Körfubolti

Fjórða tap Portland í röð | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Memphis er í 2. sæti Vesturdeildarinnar.
Memphis er í 2. sæti Vesturdeildarinnar. vísir/afp
Fimm leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt.

Memphis Grizzlies vann 11 stiga sigur, 97-86, á vængbrotnu liði Portland Trail Blazers sem hefur nú tapað fjórum leikjum í röð.

Jeff Green var með 23 stig hjá Memphis og leikstjórnandinn Mike Conley skilaði 21 stigi og níu stoðsendingum. Conley setti niður þrjár þriggja stiga körfur úr fimm tilraunum en leikmenn Memphis voru heitir fyrir utan í nótt og skoruðu alls 11 þriggja stiga körfur úr aðeins 18 tilraunum.

Damian Lillard skoraði 27 og gaf sjö stoðsendingar fyrir Portland.

Stephen Curry skoraði 24 stig þegar Golden State Warriors bar sigurorð af Utah Jazz á heimavelli, 106-91.

Þetta var fimmti sigur Golden State í röð en Stríðsmennirnir þurfa aðeins að vinna þrjá leiki til viðbótar á til að jafna félagsmetið yfir flesta sigra á einu tímabili (59).

Leandro Barbosa átti flotta innkomu af bekknum hjá Golden State í nótt og skoraði 19 stig. Draymond Green bætti 15 stigum, sex fráköstum og sjö stoðsendingum við, en 11 af þessum 15 stigum komu af vítalínunni.

Derrick Favors var atkvæðamestur hjá Utah með 21 stig og 11 fráköst en tapið í nótt var aðeins það fjórða hjá liðinu frá Stjörnuleiknum í síðasta mánuði.

Brook Lopez skoraði 26 stig fyrir Brooklyn Nets sem vann öruggan sigur á Indiana Pacers, 111-123, á útivelli.

Með sigrinum gerði Brooklyn sig gildandi í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni, en framundan er mikill slagur um 8. og síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni.

Bojan Bogdanovic skilaði 21 stigi af bekknum fyrir Brooklyn og Deron Williams var með 17 stig og sex stoðsendingar.

George Hill var stigahæstur í liði Indiana með 18 stig, auk þess sem hann gaf níu stoðsendingar.

Úrslitin í nótt:

Indiana 111-123 Brooklyn

Detroit 107-91 Chicago

Houston 102-107 Phoenix

Memphis 97-86 Portland

Golden State 106-91 Utah

Eric Bledsoe átti stórleik fyrir Phoenix Stephen Curry með ótrúlega körfu Reggie Jackson treður smekklega gegn Chicago
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×