Innlent

Drengurinn útskrifaður af gjörgæslu

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Ungi drengurinn sem lenti í sjálfheldu í Reykdalsstíflu er komin á Barnaspítala Hringsins.
Ungi drengurinn sem lenti í sjálfheldu í Reykdalsstíflu er komin á Barnaspítala Hringsins. Vísir

Ungi drengurinn sem fluttur var þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hafa fest í affalli í Reykdalsstíflu í Læknum í Hafnarfirði í vikunni hefur verið útskrifaður af gjörgæslu.

Hann liggur nú á Barnaspítala Hringsins og eru batahorfur góðar samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Drengurinn, sem er níu ára, var að leik við stífluna ásamt systkinum sínum þegar slysið átti sér stað. Bróðir hans var einnig fluttur á slysadeild og var hann útskrifaður af sjúkrahúsinu í vikunni.


Tengdar fréttir

Öðrum haldið sofandi í öndunarvél

Ungur drengur liggur þungt haldinn á Landspítalanum eftir alvarlegt slys í læknum í Hafnarfirði í dag. Þrír voru fluttir á slysadeild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×