Engin sátt um rammaáætlun ef breytingartillaga verður samþykkt Höskuldur Kári Schram skrifar 14. maí 2015 18:45 Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að engin sátt muni ríkja um rammaáætlun nái breytingartillaga meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis fram að ganga. Hann segir umhverfisráðherra hafa brugðist í málinu. Framkvæmdastjóri Samorku segir nauðsynlegt að fjölga virkjunarkostum enn frekar til að mæta eftirspurn eftir raforku. Tillaga meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um að færa fjóra virkjunarkosti til viðbótar úr biðflokki í nýtingarflokk hefur verið harðlega gagnrýnd. Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að með tillögunni sé verið að grafa undan lögum um rammaáætlun. „Vegna þess að lögin virka ekki. Umhverfisráðherra hefur sagt við mig og fleiri að það eigi að fara eftir þessum lögum en það er ekki að gerast. Sigrún Magnúsdóttir ber ábyrgð á þessum málaflokki og henni tekst ekki að verja hann,“ segir Árni. Hann segir að stjórnsýslan hafi einnig brugðist í málinu. „Norðmenn hafa gert rammaáætlun og þeir fara að henni. Þeir fara eftir þeim leikreglum sem þeir settu sér. Hér er verið að vaða yfir þær leikreglur sem voru settar,“ segir Árni. Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, telja hins vegar rétt að færa fleiri orkukosti í nýtingarflokk eða átta talsins. „Það hefur komið fram hjá talsmönnum orkufyrirtækja, þeirra sem eru að selja og framleiða raforku, að þeir eru ekki að ná að mæta þeirri eftirspurn sem er til staðar í dag frá fjölbreyttum iðnaði með þeim orkukostum sem eru í nýtingarflokki rammaáætlunar,“ segir Gústaf Adolf Skúlason, framkvæmdastjóri Samorku. Gústaf segir að tillaga Samorku um fjölgun virkjanakosta sé innan laga rammáætlunar. Pólitík hafi ráðið för við síðustu endurskoðun þegar virkjanakostum var fækkað. „Þetta var tvöfalt pólitískt ferli. Það voru fyrst tólf og seinna sex kostir sem voru færðir í átt frá nýtingu til verndar. Við höfum alltaf gagnrýnt það á þeim grundvelli að forsenda sáttar myndi vera að styðjast við faglega niðurstöðu verkefnastjórnar rammaáætlunar. Við höfum hins vegar aldrei haldið því fram að Alþingi hafi ekki heimild þess að gera þessar breytingar. Alþingi ræður niðurstöðunni. Forsenda sáttar myndi hins vegar vera að fara eftir faglegri niðurstöðu verkefnastjórnar og það var ekki gert í síðustu umferð. Núna er verið að reyna, að hluta til, að vinda ofan af þessum breytingum,“ segir Gústaf. Alþingi Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að engin sátt muni ríkja um rammaáætlun nái breytingartillaga meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis fram að ganga. Hann segir umhverfisráðherra hafa brugðist í málinu. Framkvæmdastjóri Samorku segir nauðsynlegt að fjölga virkjunarkostum enn frekar til að mæta eftirspurn eftir raforku. Tillaga meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um að færa fjóra virkjunarkosti til viðbótar úr biðflokki í nýtingarflokk hefur verið harðlega gagnrýnd. Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að með tillögunni sé verið að grafa undan lögum um rammaáætlun. „Vegna þess að lögin virka ekki. Umhverfisráðherra hefur sagt við mig og fleiri að það eigi að fara eftir þessum lögum en það er ekki að gerast. Sigrún Magnúsdóttir ber ábyrgð á þessum málaflokki og henni tekst ekki að verja hann,“ segir Árni. Hann segir að stjórnsýslan hafi einnig brugðist í málinu. „Norðmenn hafa gert rammaáætlun og þeir fara að henni. Þeir fara eftir þeim leikreglum sem þeir settu sér. Hér er verið að vaða yfir þær leikreglur sem voru settar,“ segir Árni. Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, telja hins vegar rétt að færa fleiri orkukosti í nýtingarflokk eða átta talsins. „Það hefur komið fram hjá talsmönnum orkufyrirtækja, þeirra sem eru að selja og framleiða raforku, að þeir eru ekki að ná að mæta þeirri eftirspurn sem er til staðar í dag frá fjölbreyttum iðnaði með þeim orkukostum sem eru í nýtingarflokki rammaáætlunar,“ segir Gústaf Adolf Skúlason, framkvæmdastjóri Samorku. Gústaf segir að tillaga Samorku um fjölgun virkjanakosta sé innan laga rammáætlunar. Pólitík hafi ráðið för við síðustu endurskoðun þegar virkjanakostum var fækkað. „Þetta var tvöfalt pólitískt ferli. Það voru fyrst tólf og seinna sex kostir sem voru færðir í átt frá nýtingu til verndar. Við höfum alltaf gagnrýnt það á þeim grundvelli að forsenda sáttar myndi vera að styðjast við faglega niðurstöðu verkefnastjórnar rammaáætlunar. Við höfum hins vegar aldrei haldið því fram að Alþingi hafi ekki heimild þess að gera þessar breytingar. Alþingi ræður niðurstöðunni. Forsenda sáttar myndi hins vegar vera að fara eftir faglegri niðurstöðu verkefnastjórnar og það var ekki gert í síðustu umferð. Núna er verið að reyna, að hluta til, að vinda ofan af þessum breytingum,“ segir Gústaf.
Alþingi Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira