Körfubolti

Flautukörfuhelgi í NBA | Myndbönd af sigurkörfunum þremur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Liðsfélagar LeBron James fagna honum í gær.
Liðsfélagar LeBron James fagna honum í gær. Vísir/EPA
Það var nóg af dramatík í leikjum helgarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en þrjú leikkvöld í röð tryggðu menn sínum liðum sigurinn með því að smella niður lokaskoti leiksins rétt áður en leiktíminn rann út.

Þeir Derrick Rose hjá Chicago Bulls, Paul Pierce hjá Washington Wizards og LeBron James hjá Cleveland Cavaliers buðu allir upp á ótrúlegar sigurkörfur eftir mikla spennuleiki.

Derrick Rose var fyrstur þegar hann skoraði sigurkörfu Chicago Bulls á móti Cleveland Cavaliers á föstudagskvöldið en hann skoraði þá þriggja stiga körfu, spjaldið ofan í, um leið og leiktíminn rann út.

Paul Pierce skoraði sigurkörfu Washington Wizards í 103-101 sigri á Atlanta Hawks á laugardaginn, umkringdum varnarmönnum Atlanta. Það vakti ekki minni athygli þegar Pierce svaraði skemmtilega í sjónvarpsviðtali eftir leikinn.

Pierce var spurður hvort hann kallaði spjaldið í lokaskotinu en svar hans var:  „Ég kallaði, Leikurinn (I called, 'Game"),“  svaraði Paul Pierce.

LeBron James tryggði Cleveland Cavaliers 86-84 sigur á Chicago Bulls með því að smella niður skoti í horninu en hann heimtaði boltann fyrir lokaskotið þegar þjálfarinn David Blatt ætlaðist til að hann sendi boltann úr innkastinu. Með þessari körfu jafnaði James einvígið í 2-2.

Hér fyrir neðan má sjá myndbönd af þessum þremur sigurkörfum frá þessari skemmtilegu NBA-helgi.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×