Bandaríski fáninn fjarlægður af American Bar Heimir Már Pétursson skrifar 17. apríl 2015 19:15 Veitingastaðurinn American Bar við Austurvöll hefur fjarlægt bandaríska við útidyr staðarins sem snúa að Austurvelli og Austurstræti af tillitssemi við Alþingi, sem einnig er með starfsemi í húsinu. American Bar er á jarðhæð í húsi þar sem Alþingi leigir hæðirnar fyrir ofan undir nefndarsali og skrifstofur þingmanna. Barinn er með bandarískar áherslur í mat og drykk og flaggaði því bandaríska fánanum við innganga við Austurstræti og Austurvöll. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis er ánægður með að fáninn hafi verið fjarlægður en þingið hafði komið athugasemdum á framfæri vegna fánans til eigenda staðarins.Ykkur leið ekki endilega vel með það þingmönnum að labba undir bandaríska fánann á leið til nefndarfunda og annað? „Nei, það voru nokkrir þingmenn sem höfðu samband við mig og fannst þetta frekar óþægileg tilhugsun að þjóðþingið væri í þessari stöðu að þingmenn og gestir þeirra þyrftu að ganga undir erlendan þjóðfána á leið inn á starfsstöð Alþingis. Við brugðumst við og höfðum samband við eigendur hússins sem sömnuleiðis brugðust mjög vel við þessu. Það á líka við um rekstraraðilana og þessu var bara breytt. Fáninn var tekinn niður þannig að nú eru allir sáttir og ég er þakklátur fyrir hversu góðan skilning þeir höfðu á þessum umkvörtunum okkar,“ segir Einar. Eigendur staðarins vildu ekki veita viðtal en sögðust friðelskandi menn og þeir vildu ekki standa í útistöðum við Alþingi. En Bandaríski fáninn nýtur sín hins vegar innandyra á veitingastaðnum. Forseti Alþingis segir þetta ekki dæmi um tepruskap. „Alþingi er auðvitað þessi stofnun sem hún er og auðvitað erum við viðkvæmari fyrir ýmsum hlutum sem aðrir eru kannski ekki. Mér finnst það nú að það liggi í augum uppi að þjóðþingið og gestum okkar finnst kannski dálítið óþægilegt að ganga undir erlendum þjóðfánum á leið inn á starfsstöðvar Alþingis,“ segir Einar. Fréttamaður kvaddi síðan forseta Alþingis með virktum og hélt inn á American Bar í leit að bandaríska fánanum og góðum hamborgara og fann bæði. Alþingi Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Veitingastaðurinn American Bar við Austurvöll hefur fjarlægt bandaríska við útidyr staðarins sem snúa að Austurvelli og Austurstræti af tillitssemi við Alþingi, sem einnig er með starfsemi í húsinu. American Bar er á jarðhæð í húsi þar sem Alþingi leigir hæðirnar fyrir ofan undir nefndarsali og skrifstofur þingmanna. Barinn er með bandarískar áherslur í mat og drykk og flaggaði því bandaríska fánanum við innganga við Austurstræti og Austurvöll. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis er ánægður með að fáninn hafi verið fjarlægður en þingið hafði komið athugasemdum á framfæri vegna fánans til eigenda staðarins.Ykkur leið ekki endilega vel með það þingmönnum að labba undir bandaríska fánann á leið til nefndarfunda og annað? „Nei, það voru nokkrir þingmenn sem höfðu samband við mig og fannst þetta frekar óþægileg tilhugsun að þjóðþingið væri í þessari stöðu að þingmenn og gestir þeirra þyrftu að ganga undir erlendan þjóðfána á leið inn á starfsstöð Alþingis. Við brugðumst við og höfðum samband við eigendur hússins sem sömnuleiðis brugðust mjög vel við þessu. Það á líka við um rekstraraðilana og þessu var bara breytt. Fáninn var tekinn niður þannig að nú eru allir sáttir og ég er þakklátur fyrir hversu góðan skilning þeir höfðu á þessum umkvörtunum okkar,“ segir Einar. Eigendur staðarins vildu ekki veita viðtal en sögðust friðelskandi menn og þeir vildu ekki standa í útistöðum við Alþingi. En Bandaríski fáninn nýtur sín hins vegar innandyra á veitingastaðnum. Forseti Alþingis segir þetta ekki dæmi um tepruskap. „Alþingi er auðvitað þessi stofnun sem hún er og auðvitað erum við viðkvæmari fyrir ýmsum hlutum sem aðrir eru kannski ekki. Mér finnst það nú að það liggi í augum uppi að þjóðþingið og gestum okkar finnst kannski dálítið óþægilegt að ganga undir erlendum þjóðfánum á leið inn á starfsstöðvar Alþingis,“ segir Einar. Fréttamaður kvaddi síðan forseta Alþingis með virktum og hélt inn á American Bar í leit að bandaríska fánanum og góðum hamborgara og fann bæði.
Alþingi Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira