Hrafnhildur Lúthersdóttir setti Íslandsmet í 100 metra bringasundi þegar hún synti á 1:08,15 á Speedo móti sem fram fór í Flórída í gærkvöldi.
Hrafnhildur átti einnig gamla metið, en það sló hún í Berlín í fyrra. Þá synti hún á 1:08,19 - fjórum sekúndubrotum hægar en hún gerði í gærkvöldi í Flórída.
Hún kom fyrst í mark, en hún var rúmri sekúndu á undan Martha McCabe sem kom næst í mark. Tíminn sem Hrafnhildur synti á er sá sextándi besti í heiminum í þessum flokki sem af er árinu.
Hrafnhildur, sem syndir fyrir Gator Swim Club Florida keppir einnig í dag og á morgun á sama móti.
Hrafnhildur setti Íslandsmet í Florida
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið





„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn

Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
