Pítsa og pylsur eru alltaf vinsælar en hafnaboltaliðið Fresno Grizzlies fer nýjar og ótroðnar slóðir í þessum efnum.
Á leik liðsins á fimmtudag verður nefnilega hægt að fá pítsusneið þar sem búið er að troða pylsu í endann. Svokallaða Frankenslice eins og þeir kalla það.
Þetta hefur reyndar verið prófað áður en ekkert félag hefur farið alla leið og boðið upp á þennan rétt á matseðli sínum alla leiktíðina.
We introduce the #Frankenslice. Available only during our May 21st home game. Tickets || http://t.co/jiy7F5xVMq pic.twitter.com/rRXYmLkS9o
— Fresno Grizzlies (@FresnoGrizzlies) May 14, 2015