Hilmir Gauti farinn að leika sér á Barnaspítalanum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. apríl 2015 18:30 Hilmir Gauti lék við hvern sinn fingur í dag en hann verður líklega útskrifaður af sjúkrahúsinu á næstu dögum. Þetta er alveg magnað segir móðir drengs, sem hefur náð nær fullum bata, eftir að hafa verið fluttur þungt haldinn á Landspítalann í síðustu viku eftir slys í Læknum í Hafnarfirði. Í dag er aðeins vika síðan að Hilmir Gauti, sem er níu ára, var fluttur þungt haldinn á Landspítalann eftir að hafa fest í affalli Reykdalsstíflu í Læknum í Hafnarfirði. Þegar við hittum hann og fjölskyldu hans á Barnaspítala Hringsins í dag lék Hilmir Gauti, við hvern sinn fingur en hann verður líklega útskrifaður af sjúkrahúsinu á næstu dögum. „Fyrstu fréttir voru náttúrulega skelfilegar þannig að þetta er algjörlega búið að snúast við síðan þá,“ segir Bjarni Einarsson faðir Hilmis Gauta. Foreldrarnir eru að vonum í skýjunum með það hversu hratt Hilmir Gauti hefur náð fyrri heilsu. Móðir hans segir það kraftaverki líkast hversu vel fór. „Alveg magnað,“ segir Hafdís Jónsdóttir. Sérhæfð kælimeðferð var notuð þegar komið var með Hilmi Gauta á spítalann til að koma í veg fyrir heilaskaða. Þannig var líkami Hilmis Gauta kældur í tvo sólarhringa í 32-34 gráður. Foreldrar Hilmis höfðu aldrei heyrt af þessari meðferð áður. „Ég hef ekki vitað af, vitað af, þessum kælimeðferðum og ekki kannski þorað að ímynda mér það,“ segir Bjarni. Þau segjast þakklát öllum sem komu að björgun drengjanna. „Allt starfsfólk og sjúkrahúsið og lögreglan og allir sem að hafa komið að þessari björgun og þessari umönnun drengjanna okkar er alveg ótrúleg og barnanna allra og við erum ævinlega þakklát fyrir það,“ segir Bjarni. Þegar Hilmir Gauti festist í affallinu var mikill vatnsstraumur í stíflunni. Einar Árni bróðir hans reyndi að koma honum til bjargar en festist líka. „Mjög skrýtnar aðstæður að það skuli geta myndast þetta sog og þessi hringrás þarna. Það er eitthvað sem við gerðum okkur ekki grein fyrir. Ég hefði allavega aldrei hleypt börnunum mínum að leika þarna ef að ég hefði haft hugmynd það að þessi hætta hefði verið þarna. Maður einhvern veginn finnst þetta vera svo langt frá sér bæði svona slys og að gera sér grein fyrir því að þessar aðstæður skuli vera svona nánast inni í miðjum bæ og nálægt því afdrepi sem að við höfum haft í Hafnarfirði. Þannig að mín tilmæli eru bara að fólk verði á varðbergi og skoði umhverfi sitt og hættur sem að geta leynst sem einhvern veginn fólk hefur bara horft framhjá hingað. Áttað sig ekki á,“ segir Bjarni. Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Foreldrar drengjanna: Áttuðu sig ekki á hættunni "Maður hefði ekki búist við þessari hættu þarna, “ segir Hafdís Jónsdóttir móðir Hilmis Gauta níu ára drengs sem var fluttur þungt haldinn á Landspítalann eftir slys við Reykdalsstíflu í Læknum í Hafnarfirði. 21. apríl 2015 15:11 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Þetta er alveg magnað segir móðir drengs, sem hefur náð nær fullum bata, eftir að hafa verið fluttur þungt haldinn á Landspítalann í síðustu viku eftir slys í Læknum í Hafnarfirði. Í dag er aðeins vika síðan að Hilmir Gauti, sem er níu ára, var fluttur þungt haldinn á Landspítalann eftir að hafa fest í affalli Reykdalsstíflu í Læknum í Hafnarfirði. Þegar við hittum hann og fjölskyldu hans á Barnaspítala Hringsins í dag lék Hilmir Gauti, við hvern sinn fingur en hann verður líklega útskrifaður af sjúkrahúsinu á næstu dögum. „Fyrstu fréttir voru náttúrulega skelfilegar þannig að þetta er algjörlega búið að snúast við síðan þá,“ segir Bjarni Einarsson faðir Hilmis Gauta. Foreldrarnir eru að vonum í skýjunum með það hversu hratt Hilmir Gauti hefur náð fyrri heilsu. Móðir hans segir það kraftaverki líkast hversu vel fór. „Alveg magnað,“ segir Hafdís Jónsdóttir. Sérhæfð kælimeðferð var notuð þegar komið var með Hilmi Gauta á spítalann til að koma í veg fyrir heilaskaða. Þannig var líkami Hilmis Gauta kældur í tvo sólarhringa í 32-34 gráður. Foreldrar Hilmis höfðu aldrei heyrt af þessari meðferð áður. „Ég hef ekki vitað af, vitað af, þessum kælimeðferðum og ekki kannski þorað að ímynda mér það,“ segir Bjarni. Þau segjast þakklát öllum sem komu að björgun drengjanna. „Allt starfsfólk og sjúkrahúsið og lögreglan og allir sem að hafa komið að þessari björgun og þessari umönnun drengjanna okkar er alveg ótrúleg og barnanna allra og við erum ævinlega þakklát fyrir það,“ segir Bjarni. Þegar Hilmir Gauti festist í affallinu var mikill vatnsstraumur í stíflunni. Einar Árni bróðir hans reyndi að koma honum til bjargar en festist líka. „Mjög skrýtnar aðstæður að það skuli geta myndast þetta sog og þessi hringrás þarna. Það er eitthvað sem við gerðum okkur ekki grein fyrir. Ég hefði allavega aldrei hleypt börnunum mínum að leika þarna ef að ég hefði haft hugmynd það að þessi hætta hefði verið þarna. Maður einhvern veginn finnst þetta vera svo langt frá sér bæði svona slys og að gera sér grein fyrir því að þessar aðstæður skuli vera svona nánast inni í miðjum bæ og nálægt því afdrepi sem að við höfum haft í Hafnarfirði. Þannig að mín tilmæli eru bara að fólk verði á varðbergi og skoði umhverfi sitt og hættur sem að geta leynst sem einhvern veginn fólk hefur bara horft framhjá hingað. Áttað sig ekki á,“ segir Bjarni.
Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Foreldrar drengjanna: Áttuðu sig ekki á hættunni "Maður hefði ekki búist við þessari hættu þarna, “ segir Hafdís Jónsdóttir móðir Hilmis Gauta níu ára drengs sem var fluttur þungt haldinn á Landspítalann eftir slys við Reykdalsstíflu í Læknum í Hafnarfirði. 21. apríl 2015 15:11 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Foreldrar drengjanna: Áttuðu sig ekki á hættunni "Maður hefði ekki búist við þessari hættu þarna, “ segir Hafdís Jónsdóttir móðir Hilmis Gauta níu ára drengs sem var fluttur þungt haldinn á Landspítalann eftir slys við Reykdalsstíflu í Læknum í Hafnarfirði. 21. apríl 2015 15:11