Telja bardaga Gunnars Nelson hafa getað haft skaðleg áhrif á börn Aðalsteinn Kjartansson skrifar 1. apríl 2015 10:15 Fjölmiðlanefnd gerði athugasemdir við útsendingu 365 frá bardaga Gunnars Nelson og Rick Story. Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að bardagi Gunnars Nelson við Rick Story hafi innihaldið ofbeldi sem haft geti skaðvænleg áhrif á andlegan eða siðferðilegan þroska barna. Því hafi ekki samræmst lögum að sýna frá bardaganum fyrir klukkan 22.00 á Stöð 2 Sport án viðvörunar. Í áliti Fjölmiðlanefndarinnar sem birt er á vefsíðu þess kemur fram að sátt hafi náðst í málinu á milli nefndarinnar og 365, útgefanda Stöð 2 Sport. Samkomulagið felur í sér að 365 skuldbindur sig til að birta skýra viðvörun á undan efninu og auðkenna það með sjónrænu merki, sem gefur til kynna að efnið sé ekki við hæfi barna, allan þann tíma sem efninu er miðlað. Fjölmiðlanefnd skuldbindur sig einnig til þess að kynna inntak sáttarinnar fyrir öðrum fjölmiðlum sem senda út myndefni í línulegri dagskrá. „Fjölmiðlanefnd mun hvetja myndmiðla sem miðla efni í línulegri dagskrá til að fylgja sömu reglum við auðkenningu á bardagaíþróttum sem innihalda sýnilegt og verulegt ofbeldi sem talist getur skaðlegt velferð barna,“ segir í sáttinni. Tekist hefur verið á um bardagaíþróttina áður en bannað er að stunda hana hér á landi. Fólki er heimilt að æfa íþróttina en þurfa að fara út fyrir landsteina til að keppa. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hyggst leggja fram frumvarp sem miðar að því að leyfa íþróttina hér á landi. Óljóst er hvaða áhrif það mun hafa á sýningar frá íþróttinni. Alþingi MMA Tengdar fréttir Ráðherra mun flytja skýrslu um blandaðar bardagaíþróttir „Löngu tímabært að huga að því hvernig þessum málum verður best háttað innan landsteinanna,“ segir Guðlaugur Þór. 26. mars 2015 11:33 Vilja leyfa MMA á Íslandi Frumvarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í vinnslu. 25. mars 2015 11:33 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Sjá meira
Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að bardagi Gunnars Nelson við Rick Story hafi innihaldið ofbeldi sem haft geti skaðvænleg áhrif á andlegan eða siðferðilegan þroska barna. Því hafi ekki samræmst lögum að sýna frá bardaganum fyrir klukkan 22.00 á Stöð 2 Sport án viðvörunar. Í áliti Fjölmiðlanefndarinnar sem birt er á vefsíðu þess kemur fram að sátt hafi náðst í málinu á milli nefndarinnar og 365, útgefanda Stöð 2 Sport. Samkomulagið felur í sér að 365 skuldbindur sig til að birta skýra viðvörun á undan efninu og auðkenna það með sjónrænu merki, sem gefur til kynna að efnið sé ekki við hæfi barna, allan þann tíma sem efninu er miðlað. Fjölmiðlanefnd skuldbindur sig einnig til þess að kynna inntak sáttarinnar fyrir öðrum fjölmiðlum sem senda út myndefni í línulegri dagskrá. „Fjölmiðlanefnd mun hvetja myndmiðla sem miðla efni í línulegri dagskrá til að fylgja sömu reglum við auðkenningu á bardagaíþróttum sem innihalda sýnilegt og verulegt ofbeldi sem talist getur skaðlegt velferð barna,“ segir í sáttinni. Tekist hefur verið á um bardagaíþróttina áður en bannað er að stunda hana hér á landi. Fólki er heimilt að æfa íþróttina en þurfa að fara út fyrir landsteina til að keppa. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hyggst leggja fram frumvarp sem miðar að því að leyfa íþróttina hér á landi. Óljóst er hvaða áhrif það mun hafa á sýningar frá íþróttinni.
Alþingi MMA Tengdar fréttir Ráðherra mun flytja skýrslu um blandaðar bardagaíþróttir „Löngu tímabært að huga að því hvernig þessum málum verður best háttað innan landsteinanna,“ segir Guðlaugur Þór. 26. mars 2015 11:33 Vilja leyfa MMA á Íslandi Frumvarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í vinnslu. 25. mars 2015 11:33 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Sjá meira
Ráðherra mun flytja skýrslu um blandaðar bardagaíþróttir „Löngu tímabært að huga að því hvernig þessum málum verður best háttað innan landsteinanna,“ segir Guðlaugur Þór. 26. mars 2015 11:33
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?