið sitt þótt það kæmi út úr skápnum. Víðast hvar í múslimskum löndum er samkynhneigð ekki viðurkennd félagslega. Dauðarefsing liggur við samkynhneigðu kynlífi í nokkrum múslimalöndum en það er löglegt í 22 ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta.Fida Abu Libdeh var sextán ára þegar hún kom ásamt móður sinni og fjórum systkinum til Íslands.VísirReyndist erfitt að fóta sig í nýrri tilveru Fida Abu Libdeh var sextán ára þegar hún kom ásamt móður sinni og fjórum systkinum til Íslands og tókst með stálvilja að ljúka hér námi. Hún stofnaði sprotafyrirtækið Geosilica ásamt skólafélaga sínum, en þar starfa nú fimm manns við að framleiða fæðubótarefni úr kísli. Fida lýsir því í þætti kvöldsins hversu erfitt henni reyndist að fóta sig í nýrri tilveru þar sem hún reyndi af öllum mætti að þóknast bæði félögum sínum í íslenskum unglingaveruleika og múslimsku stórfjölskyldunni. Annars vegar kröfur um djamm og drykkju og hins vegar kröfur um siðprýði og hófsamt líferni. Hún segist hafa lifað tvöföldu lífi á þessum árum og ekki orðið hamingjusöm fyrr en hún hætti að spá í þetta. Í dag er hún hamingjusamlega gift íslenskum manni.Fyrri hluti Múslimanna okkar er í opinni dagskrá á Stöð 2, kl. 19:20 í kvöld. Handrit og leikstjórn er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur en Kristinn Þeyr sá um kvikmyndatöku. Múslimarnir okkar Tengdar fréttir Múslimarnir okkar: Frumkvöðull og fimm barna fjölskyldufaðir Fylgst er með fjórum múslimafjölskyldum á Íslandi frá morgni til kvölds. 2. mars 2015 13:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Kynlíf samkynhneigðra er álitin synd í íslam en misjafnt er hversu hart er á því tekið. Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman er einn þeirra sem rætt er við í þáttunum Múslimanir okkar á Stöð 2. Hann og eiginkona hans Ishrat eiga fimm börn og aðspurður hvernig hann myndi bregðast við ef eitthvert barna hans kæmi út úr skápnum var hann alveg skýr.Yrði útskúfaður úr fjölskyldunni „Það er bannað fyrir múslima,” sagði hann og bætti við að ef hann myndi slíta samskiptum við son eða dóttur ef viðkomandi væri í samkynhneigðu sambandi. Viðkomandi yrði jafnframt útskúfaður úr fjölskyldunni. Tengdasonur hans, Jóhannes Ari, sem hefur einnig tekið upp íslam, mótmælti þessari afstöðu tengdaföður síns. „Ef dóttir mín yrði samkynhneigð, þá myndi ég ekkert loka á hana,“ segir Jóhannes. „Mér finnst það bara kolrangt, þetta er barnið þitt.” Sonur Nasirs, Muhammad, tók undir og kvaðst ekki myndu loka á barnið sitt þótt það kæmi út úr skápnum. Víðast hvar í múslimskum löndum er samkynhneigð ekki viðurkennd félagslega. Dauðarefsing liggur við samkynhneigðu kynlífi í nokkrum múslimalöndum en það er löglegt í 22 ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta.Fida Abu Libdeh var sextán ára þegar hún kom ásamt móður sinni og fjórum systkinum til Íslands.VísirReyndist erfitt að fóta sig í nýrri tilveru Fida Abu Libdeh var sextán ára þegar hún kom ásamt móður sinni og fjórum systkinum til Íslands og tókst með stálvilja að ljúka hér námi. Hún stofnaði sprotafyrirtækið Geosilica ásamt skólafélaga sínum, en þar starfa nú fimm manns við að framleiða fæðubótarefni úr kísli. Fida lýsir því í þætti kvöldsins hversu erfitt henni reyndist að fóta sig í nýrri tilveru þar sem hún reyndi af öllum mætti að þóknast bæði félögum sínum í íslenskum unglingaveruleika og múslimsku stórfjölskyldunni. Annars vegar kröfur um djamm og drykkju og hins vegar kröfur um siðprýði og hófsamt líferni. Hún segist hafa lifað tvöföldu lífi á þessum árum og ekki orðið hamingjusöm fyrr en hún hætti að spá í þetta. Í dag er hún hamingjusamlega gift íslenskum manni.Fyrri hluti Múslimanna okkar er í opinni dagskrá á Stöð 2, kl. 19:20 í kvöld. Handrit og leikstjórn er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur en Kristinn Þeyr sá um kvikmyndatöku.
Múslimarnir okkar Tengdar fréttir Múslimarnir okkar: Frumkvöðull og fimm barna fjölskyldufaðir Fylgst er með fjórum múslimafjölskyldum á Íslandi frá morgni til kvölds. 2. mars 2015 13:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Múslimarnir okkar: Frumkvöðull og fimm barna fjölskyldufaðir Fylgst er með fjórum múslimafjölskyldum á Íslandi frá morgni til kvölds. 2. mars 2015 13:00