Golden State Warriors vann sinn tólfta leik í röð þegar liðið lagði Dallas að velli, 110-123. Sjö leikmenn Golden State skoruðu tíu stig eða fleiri í leiknum. Klay Thompson var þeirra stigahæstur með 21 stig.
Efsta lið Austurdeildarinnar, Atlanta Hawks, átti ekki miklum vandræðum með að leggja Brooklyn Nets að velli. Lokatölur 131-99, Atlanta í vil en liðið var með 18 stiga forystu í hálfleik, 66-48.
Demarre Carroll og Al Horford voru stigahæstir í liði Atlanta með 20 stig hvor. Atlanta hefur nú unnið 57 leiki í vetur sem er jöfnun á félagsmeti.
John Wall skoraði 18 stig og gaf 14 stoðsendingar þegar Washington Wizards vann Memphis Grizzlies á útivelli, 83-92. Þetta var þriðji sigur Washington í vil en liðið er í 5. sæti Austurdeildarinnar.
Bradley Beal var stigahæstur hjá Washington með 20 stig og þá skilaði Drew Gooden 16 stigum.
Marc Gasol var atkvæðamestur hjá Memphis með 18 stig og 11 fráköst.
Úrslitin í nótt:
Charlotte 92-91 Philadelphia
Atlanta 131-99 Brooklyn
Detroit 99-98 Miami
Toronto 116-117 Boston
Memphis 83-92 Washington
Dallas 110-123 Golden State
Milwaukee 90-97 Orlando
Denver 92-107 LA Clippers
Phoenix 87-85 Utah
Portland 99-90 New Orleans