Gruna að öfl á Alþingi vilji koma rammaáætlun fyrir kattarnef Heimir Már Pétursson skrifar 13. maí 2015 12:00 mynd/landvernd Framkvæmdastjóri Landverndar segir engu líkara en öfl á Alþingi vilji koma rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúruauðlinda fyrir kattarnef. Hann fagnar því að umhverfisráðherra styðji ekki tvo virkjanakosti í tillögu meirihluta atvinnuveganefndar en telur að skoða verði betur alla fimm virkjanakosti í tillögunni. Snarpar umræður áttu sér stað á Alþingi í gær um þá tillögu meirihluta atvinnuveganefndar að færa fjóra virkjanakosti úr biðflokki í nýtingarflokka auk Hvammsvirkjunar eins og fyrrverandi umhverfisráðherra hafði lagt til í þingsályktun sem lögð var fram síðast liðið haust. Stjórnarandstaðan leggst öll gegn breytingartillögunni og stóð umræða um hana fram á miðnætti og verður framhaldið á Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan segir tillöguna andstæða lögum um rammaáætlun um hvar eigi að virkja og hvaða svæði eigi að vernda. Guðmundur Ingi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landverndar tekur undir þetta. „Það má því kannski segja að þetta sé ekkert annað en í reyndinni valdníðsla. Þar sem verið er að reyna að koma virkjunum inn án þess að þær hafi fengið nægjanlega faglega umfjöllun,“ segir Guðmundur Ingi. En í umsögn umhverfisráðuneytisins um breytingartillöguna fellst ráðuneytið ekki á að Hagavatnsvirkjun sunnan Langjökuls og Skrokkölduvirkjun á Sprengisandi verði færðar í nýtingarflokk. En er það ekki löggjafans bæði að semja lög og samþykkja ályktanir? „Það er löggjafans að setja lög og það er löggjafans að fara eftir lögum. Ég bendi bara á álit umhverfis- og auðlindaráðuneytisins,“ segir Guðmundur Ingi. En í umsögn umhverfisráðuneytisins um breytingartillöguna fellst ráðuneytið ekki á að Hagavatnsvirkjun sunnan Langjökuls og Skrokkölduvirkjun á Sprengisandi verði færðar í nýtingarflokk. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagðist Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra ekki geta fallist á að Hagavatnsvirkjun og Skrokkölduvirkjun á Sprengisandi verði færðar í nýtingarflokk. Hins vegar horfði öðruvísi við hvað varðar Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun í neðrihluta Þjórsár sem hefðu verið í nýtingarflokki á síðasta kjörtímabili. Landvernd telur þessar þrjár virkjanir einnig þurfa að fara inn í heildarmat verkefnisstjórnarinnar sem nú sé í gangi í tengslum við endurskoðun rammaáætlunar og eigi sér stað á fjögurra ára fresti. Guðmundur Ingi segir þessar virkjanir ekki hafa verið bornar saman við aðra kosti. „Og álit sitt byggir ráðuneytið á því að þessar tvær virkjanahugmyndir hafi ekki fengið umfjöllun hjá verkefnisstjórn rammaáætlunar. Sem er það apparat sem á að fjalla um þetta á faglegan hátt með sínum faghópum,“ segir Guðmundur Ingi. Landvernd boðar til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan hálf fimm og að þeim loknum á að afhenda Jóni Gunnarssyni formanni atvinnuveganefndar kröfu um að fallið verði frá breytingartillögunni. „Ég óttast að hin raunverulega ástæða fyrir því að það er verið að búa til þetta fjaðrafok sé að reyna að koma rammaáætlun fyrir kattarnef,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Alþingi Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Sjá meira
Framkvæmdastjóri Landverndar segir engu líkara en öfl á Alþingi vilji koma rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúruauðlinda fyrir kattarnef. Hann fagnar því að umhverfisráðherra styðji ekki tvo virkjanakosti í tillögu meirihluta atvinnuveganefndar en telur að skoða verði betur alla fimm virkjanakosti í tillögunni. Snarpar umræður áttu sér stað á Alþingi í gær um þá tillögu meirihluta atvinnuveganefndar að færa fjóra virkjanakosti úr biðflokki í nýtingarflokka auk Hvammsvirkjunar eins og fyrrverandi umhverfisráðherra hafði lagt til í þingsályktun sem lögð var fram síðast liðið haust. Stjórnarandstaðan leggst öll gegn breytingartillögunni og stóð umræða um hana fram á miðnætti og verður framhaldið á Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan segir tillöguna andstæða lögum um rammaáætlun um hvar eigi að virkja og hvaða svæði eigi að vernda. Guðmundur Ingi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landverndar tekur undir þetta. „Það má því kannski segja að þetta sé ekkert annað en í reyndinni valdníðsla. Þar sem verið er að reyna að koma virkjunum inn án þess að þær hafi fengið nægjanlega faglega umfjöllun,“ segir Guðmundur Ingi. En í umsögn umhverfisráðuneytisins um breytingartillöguna fellst ráðuneytið ekki á að Hagavatnsvirkjun sunnan Langjökuls og Skrokkölduvirkjun á Sprengisandi verði færðar í nýtingarflokk. En er það ekki löggjafans bæði að semja lög og samþykkja ályktanir? „Það er löggjafans að setja lög og það er löggjafans að fara eftir lögum. Ég bendi bara á álit umhverfis- og auðlindaráðuneytisins,“ segir Guðmundur Ingi. En í umsögn umhverfisráðuneytisins um breytingartillöguna fellst ráðuneytið ekki á að Hagavatnsvirkjun sunnan Langjökuls og Skrokkölduvirkjun á Sprengisandi verði færðar í nýtingarflokk. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagðist Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra ekki geta fallist á að Hagavatnsvirkjun og Skrokkölduvirkjun á Sprengisandi verði færðar í nýtingarflokk. Hins vegar horfði öðruvísi við hvað varðar Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun í neðrihluta Þjórsár sem hefðu verið í nýtingarflokki á síðasta kjörtímabili. Landvernd telur þessar þrjár virkjanir einnig þurfa að fara inn í heildarmat verkefnisstjórnarinnar sem nú sé í gangi í tengslum við endurskoðun rammaáætlunar og eigi sér stað á fjögurra ára fresti. Guðmundur Ingi segir þessar virkjanir ekki hafa verið bornar saman við aðra kosti. „Og álit sitt byggir ráðuneytið á því að þessar tvær virkjanahugmyndir hafi ekki fengið umfjöllun hjá verkefnisstjórn rammaáætlunar. Sem er það apparat sem á að fjalla um þetta á faglegan hátt með sínum faghópum,“ segir Guðmundur Ingi. Landvernd boðar til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan hálf fimm og að þeim loknum á að afhenda Jóni Gunnarssyni formanni atvinnuveganefndar kröfu um að fallið verði frá breytingartillögunni. „Ég óttast að hin raunverulega ástæða fyrir því að það er verið að búa til þetta fjaðrafok sé að reyna að koma rammaáætlun fyrir kattarnef,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Alþingi Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Sjá meira