Heppilegra ef Hanna Birna hefði gert hreint fyrir sínum dyrum Atli Ísleifsson skrifar 26. apríl 2015 20:44 Hanna Birna Kristjánsdóttir tekur aftur sæti á Alþingi á morgun. Vísir/Daníel/Valli Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að það hefði verið heppilegra ef Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, hefði komið fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins til að ræða framgöngu sína í lekamálinu svokallaða áður en hún tæki aftur sæti á þingi. Helgi sagði þetta í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í dag. „Hún verður að vega það og meta hvernig hún telur sína stöðu vera gagnvart þeim sem hana kusu. Það er auðvitað bara það sem hún þarf að gera upp við þá sem hún situr í umboði fyrir.“ Hanna Birna mun aftur taka sæti á Alþingi á morgun, en hún sagði af sér sem ráðherra 21. nóvember síðastliðinn. Helgi segir það vera hluti af þessu máli sem hafi aldrei verið kláraður. „Það er kannski óþægilegt að hún skuli ekki hafa lokið því áður en hún tekur þessa ákvörðun. Hún bara afþakkaði boð um að koma og ræða málin á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Það er sem ólokið í þessu er framkoma hennar eða samskipti við Alþingi sem ráðherra.“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist lítast vel á það að Hanna Birna snúi aftur á þing. „Hún er kjörinn þingmaður og á að mæta í vinnuna.“ Brynjar segist halda að það að almennt ríki friður um endurkomu Hönnu Birnu innan Sjálfstæðisflokksins. „Ég hef reyndar ekki kannað það. Auðvitað getur verið að fólk hafi mismunandi skoðanir á því hvað sé best að gera og hvað sé skynsamlegast fyrir hana að gera og svo framvegis. Það er bara eins og gengur og gerist.“ Umboðsmaður Alþingis kynnti niðurstöðu á frumkvæðisathugun sinni á samskiptum Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, í janúar síðastliðinn. Var það mat umboðsmanns að samskipti Hönnu Birnu við Stefán, á meðan lögreglan rannsakaði ráðuneytið, hefðu verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. Alþingi Tengdar fréttir Ráðuneytið lét LEX skoða grundvöll málshöfðunar á hendur blaðamönnum Annar aðstoðarmaður ráðherra tók ákvörðun í kjölfarið um að höfða meiðyrðamál á hendur tveimur blaðamönnum DV. 20. apríl 2015 19:12 Hanna Birna tekur sæti á þingi eftir viku Fjórtán dagar eftir af þinginu þegar hún mætir til leiks. 20. apríl 2015 14:35 Hanna Birna fær jafnréttisviðurkenningu fyrir að vera brautryðjandi í stjórnmálum Fimmtán konur hlutu í dag jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs en þetta kemur fram í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu. 22. apríl 2015 20:25 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Sjá meira
Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að það hefði verið heppilegra ef Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, hefði komið fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins til að ræða framgöngu sína í lekamálinu svokallaða áður en hún tæki aftur sæti á þingi. Helgi sagði þetta í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í dag. „Hún verður að vega það og meta hvernig hún telur sína stöðu vera gagnvart þeim sem hana kusu. Það er auðvitað bara það sem hún þarf að gera upp við þá sem hún situr í umboði fyrir.“ Hanna Birna mun aftur taka sæti á Alþingi á morgun, en hún sagði af sér sem ráðherra 21. nóvember síðastliðinn. Helgi segir það vera hluti af þessu máli sem hafi aldrei verið kláraður. „Það er kannski óþægilegt að hún skuli ekki hafa lokið því áður en hún tekur þessa ákvörðun. Hún bara afþakkaði boð um að koma og ræða málin á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Það er sem ólokið í þessu er framkoma hennar eða samskipti við Alþingi sem ráðherra.“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist lítast vel á það að Hanna Birna snúi aftur á þing. „Hún er kjörinn þingmaður og á að mæta í vinnuna.“ Brynjar segist halda að það að almennt ríki friður um endurkomu Hönnu Birnu innan Sjálfstæðisflokksins. „Ég hef reyndar ekki kannað það. Auðvitað getur verið að fólk hafi mismunandi skoðanir á því hvað sé best að gera og hvað sé skynsamlegast fyrir hana að gera og svo framvegis. Það er bara eins og gengur og gerist.“ Umboðsmaður Alþingis kynnti niðurstöðu á frumkvæðisathugun sinni á samskiptum Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, í janúar síðastliðinn. Var það mat umboðsmanns að samskipti Hönnu Birnu við Stefán, á meðan lögreglan rannsakaði ráðuneytið, hefðu verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar.
Alþingi Tengdar fréttir Ráðuneytið lét LEX skoða grundvöll málshöfðunar á hendur blaðamönnum Annar aðstoðarmaður ráðherra tók ákvörðun í kjölfarið um að höfða meiðyrðamál á hendur tveimur blaðamönnum DV. 20. apríl 2015 19:12 Hanna Birna tekur sæti á þingi eftir viku Fjórtán dagar eftir af þinginu þegar hún mætir til leiks. 20. apríl 2015 14:35 Hanna Birna fær jafnréttisviðurkenningu fyrir að vera brautryðjandi í stjórnmálum Fimmtán konur hlutu í dag jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs en þetta kemur fram í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu. 22. apríl 2015 20:25 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Sjá meira
Ráðuneytið lét LEX skoða grundvöll málshöfðunar á hendur blaðamönnum Annar aðstoðarmaður ráðherra tók ákvörðun í kjölfarið um að höfða meiðyrðamál á hendur tveimur blaðamönnum DV. 20. apríl 2015 19:12
Hanna Birna tekur sæti á þingi eftir viku Fjórtán dagar eftir af þinginu þegar hún mætir til leiks. 20. apríl 2015 14:35
Hanna Birna fær jafnréttisviðurkenningu fyrir að vera brautryðjandi í stjórnmálum Fimmtán konur hlutu í dag jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs en þetta kemur fram í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu. 22. apríl 2015 20:25