Faðir brotaþola: Þorðum ekki að kæra vegna tengsla undirheima við lögreglu Birgir Olgeirsson skrifar 9. apríl 2015 11:37 Ásgeir Davíðsson, betur þekktur sem Geiri á Goldfinger. Vísir/E.Ól Faðir brotaþola mætti fyrir dóminn í frelsissviptingarmálinu í Hlíðunum í morgun. Hann sagði frá því að sonur sinn hefði hringt í sig um hálf fjögur 19. desember árið 2010, og greint frá því að hann væri fangi ofbeldismanna. „Og ég yrði að greiða lausnargjald fyrir bankalokun ef ég ætlaði að reikna með að sjá hann aftur.” Hann sagðist hafa útvegað fjármuni og lagt þá inn á reikning eins af ákærðu og ekkert heyrt í syni sínum aftur fyrr en búið var að sleppa honum. „Það sá töluvert á honum og hann var í slæmu ástandi andlega. Við fáum áverkavottorð og síðan ræddum við á þeim punkti framhald eins og kæru. Hann kvaðst ekki ætla að kæra vegna mikilla hótana meðal annars beint gegn fjölskyldunni og við ákváðum eftir umhugsun á þeim tíma að kæra ekki,” sagði faðir brotaþola. Las fréttir af mönnunum daglega„Þá fór vont tímabil í hönd sem var þannig að ég rak fyrirtæki í sama húsi og eitt af fyrirtækjum Geira á Goldfinger var og tveir af árásarmönnum voru þar líka undir hans verndarvæng,” sagði faðir brotaþola. Brotaþoli nefndi fyrir dómi í morgun að ákærðu hefðu meðal annars nefnt tengsl sín við Ásgeir Davíðsson, betur þekktan sem Geira á Goldfinger, og Jón Hilmar Hallgrímsson, betur þekktan sem Jón stóra.Faðir brotaþola sagðist ekki hafa þekkt þessa menn persónulega en sagði fréttir hafa verið af þeim daglega í blöðum. „Á þessum tíma virtust þeir vera ofjarlar yfirvalda þannig að það var ekki mjög árennilegt að fara í málsókn.”Faðirinn rétti fram úrklippur úr dagblöðum frá þessum tíma. „Þetta eru týpískar úrklipppur þar er jafnvel verið hampa tengslum lögreglustjóra við einn aðalmanninn í þessu umhverfi og manni fannst jafnvel rökrétt að koma sér í burtu.”Faðir brotaþola sýndi úrklippur frétta þar sem honum fannst tengslum lögreglustjóra við einn aðalmanninn í umhverfinu vera hampað.Skjáskot af frétt DVVirtist ekki þjóna hagsmunum að kæraHann var spurður hvers vegna fjölskyldan hefði ráðlagt brotaþola frá því að kæra. Hann sagði fólk í kringum son sinn hafa hvatt hann til að kæra sem og lögregluna.„Þannig að það var töluverð hvatning. Ég var hræddur við þetta því það var engin vernd fyrir fólk í þessum aðstæðum. Við íhuguðum alvarlega að fara öll úr landi árið 2012. Miðað við umfjöllun var ljóst að þetta var hættulegt fólk og samkvæmt umfjöllun í blöðum leit það á tímabili út að það þjónaði ekki okkar hagsmunum að kæra,” sagði faðir brotaþola.Hann sagði brottfluttning dóttur sinnar úr landi hafa haft mikil áhrif á það að ákveðið var að kæra málið.Tapaði árum af ævi sinniÞá hafði faðir Davíðs Fjeldsted einnig hvatt föður brotaþola til að kæra málið.„Hann hringdi í mig og þá hafði hann fengið upplýsingar um þetta allt í gegnum yngri son sinn og sagði að fjölskyldan væri í mjög slæmri stöðu vegna hótana frá genginu. Hann vildi reyna að ná honum úr umferð og koma honum í mannahendur og vildi fá mig til að standa í því með sér. Ég var ekki tilbúinn til þess og leit ekki á það sem mina hagsmuni á sínum tíma. Það var haldinn fundur sem Davíð mætti ekki á. Á svipuðum tíma kom lögreglan og lagði hart að mér að gera að mér sama. Ég neitaði því að ég var með rekstur nánast í þessu hreiðri þar sem þetta gengi var. Það var ekki traust á milli lögreglunnar og fólksins sem var í þessu húsi,” sagði faðir brotaþola.„Þessi ár voru mjög slæm. Maður tapaði þarna árum af sinni ævi og geta aldrei verið öruggur og fylgjast stöðugt með fjölskyldu sinni. Þannig að þetta hafði mjög slæm áhrif.” Mál Jóns stóra Lögreglumál Tengdar fréttir Brotaþoli í frelsissviptingarmáli: Hótuðu að klippa af einn putta á sólarhring „Puttarnir mínir voru settir í klippur,“ segir brotaþoli. Hann hafi ekki hafa þorað að leggja fram kæru fyrr en systir hans, sem ákærðu höfðu hótað að nauðga, var flutt til útlanda. 9. apríl 2015 10:42 Frelsissvipting í Hlíðunum: „Ég átti í útistöðum við hálfan bæinn á þessum tíma” Ríkharð Júlíus Ríkharðsson segist hafa snúið við blaðinu. Hann bar við minnisleysi í héraðsdómi í morgun en hann játaði brot sín við skýrslutöku hjá lögreglu. 9. apríl 2015 10:06 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Faðir brotaþola mætti fyrir dóminn í frelsissviptingarmálinu í Hlíðunum í morgun. Hann sagði frá því að sonur sinn hefði hringt í sig um hálf fjögur 19. desember árið 2010, og greint frá því að hann væri fangi ofbeldismanna. „Og ég yrði að greiða lausnargjald fyrir bankalokun ef ég ætlaði að reikna með að sjá hann aftur.” Hann sagðist hafa útvegað fjármuni og lagt þá inn á reikning eins af ákærðu og ekkert heyrt í syni sínum aftur fyrr en búið var að sleppa honum. „Það sá töluvert á honum og hann var í slæmu ástandi andlega. Við fáum áverkavottorð og síðan ræddum við á þeim punkti framhald eins og kæru. Hann kvaðst ekki ætla að kæra vegna mikilla hótana meðal annars beint gegn fjölskyldunni og við ákváðum eftir umhugsun á þeim tíma að kæra ekki,” sagði faðir brotaþola. Las fréttir af mönnunum daglega„Þá fór vont tímabil í hönd sem var þannig að ég rak fyrirtæki í sama húsi og eitt af fyrirtækjum Geira á Goldfinger var og tveir af árásarmönnum voru þar líka undir hans verndarvæng,” sagði faðir brotaþola. Brotaþoli nefndi fyrir dómi í morgun að ákærðu hefðu meðal annars nefnt tengsl sín við Ásgeir Davíðsson, betur þekktan sem Geira á Goldfinger, og Jón Hilmar Hallgrímsson, betur þekktan sem Jón stóra.Faðir brotaþola sagðist ekki hafa þekkt þessa menn persónulega en sagði fréttir hafa verið af þeim daglega í blöðum. „Á þessum tíma virtust þeir vera ofjarlar yfirvalda þannig að það var ekki mjög árennilegt að fara í málsókn.”Faðirinn rétti fram úrklippur úr dagblöðum frá þessum tíma. „Þetta eru týpískar úrklipppur þar er jafnvel verið hampa tengslum lögreglustjóra við einn aðalmanninn í þessu umhverfi og manni fannst jafnvel rökrétt að koma sér í burtu.”Faðir brotaþola sýndi úrklippur frétta þar sem honum fannst tengslum lögreglustjóra við einn aðalmanninn í umhverfinu vera hampað.Skjáskot af frétt DVVirtist ekki þjóna hagsmunum að kæraHann var spurður hvers vegna fjölskyldan hefði ráðlagt brotaþola frá því að kæra. Hann sagði fólk í kringum son sinn hafa hvatt hann til að kæra sem og lögregluna.„Þannig að það var töluverð hvatning. Ég var hræddur við þetta því það var engin vernd fyrir fólk í þessum aðstæðum. Við íhuguðum alvarlega að fara öll úr landi árið 2012. Miðað við umfjöllun var ljóst að þetta var hættulegt fólk og samkvæmt umfjöllun í blöðum leit það á tímabili út að það þjónaði ekki okkar hagsmunum að kæra,” sagði faðir brotaþola.Hann sagði brottfluttning dóttur sinnar úr landi hafa haft mikil áhrif á það að ákveðið var að kæra málið.Tapaði árum af ævi sinniÞá hafði faðir Davíðs Fjeldsted einnig hvatt föður brotaþola til að kæra málið.„Hann hringdi í mig og þá hafði hann fengið upplýsingar um þetta allt í gegnum yngri son sinn og sagði að fjölskyldan væri í mjög slæmri stöðu vegna hótana frá genginu. Hann vildi reyna að ná honum úr umferð og koma honum í mannahendur og vildi fá mig til að standa í því með sér. Ég var ekki tilbúinn til þess og leit ekki á það sem mina hagsmuni á sínum tíma. Það var haldinn fundur sem Davíð mætti ekki á. Á svipuðum tíma kom lögreglan og lagði hart að mér að gera að mér sama. Ég neitaði því að ég var með rekstur nánast í þessu hreiðri þar sem þetta gengi var. Það var ekki traust á milli lögreglunnar og fólksins sem var í þessu húsi,” sagði faðir brotaþola.„Þessi ár voru mjög slæm. Maður tapaði þarna árum af sinni ævi og geta aldrei verið öruggur og fylgjast stöðugt með fjölskyldu sinni. Þannig að þetta hafði mjög slæm áhrif.”
Mál Jóns stóra Lögreglumál Tengdar fréttir Brotaþoli í frelsissviptingarmáli: Hótuðu að klippa af einn putta á sólarhring „Puttarnir mínir voru settir í klippur,“ segir brotaþoli. Hann hafi ekki hafa þorað að leggja fram kæru fyrr en systir hans, sem ákærðu höfðu hótað að nauðga, var flutt til útlanda. 9. apríl 2015 10:42 Frelsissvipting í Hlíðunum: „Ég átti í útistöðum við hálfan bæinn á þessum tíma” Ríkharð Júlíus Ríkharðsson segist hafa snúið við blaðinu. Hann bar við minnisleysi í héraðsdómi í morgun en hann játaði brot sín við skýrslutöku hjá lögreglu. 9. apríl 2015 10:06 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Brotaþoli í frelsissviptingarmáli: Hótuðu að klippa af einn putta á sólarhring „Puttarnir mínir voru settir í klippur,“ segir brotaþoli. Hann hafi ekki hafa þorað að leggja fram kæru fyrr en systir hans, sem ákærðu höfðu hótað að nauðga, var flutt til útlanda. 9. apríl 2015 10:42
Frelsissvipting í Hlíðunum: „Ég átti í útistöðum við hálfan bæinn á þessum tíma” Ríkharð Júlíus Ríkharðsson segist hafa snúið við blaðinu. Hann bar við minnisleysi í héraðsdómi í morgun en hann játaði brot sín við skýrslutöku hjá lögreglu. 9. apríl 2015 10:06