Pírati fékk ekki tækifæri til að svara Anna Guðjónsdóttir skrifar 22. apríl 2015 17:20 Jón Þór, þingmaður Pírata, segir aðfarir þingvarðar réttlætanlegar. Vísir/Vilhelm Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segist ekki hafa fengið tækifæri til að svara beiðni Ásmundar Friðrikssonar þar sem hann fór fram á að Píratar myndu biðjast afsökunar. Ásmundur, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í þættinum Reykjavík síðdegis í gær að Píratar hafi gefið í skyn að þingvörður hafi farið offari gegn manni sem framdi skemmdarverk fyrir utan Alþingishúsið. Mótmælendur komu saman í síðustu viku við Alþingishúsið til að mótmæla því að 888 dagar væri frá því að Alþingi samþykkti að rannsaka einkavæðingu bankanna. Þeir krítuðu á stétt fyrir utan Alþingishúsið, en þingvörður sprautar vatni á gangstéttina og að því virðist, mótmælendur einnig. Þingvörðurinn sést síðan snúa einn mótmælendanna niður. „Á myndböndunum var í fyrstu ekki ljóst hvað gerðist, en eitthvað ofbeldi átti sér stað. Það var ekki ljóst hvort það væri réttlætanlegt og ég tel að það sé góð regla að ef ofbeldi á sér stað þá skuli það rannsakað hvort það hafi verið réttlætanlegt,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. Jón Þór ræddi við þingverðina og sendi forseta Alþingis bréf um málið. Ásmundur Friðriksson fór fram á að Píratar myndu biðjast afsökunar.Vísir/VilhelmÞurfti sjálfur að biðjast afsökunar Eftir atburði síðustu viku þar sem mótmælandi var snúinn niður af þingverði fóru Píratar fram á að málið yrði rannsakað. Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, segir að þingvörður hafi brugðist rétt við og tekur Jón Þór undir. „Maðurinn sést grípa í vörðinn eða slönguna. Þingvörðurinn hörfar þá nokkra vegalengd þar til hann snýr manninn af sér. Það er augljóst að þetta var réttlætanlegt hjá verðinu,“ segir Jón Þór. „Á myndbandinu sést að þingvörður sprautar vatni á mótmælendur sem er ekki fagleg aðferð þegar þú nálgast kringumstæður þar sem markmiðið er að tryggja öryggi. Mótmælendurnir voru ekki að ógna öryggi,“ segir Jón Þór. „Ég ræddi þetta við þingverðina benti þeim á að skoða þessa ferla og þeir tóku bara vel í það.“ „Ásmundur kannaði ekki þetta mál né talaði við öryggisvörðinn. Hann fór beint með þetta í störf þingsins og fer með rangt mál. Hann segir við höfum meðal annars ásakað þingvörðinn. Ég kynnti mér aðeins lagalegu stöðuna,“ segir Jón Þór. Hann telur mögulegt að það liggi þungt á Ásmundi að hafa sjálfur þurft að biðjast afsökunar eftir ummæli sín um hvort væri búið að rannsaka bakgrunn múslima hér á landi. Alþingi Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segist ekki hafa fengið tækifæri til að svara beiðni Ásmundar Friðrikssonar þar sem hann fór fram á að Píratar myndu biðjast afsökunar. Ásmundur, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í þættinum Reykjavík síðdegis í gær að Píratar hafi gefið í skyn að þingvörður hafi farið offari gegn manni sem framdi skemmdarverk fyrir utan Alþingishúsið. Mótmælendur komu saman í síðustu viku við Alþingishúsið til að mótmæla því að 888 dagar væri frá því að Alþingi samþykkti að rannsaka einkavæðingu bankanna. Þeir krítuðu á stétt fyrir utan Alþingishúsið, en þingvörður sprautar vatni á gangstéttina og að því virðist, mótmælendur einnig. Þingvörðurinn sést síðan snúa einn mótmælendanna niður. „Á myndböndunum var í fyrstu ekki ljóst hvað gerðist, en eitthvað ofbeldi átti sér stað. Það var ekki ljóst hvort það væri réttlætanlegt og ég tel að það sé góð regla að ef ofbeldi á sér stað þá skuli það rannsakað hvort það hafi verið réttlætanlegt,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. Jón Þór ræddi við þingverðina og sendi forseta Alþingis bréf um málið. Ásmundur Friðriksson fór fram á að Píratar myndu biðjast afsökunar.Vísir/VilhelmÞurfti sjálfur að biðjast afsökunar Eftir atburði síðustu viku þar sem mótmælandi var snúinn niður af þingverði fóru Píratar fram á að málið yrði rannsakað. Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, segir að þingvörður hafi brugðist rétt við og tekur Jón Þór undir. „Maðurinn sést grípa í vörðinn eða slönguna. Þingvörðurinn hörfar þá nokkra vegalengd þar til hann snýr manninn af sér. Það er augljóst að þetta var réttlætanlegt hjá verðinu,“ segir Jón Þór. „Á myndbandinu sést að þingvörður sprautar vatni á mótmælendur sem er ekki fagleg aðferð þegar þú nálgast kringumstæður þar sem markmiðið er að tryggja öryggi. Mótmælendurnir voru ekki að ógna öryggi,“ segir Jón Þór. „Ég ræddi þetta við þingverðina benti þeim á að skoða þessa ferla og þeir tóku bara vel í það.“ „Ásmundur kannaði ekki þetta mál né talaði við öryggisvörðinn. Hann fór beint með þetta í störf þingsins og fer með rangt mál. Hann segir við höfum meðal annars ásakað þingvörðinn. Ég kynnti mér aðeins lagalegu stöðuna,“ segir Jón Þór. Hann telur mögulegt að það liggi þungt á Ásmundi að hafa sjálfur þurft að biðjast afsökunar eftir ummæli sín um hvort væri búið að rannsaka bakgrunn múslima hér á landi.
Alþingi Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira