Húsmæður sögðu Reykdalsstíflu lífshættulega árið 1970 Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. apríl 2015 11:15 Hafnarfjarðarbær kannast ekki við kvartanir vegna stíflunnar en skrifað var um það í Vísi fyrir 45 árum. Vísir/Vísir/Ernir Þrátt fyrir að Hafnarfjarðarbær segist ekki hafa fengið neinar kvartanir yfir Reykdalsstíflu, sem stendur neðan við Lækjarkinn, segjast íbúar hafa kvartað yfir frágangi og umhverfi stíflunnar. Árið 1970 kvörtuðu til að mynda húsmæður í götunni og sögðu börn sín í sífelldri hættu. Þessi frétt birtist í Vísi árið 1970. Slys átti sér stað við stífluna á þriðjudag en þá voru tveir drengir hætt komnir eftir að hafa fest sig í fossi sem rennur af stíflunni. Annar drengjanna hefur verið útskrifaður af spítala en hinum er haldið sofandi. „Við erum orðnar langþreyttar á að bíða eftir framkvæmdum bæjaryfirvalda. Höfum margsinnis kvartað undan frá ganginum hér við Lækinn, en það virðist ekkert duga," sögðu nokkrar húsmæður við Lækjarkinn í Hafnarfirði blaðamanni Vísis árið 1970. „Allt frá því þetta hverfi byggðist hér, hafa börnin manns verið í lífshættu beinlínis, þegar þau fara hér út fyrir að leika sér,“ var haft eftir einni þeirra í blaðinu. Þáverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Kristinn Ó. Guðmundsson, sagði í samtali við Vísi að til stæði að fylla upp og grynna lækinn. Samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ var farið í lagfæringar við Lækinn sjálfann árið 1971. Ekki liggur þó nákvæmlega fyrir hvað var gert. Tíu árum áður átti sér stað banaslys neðan við stífluna í Læknum sjálfum. Í janúar árið 1960 lést tveggja ára stúlka eftir að hafa lent í vatninu. Það var fyrsta banaslysið sem átti sér stað, samkvæmt fréttum á þeim tíma. Í umfjöllun blaða frá því þegar slysið átti sér stað var þetta þó ekki eina slysið sem þekkt var við Lækinn. Sagt er frá því að drengur hafi verið hætt kominn á vatninu, sem lagt var þunnum ís, en vegna snarræðis hafi honum verið bjargað. Þá er sagt frá því að fleki hafi sokkið undan öðrum. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi bæjarins, segir að fundað hafi verið með forsvarsmönnum Reykdalsfélagsins, sem stóðu fyrir endurbyggingu stíflunnar árið 2006, um hvernig væri hægt að koma í veg fyrir frekari slys á svæðinu. Hún segir að ekki verði veitt meira vatn í lónið fyrr en ákvarðanir liggi fyrir um aðgerðir. Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Drengirnir tveir festust í fossinum Björgunaraðgerðir gengu erfiðlega. 14. apríl 2015 17:10 Öðrum drengnum enn haldið sofandi Lögreglan vinnur að rannsókn málsins og mun ræða við vitni í dag. 15. apríl 2015 13:49 Ekki vitað til þess að slys hafi áður átt sér stað við Reykdalsstíflu Engar skráningar um slys við Reykdalsstíflu finnast hjá Hafnarfjarðarbæ en stíflan var fyrst byggð árið 1906. 15. apríl 2015 12:00 Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Sjá meira
Þrátt fyrir að Hafnarfjarðarbær segist ekki hafa fengið neinar kvartanir yfir Reykdalsstíflu, sem stendur neðan við Lækjarkinn, segjast íbúar hafa kvartað yfir frágangi og umhverfi stíflunnar. Árið 1970 kvörtuðu til að mynda húsmæður í götunni og sögðu börn sín í sífelldri hættu. Þessi frétt birtist í Vísi árið 1970. Slys átti sér stað við stífluna á þriðjudag en þá voru tveir drengir hætt komnir eftir að hafa fest sig í fossi sem rennur af stíflunni. Annar drengjanna hefur verið útskrifaður af spítala en hinum er haldið sofandi. „Við erum orðnar langþreyttar á að bíða eftir framkvæmdum bæjaryfirvalda. Höfum margsinnis kvartað undan frá ganginum hér við Lækinn, en það virðist ekkert duga," sögðu nokkrar húsmæður við Lækjarkinn í Hafnarfirði blaðamanni Vísis árið 1970. „Allt frá því þetta hverfi byggðist hér, hafa börnin manns verið í lífshættu beinlínis, þegar þau fara hér út fyrir að leika sér,“ var haft eftir einni þeirra í blaðinu. Þáverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Kristinn Ó. Guðmundsson, sagði í samtali við Vísi að til stæði að fylla upp og grynna lækinn. Samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ var farið í lagfæringar við Lækinn sjálfann árið 1971. Ekki liggur þó nákvæmlega fyrir hvað var gert. Tíu árum áður átti sér stað banaslys neðan við stífluna í Læknum sjálfum. Í janúar árið 1960 lést tveggja ára stúlka eftir að hafa lent í vatninu. Það var fyrsta banaslysið sem átti sér stað, samkvæmt fréttum á þeim tíma. Í umfjöllun blaða frá því þegar slysið átti sér stað var þetta þó ekki eina slysið sem þekkt var við Lækinn. Sagt er frá því að drengur hafi verið hætt kominn á vatninu, sem lagt var þunnum ís, en vegna snarræðis hafi honum verið bjargað. Þá er sagt frá því að fleki hafi sokkið undan öðrum. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi bæjarins, segir að fundað hafi verið með forsvarsmönnum Reykdalsfélagsins, sem stóðu fyrir endurbyggingu stíflunnar árið 2006, um hvernig væri hægt að koma í veg fyrir frekari slys á svæðinu. Hún segir að ekki verði veitt meira vatn í lónið fyrr en ákvarðanir liggi fyrir um aðgerðir.
Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Drengirnir tveir festust í fossinum Björgunaraðgerðir gengu erfiðlega. 14. apríl 2015 17:10 Öðrum drengnum enn haldið sofandi Lögreglan vinnur að rannsókn málsins og mun ræða við vitni í dag. 15. apríl 2015 13:49 Ekki vitað til þess að slys hafi áður átt sér stað við Reykdalsstíflu Engar skráningar um slys við Reykdalsstíflu finnast hjá Hafnarfjarðarbæ en stíflan var fyrst byggð árið 1906. 15. apríl 2015 12:00 Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Sjá meira
Öðrum drengnum enn haldið sofandi Lögreglan vinnur að rannsókn málsins og mun ræða við vitni í dag. 15. apríl 2015 13:49
Ekki vitað til þess að slys hafi áður átt sér stað við Reykdalsstíflu Engar skráningar um slys við Reykdalsstíflu finnast hjá Hafnarfjarðarbæ en stíflan var fyrst byggð árið 1906. 15. apríl 2015 12:00