Sim Bhullar, leikmaður Sacramento Kings í NBA-körfuboltanum, mun líklega leika sinn fyrsta leik í NBA-körfuboltanum á morgun þegar liðið mætir New Orleans Pelicans.
Það er ekki frásögu færandi nema að Bhullar verður fyrsti Indverjinn til þess að spila í NBA. Hann skrifaði undir tíu daga samning við kóngana á dögunum, en liðið mætir eins og fyrr segir New Orleans á morgun.
Spili Bhullar á laugardag verður hann sá stærsti í deildinni þetta tímabilið, en hann er tveir metrar og 26 sentímetrar. Algjör risi.
Þessi 22 ára gamli Indverji, sem þó fæddist í Kanada, gekk í raðir Sacramento í ágúst 2014, en hefur verið að spila fyrir vinalið Sacramento, Reno Bighorn.
Spilar fyrsti Indverjinn í NBA á morgun?
Anton INgi Leifsson skrifar

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn



Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti

„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti

Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn