Fjúkandi þakplötur í Hafnarfirði Sveinn Arnarsson skrifar 14. mars 2015 08:48 Bálhvasst er í Hafnarfirðinum og björgunarsveitarmenn eiga í miklum erfiðleikum með að fóta sig. Mynd/Eiríkur Jónsson Þakplötur eru farnar að fjúka af raðhúsalengju í Smyrlahrauni í Hafnarfirði. Björgunarsveitarmenn frá Fiskakletti í Hafnarfirði eru komnir upp á þak raðhússins og reyna nú í hvassviðrinu að fergja þakplötur svo þau haldist á sínum stað. Vindstyrkur á að ná hámarki nú fyrir hádegi og verður hvasst langt fram eftir degi. Aðstæður í Hafnarfirði eru nokkuð erfiðar, mjög hvasst er og erfitt að fóta sig. Samkvæmt björgunarsveit Hafnarfjarðar hefur verið yfirdrifið nóg að gera hjá björgunarsveitum á suðvesturlandi við að sinna alls kyns útköllum. Svæðisstjórn úthlutar verkefnum til björgunarsveita á svæðinu og eru fjöldinn allur af sjálfboðaliðum að störfum í veðurofsanum. Á myndunum sem Eiríkur Jónsson, íbúi í Hafnarfirði, tók í morgun sést að fjöldinn allur af þakplötum hefur losnað upp og vinna nú björgunarsveitarmenn að því að lágmarka tjónið á híbýlum fólks. Upp á síðkastið hefur umræða skapast um hvort Björgunarsveitir ættu að leggja líf sjálfboða sinna í hættu með því að bjarga verðmætum einstaklinga. Vindstyrkur á að ná hámarki á SV-horni landsins nú fyrir hádegi og verður vindur mikill fram eftir degi en fer svo að lægja með kvöldinu. Þó mun vindur aukast nokkuð norðanlands þegar líða tekur á daginn. Veður Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Sjá meira
Þakplötur eru farnar að fjúka af raðhúsalengju í Smyrlahrauni í Hafnarfirði. Björgunarsveitarmenn frá Fiskakletti í Hafnarfirði eru komnir upp á þak raðhússins og reyna nú í hvassviðrinu að fergja þakplötur svo þau haldist á sínum stað. Vindstyrkur á að ná hámarki nú fyrir hádegi og verður hvasst langt fram eftir degi. Aðstæður í Hafnarfirði eru nokkuð erfiðar, mjög hvasst er og erfitt að fóta sig. Samkvæmt björgunarsveit Hafnarfjarðar hefur verið yfirdrifið nóg að gera hjá björgunarsveitum á suðvesturlandi við að sinna alls kyns útköllum. Svæðisstjórn úthlutar verkefnum til björgunarsveita á svæðinu og eru fjöldinn allur af sjálfboðaliðum að störfum í veðurofsanum. Á myndunum sem Eiríkur Jónsson, íbúi í Hafnarfirði, tók í morgun sést að fjöldinn allur af þakplötum hefur losnað upp og vinna nú björgunarsveitarmenn að því að lágmarka tjónið á híbýlum fólks. Upp á síðkastið hefur umræða skapast um hvort Björgunarsveitir ættu að leggja líf sjálfboða sinna í hættu með því að bjarga verðmætum einstaklinga. Vindstyrkur á að ná hámarki á SV-horni landsins nú fyrir hádegi og verður vindur mikill fram eftir degi en fer svo að lægja með kvöldinu. Þó mun vindur aukast nokkuð norðanlands þegar líða tekur á daginn.
Veður Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Sjá meira