Pavel var frábær í deildakeppninni þar til hann meiddist, en hann kom aftur inn í úrslitakeppninni og leiddi sitt lið til sigurs gegn Tindastóli í lokaúrslitunum.
Hann spilaði í heildina 24 leiki á tímabilinu og skoraði 11,4 stig að meðaltali í leik, tók 9,4 fráköst og gaf 8 stoðsendingar.
Annað árið í röð leiddi Hildur Sigurðardóttir Snæfelsstúlkur til Íslandsmeistaratitils, en hún var frábær á tímabilinu.
Hildur skoraði 13,5 stig að meðaltali í leikjunum 35 sem hún spilaði á tímabilinu, tók 9,3 fráköst og gaf 5,9 stoðsendingar.

Hildur lagði skóna á hilluna eftir tímabilið en kveður sem fimmfaldur Íslandsmeistari og besti leikmaður ársins.
Israel Martin, þjálfari Tindastóls, var kjörinn besti þjálfarinn, en hann kom nýliðum Tindastóls í lokaúrslitin þar sem Stólarnir töpuðu gegn KR, 3-1.
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var kjörinn bestur í kvennadeildinni, en hann gerði Snæfellsliðið að deildar- og Íslandsmeisturum.
Michael Craion var kjörinn besti erlendi leikmaðurinn í Dominos-deild karla og Kristen McCarthy best í Dominos-deild kvenna.
Hér að neðan má sjá öll verðlaunin og úrvalsliðin sem einnig voru tilkynnt á lokahófinu í dag.

Besti leikmaður: Pavel Ermolinskij, KR
Besti erlendi leikmaðurinn: Michael Craion, KR
Þjálfari ársins: Israel Martin, Tindastóll
Varnarmaður ársins: Darri Hilmarsson, KR
Besti ungi leikmaðurinn: Pétur Rúnar Birgisson, Tindastóll
Prúðasti leikmaðurinn: Darri Hilmarsson KR
Lið ársins:
Grétar Ingi Erlendsson, Þór Þorlákshöfn
Darrel Lewis, Tindastóll
Helgi Már Magnússon, KR
Logi Gunnarsson, Njarðvík
Pavel Ermolinskij, KR

Besti leikmaður: Hildur Sigurðardóttir, Snæfell
Besti erlendi leikmaðurinn: Kristen McCarthy, Snæfell
Þjálfari ársins: Ingi Þór Steinþórsson, Snæfell
Varnarmaður ársins: Gunnhildur Gunnarsdóttir, Snæfell
Besti ungi leikmaðurinn: Sara Rún Hinriksdóttir, Keflavík
Prúðasti leikmaðurinn: Hildur Sigurðardóttir, Snæfell
Lið ársins:
Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík
Sara Rún Hinriksdóttir, Keflavík
Petrúnella Skúladóttir, Grindavík
Gunnhildur Gunnarsdóttir, Snæfell
Hildur Sigurðardóttir, Snæfell
Besti dómarinn í Dominos-deildunum: Sigmundur Már Herbertsson
1. deild karla:
Besti leikmaður: Ari Gylfason, FSu
Besti ungi leikmaðurinn: Erlendur Ágúst Stefánsson, FSu
Þjálfari ársins: Viðar Hafsteinsson, Höttur
Lið ársins:
Hreinn Gunnar Birgisson, Höttur
Fannar Freyr Helgason, ÍA
Örn Sigurðarson, Hamar
Hlynur Hreinsson, FSu
Ari Gylfason, Fsu
1. deild kvenna:
Besti leikmaður: Bryndís Hanna Hreinsdóttir, Stjarnan
Besti ungi leikmaðurinn: Eva Margrét Kristjánsdóttir, KFÍ
Þjálfari ársins: Sævaldur Bjarnason, Stjarnan
Lið ársins:
Bríet Lilja Sigurðardóttir, Tindastóll
Eva Margrét Kristjánsdóttir, KFÍ
Eva María Emilsdóttir, Stjarnan
Erna Hákonardóttir, Njarðvík
Bryndís Hanna Hreinsdóttir, Stjarnan