Innlent

Líðan drengsins óbreytt

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá vettvangi slyssins í Hafnarfirði í dag.
Frá vettvangi slyssins í Hafnarfirði í dag. vísir/ernir

Líðan drengsins sem var bjargað úr Læknum í Hafnarfirði í dag er óbreytt. Er honum haldið sofandi í öndunarvél.

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um klukkan hálf þrjú í dag um að tveir drengir væru hætt komnir við Reykjadalsstíflu í Læknum í Hafnarfirði. Drengirnir sem eru á grunnskólaaldri höfðu fest sig í litlum fossi við stíflu. Karlmaður um þrítugt reyndi að koma drengjunum til bjargar en lenti sjálfur í vanda í fossinum.

Aðstæður á slysstað voru mjög erfiðar. Mikill kraftur var í fossinum og áttu lögreglumenn erfitt með að athafna sig. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að björgunaraðgerðir hafi gengið erfiðlega. Báðir drengirnir og maðurinn sem reyndi að koma þeim til aðstoðar voru fluttir á slysadeild. Lífgunartilraunir á öðrum drengnum á vettvangi báru fljótt árangur og komst hann til meðvitundar og hlýtur hann nú aðhlynningu. Hinum er haldið sofandi í öndunarvél.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×