NBA: Cleveland sló út Chicago en Houston tryggði sér úrslitaleik | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2015 07:40 Iman Shumpert og LeBron James fagna í nótt. Vísir/Getty Cleveland Cavaliers varð í nóttafyrsta liða sem kemst áfram upp úr 2. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar en liðið komst þá í úrslit Austurdeildarinnar í NBA-körfuboltanum. Það þarf hinsvegar hreinan úrslitaleik hjá Houston Rockets og Los Angeles Clippers eftir annan sigur Houston-liðsins í röð.LeBron James og Kyrie Irving voru ekki í stórstjörnugírnum hjá Cleveland Cavaliers í nótt en það kom þó ekki í veg fyrir 94-73 stórsigur og þar með 4-2 sigur í einvíginu. LeBron James skoraði "bara" 15 stig og Kyrie Irving fór meiddur af velli í fyrri hálfleiknum. James var reyndar með 11 stoðsendingar og 9 fráköst en hann hitti aðeins úr 7 af 23 skoti. Irving lék vara í 12 mínútur og skoraði á þeim sex stig en staðan var 35-35 þegar hann meiddist á hné. Matthew Dellavedova var stigahæstur hjá Cleveland með 19 stig og Tristan Thompson var með 13 stig og 17 fráköst. Cleveland komst þarna í úrslit Austurdeildarinnar í fyrsta sinn síðan 2009 en James var að komast þangað fimmta árið í röð. Jimmy Butler skoraði 20 stig fyrir Chicago og Derrick Rose skoraði 14 stig. Pau Gasol lék aftur með liðinu eftir meiðsli en skoraði öll átta stig sín í fyrsta leikhlutanum. Chicago Bulls kvaddi því þjálfara sinn Tom Thibodeau með því að tapa þremur síðustu leikjum sínum á móti Cleveland Cavaliers.James Harden skoraði 23 stig og Dwight Howard var með 20 stig og 21 frákast þegar Houston Rockets reis upp frá dauðum og tryggði sér oddaleik með 119-107 útisigri á Los Angeles Clippers. Los Angeles Clippers var með 19 stiga forystu í seinni hálfleiknum en Houston-liðið gafst ekki upp og hefur nú breytt stöðunni úr 3-1 í 3-3. Úrslitaleikurinn verður á heimavelli Houston Rockets á sunnudaginn. Corey Brewer skoraði 15 af 19 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og Josh Smith var með 14 af 19 stigum sínum í umræddum lokaleikhluta sem Houston vann 40-15. Clippers var með 87-68 forystu en Houston vann lokakafla leiksins 51-20 þar á meðal náði liðið 23-2 spretti sem kom því í 111-102 þegar 1:44 mínútur voru eftir. Chris Paul var með 31 stig og 11 stoðsendingar fyrir Clippers og J.J. Redick skoraði 15 stig. Þetta verður annar oddaleikur liðsins í úrslitakeppninni því liðið vann fráfarandi meistara í San Antonio Spurs í sjöunda leik í fyrstu umferðinni. NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Cleveland Cavaliers varð í nóttafyrsta liða sem kemst áfram upp úr 2. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar en liðið komst þá í úrslit Austurdeildarinnar í NBA-körfuboltanum. Það þarf hinsvegar hreinan úrslitaleik hjá Houston Rockets og Los Angeles Clippers eftir annan sigur Houston-liðsins í röð.LeBron James og Kyrie Irving voru ekki í stórstjörnugírnum hjá Cleveland Cavaliers í nótt en það kom þó ekki í veg fyrir 94-73 stórsigur og þar með 4-2 sigur í einvíginu. LeBron James skoraði "bara" 15 stig og Kyrie Irving fór meiddur af velli í fyrri hálfleiknum. James var reyndar með 11 stoðsendingar og 9 fráköst en hann hitti aðeins úr 7 af 23 skoti. Irving lék vara í 12 mínútur og skoraði á þeim sex stig en staðan var 35-35 þegar hann meiddist á hné. Matthew Dellavedova var stigahæstur hjá Cleveland með 19 stig og Tristan Thompson var með 13 stig og 17 fráköst. Cleveland komst þarna í úrslit Austurdeildarinnar í fyrsta sinn síðan 2009 en James var að komast þangað fimmta árið í röð. Jimmy Butler skoraði 20 stig fyrir Chicago og Derrick Rose skoraði 14 stig. Pau Gasol lék aftur með liðinu eftir meiðsli en skoraði öll átta stig sín í fyrsta leikhlutanum. Chicago Bulls kvaddi því þjálfara sinn Tom Thibodeau með því að tapa þremur síðustu leikjum sínum á móti Cleveland Cavaliers.James Harden skoraði 23 stig og Dwight Howard var með 20 stig og 21 frákast þegar Houston Rockets reis upp frá dauðum og tryggði sér oddaleik með 119-107 útisigri á Los Angeles Clippers. Los Angeles Clippers var með 19 stiga forystu í seinni hálfleiknum en Houston-liðið gafst ekki upp og hefur nú breytt stöðunni úr 3-1 í 3-3. Úrslitaleikurinn verður á heimavelli Houston Rockets á sunnudaginn. Corey Brewer skoraði 15 af 19 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og Josh Smith var með 14 af 19 stigum sínum í umræddum lokaleikhluta sem Houston vann 40-15. Clippers var með 87-68 forystu en Houston vann lokakafla leiksins 51-20 þar á meðal náði liðið 23-2 spretti sem kom því í 111-102 þegar 1:44 mínútur voru eftir. Chris Paul var með 31 stig og 11 stoðsendingar fyrir Clippers og J.J. Redick skoraði 15 stig. Þetta verður annar oddaleikur liðsins í úrslitakeppninni því liðið vann fráfarandi meistara í San Antonio Spurs í sjöunda leik í fyrstu umferðinni.
NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira