Vígamenn hryðjuverkasamtakanna ISIS hafa lýst fjórum sjálfsvígsárásum sem gerðar voru í Sanaa, höfuðborg Jemen, í dag á hendur sér. Óttast er um líf tugi manna.
Mikill fjöldi fólks var við föstudagsbænir í tveimur moskum þegar árásirnar voru gerðar í morgun. Hátt í tvö hundruð eru látnir og á fjórða hundrað eru særðir, þar af um fimmtíu lífshættulega.
Í yfirlýsingu frá vígamönnunum sem lýst hafa sig ábyrga fyrir árásunum segir að árásirnar í dag séu einungis byrjunin. Einhverjir draga það þó í efa að ríki Íslams standi að baki árásunum, þeir hafi nýtt sér þær til þess að laða að sér athygli og öðlast frekari völd í landinu.
ISIS segist bera ábyrgð á árásunum í Jemen

Tengdar fréttir

Tugir látnir í sjálfsvígssprengjuárásum í Jemen
Að minnsta kosti fimmtíu og fimm eru látnir eftir að þrír sjálfsvígssprengjumenn sprengdu sjálfa sig í loft upp í tveimur moskum í Sanaa.

Uppreisnarmenn í Jemen taka völd og leysa upp þing
Forsvarsmaður uppreisnarmanna sagði í sjónvarpsávarpi að fimm manna ráð muni til bráðabirgða starfa í stað forseta landsins.