Hinn tvítugi Liam Stewart hefur nú verið valinn í breska landsliðshópinn fyrir HM. Hann komst í 31 manna hópinn en hópurinn verður svo skorinn niður í 23 leikmenn fyrir HM sem hefst í Hollandi í næsta mánuði.
Strákurinn spilar með Spokane Chiefs í amerísku WHL-deildinni og hann stefnir ótrauður á að komast að í NHL-deildinni.
Stewart er búinn að spila í Bandaríkjunum í mörg ár en hann byrjaði hjá U-16 ára liði LA Kings en fór svo til Spokane þar sem hann er varafyrirliði í dag.
Faðir hans er þekktur íþróttaáhugamaður og er einn harðasti stuðningsmaður Celtic í Skotlandi.
