Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Stjarnan - FH 1-1 | Doumbia stal senunni Ingvi Þór Sæmundsson á Samsung-vellinum skrifar 26. maí 2015 21:45 Sam Hewsron rennir sér á eftir Þorra Geir Rúnarssyni. vísir/stefán Stjarnan og FH skildu jöfn, 1-1, í lokaleik 5. umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld. Þessi sömu lið mættust í lokaumferð Pepsi-deildarinnar í fyrra, í hreinum úrslitaleik, þar sem Stjörnumenn höfðu betur á dramatískan hátt. Það var minni dramatík á boðsstólnum í kvöld en leikurinn var samt sem áður vel leikinn og með þeim bestu sem hafa sést í sumar.Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Garðabænum í kvöld og tók myndirnar sem fylgja umfjölluninni. Stigið skilar FH á topp Pepsi-deildarinnar á markatölu en Stjarnan er með níu stig, einu minna en FH, en þetta var 27. deildarleikur Garðbæinga í röð án taps. Síðast töpuðu þeir í lokaumferð Pepsi-deildarinnar 2013, fyrir FH í Kaplakrika. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, kom á óvart með liðsuppstillingu sinni en hann setti Veigar Pál Gunnarsson, Garðar Jóhannsson og Michael Præst alla inn í byrjunarliðið. Sá síðarnefndi spilaði sinn fyrsta leik síðan hann sleit krossbönd í Evrópuleik gegn Lech Poznan 7. ágúst á síðasta ári. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, lét tvær breytingar duga; Atli Viðar Björnsson og Brynjar Ásgeir Guðmundsson, sem skoruðu báðir í síðasta leik FH, viku fyrir Jeremy Sewry og Kassim Doumbia sem sneri aftur í lið Hafnfirðinga eftir fjögurra leikja bannið sem hann fékk fyrir athæfi sitt að úrslitaleik liðanna í fyrra loknum. Það var viðbúið að Kassim yrði í aðalhlutverki í dag og sú varð raunin. Ólafur Karl Finsen, sem skoraði bæði mörk Stjörnunnar í úrslitaleiknum 4. október, hélt áfram að ásækja FH-inga í kvöld en hann kom heimamönnum yfir á 6. mínútu eftir fallega sókn. Stjörnumenn færðu boltann frá vinstri til hægri, Þorri Geir Rúnarsson fann Heiðar Ægisson úti á hægri kantinum og hann átti flotta sendingu inn á teiginn þar sem Ólafur Karl kom aðvífandi og skoraði sitt annað mark í sumar. Nokkrum mínútum áður hafði Gunnar Nielsen, markvörður Stjörnunnar, bjargað sínum mönnum eftir skalla Sams Hewson. Heimamenn fengu einnig ágætis færi tveimur mínútum fyrir mark Ólafs Karls þegar Davíð Þór Viðarsson komst fyrir skot Garðars Jóhannssonar. Eftir mark Ólafs Karls settu gestirnir frá Hafnarfirði Stjörnumenn undir mikla pressu; Atli Guðnason skoraði mark sem var dæmt af, Bjarni Þór Viðarsson skaut yfir úr ágætis stöðu og svo varði Gunnar aftur vel, nú frá Jeremy Sewry sem komst einn inn fyrir í gegnum vörn Stjörnunnar.Daníel Laxdal og Steven Lennon horfa á boltann í kvöld.vísir/stefánEn Íslandsmeistararnir stóðust áhlaup Fimleikafélagsins þótt það færi lítið fyrir sóknarleik hjá þeim. Stjörnumönnum gekk illa að halda boltanum innan liðsins og allar skyndisóknir liðsins runnu einhvern veginn út í súginn. Staðan var 1-0 í hálfleik og seinni hálfleikurinn var með sama sniði; FH-ingar sóttu en tókst ekki að finna leiðina framhjá vörn Stjörnunnar og Gunnari í markinu fyrr en á 60. mínútu. Bjarni Þór Viðarsson fékk fínt færi á 51. mínútu eftir góða sókn FH en skaut yfir og skömmu síðar skaut Atli Guðnason einnig yfir eftir fyrirgjöf Jóns Ragnars Jónssonar frá hægri. Stíflan brast svo að lokum eftir klukkutíma leik þegar Kassim skallaði hornspyrnu Sewrys í netið við mikinn fögnuð FH-inga. Fullkomlega sanngjörn staða en Stjörnumenn eru eflaust ósáttir að hafa fengið á sig mark eftir fast leikatriði. Í kjölfarið gerði Rúnar Páll tvöfalda skiptingu; setti Pablo Punyed og Jeppe Hansen inn fyrir Veigar og Garðar sem gerðu lítið í leiknum. Veigar átti ágætis spretti en Garðar komst ekki í takt við leikinn og sömu sögu er að segja af Halldóri Orra Björnssyni sem lék á vinstri kantinum í kvöld eftir að hafa verið á miðjunni í fyrstu fjórum leikjum Garðabæjarliðsins. Jeppe lífgaði aðeins upp á sóknarleik Stjörnunnar en með innkomu hans voru heimamenn loksins komnir með möguleika á að setja boltann inn fyrir varnarlínu FH en hann var ekki fyrir hendi með Veigar og Garðar inn á. Stjörnumönnum gekk þó sem fyrr erfiðlega að nýta skyndisóknir sínar sem fjöruðu flestar út. Jeppe átti reyndar eitt ágætis skot sem Róbert Örn Óskarsson varði af öryggi. FH-ingar héldu áfram að sækja og dæla boltanum inn á teiginn. Miðverðir heimamanna, Brynjar Gauti Guðjónsson og Daníel Laxdal, áttu flottan leik og hreinsuðu flestar fyrirgjafir gestanna frá en á 85. mínútu fékk Sam Hewson gott færi eftir fyrirgjöf varamannsins Þórarins Inga Valdimarssonar en Gunnar varði vel. Færeyingurinn þurfti svo aftur að taka á honum stóra sínum til að verja skalla Kassims í uppbótartíma. Frábær leikur hjá þessum öfluga markverði sem virðist vera verðugur arftaki Ingvars Jónssonar. Fleiri urðu mörkin ekki og liðin sættust á jafnan hlut. Þetta var þriðja jafntefli Stjörnunnar í röð en liðið er sem fyrr sagði ósigrað. Þetta var hins vegar fyrsta jafntefli FH sem er búið að innbyrða 10 stig í fyrstu fimm umferðunum, einu meira en Stjarnan.vísir/vilhelmRúnar Páll: Hefðum mátt nýta skyndisóknirnar betur "Jájá, svona þegar maður lítur yfir leikinn í heild sinni," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir jafnteflið við FH á Samsung-vellinum í kvöld aðspurður hvort hann væri sáttur með niðurstöðu leiksins. "Ég held að jafnteflið hafi verið sanngjarnt. Ég hefði samt viljað klára leikinn, þeir komust ekkert áleiðis gegn okkur. Þeir fengu svo ódýrt mark eftir hornspyrnu sem við ætluðum ekki að fá á okkur. Þeir eru sterkir í föstum leikatriðum og við vorum klaufar að fá þetta mark á okkur. Rúnar var sammála mati blaðamanns að Stjarnan hefði getað nýtt skyndisóknir sínar betur í leiknum en heimamenn sköpuðu sér afar fá færi eftir að hafa komist yfir strax á 6. mínútu. "Við skoruðum mjög fínt mark en hefðum mátt nýta skyndisóknirnar betur. Það voru miklar opnanir í FH-vörninni þegar við komum hratt á þá og við hefðum getað nýtt það betur," sagði Rúnar og bætti við: "En ég var mjög sáttur með spilamennsku minna manna og varamennirnir komu sterkir inn á. Ég er virkilega ánægður með frammistöðuna," sagði Rúnar en hann kvaðst hafa sett Garðar Jóhannsson í byrjunarliðið á kostnað Jeppe Hansen vegna styrks Garðars í föstum leikatriðum, bæði í vörn og sókn. Michael Præst spilaði sinn fyrsta leik síðan í byrjun ágúst í fyrra þegar hann meiddist í Evrópuleik gegn Lech Poznan. Rúnar var ánægður með innkomu Danans. "Hann var mjög öflugur. Hann er leiðtogi, stýrir liðinu mjög vel og það er gott að hafa endurheimt hann. Halldór Orri (Björnsson) hefur leyst þessa stöðu vel fyrir okkur en hann er ekki miðjumaður fyrir fimmaura," sagði Rúnar að lokum.vísir/stefánHeimir: Kassim átti að skora tvö mörk Heimi Guðjónssyni, þjálfara FH, fannst sínir menn eiga meira skilið en eitt stig gegn Stjörnunni í kvöld. "Mér fannst við miklu betri í þessum leik og fengum góð tækifæri til að skora eftir að við jöfnuðum metin. Mér fannst við verðskulda öll þrjú stigin," sagði Heimir sem var ekki ánægður með einbeitingarleysi sinna manna í byrjun leiks. "Við byrjuðum ekki nógu vel, gerðum mistök og þeir náðu að færa boltann frá vinstri til hægri. Þeir eru hættulegir þegar þeir ná að skipta boltanum á milli kanta og við dekkuðum ekki nógu vel inni í teig. "En við unnum okkur vel inn í leikinn, sköpuðum góð færi og erum svolítið súrir að hafa ekki nýtt þau," sagði Heimir ennfremur. Hann sagði það viðbúið að Kassim Doumbia skyldi skora í endurkomuleiknum en Malí-maðurinn jafnaði metin á 60. mínútu. "Það var alltaf klárt. Ég er aðallega svekktur að hann skyldi ekki skora tvö, það voru forsendur fyrir því," sagði Heimir léttur. Þrátt fyrir að stigið í kvöld skili FH á topp Pepsi-deildarinnar hefði Heimir viljað sjá fleiri stig í sarpinum. "Mótið er náttúrulega nýbyrjað. Við hefðum viljað vera með meira en 10 stig. Tólf hefði verið betra. En þetta er erfiður útivöllur og við þurfum að sætta okkur við þetta," sagði Heimir að lokum.Gunnar fylgist með úr fjarska í kvöld.vísir/stefánGunnar: Það er hluti af mínu starfi að verja skot Gunnar Nielsen, markvörður Stjörnunnar, átti afbragðs leik þegar Garðabæjarliðið gerði jafntefli við FH í stórleik 5. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. "Við höfum gert þrjú jafntefli í röð og þurfum að komast aftur á sigurbraut," sagði Gunnar. "En við höfum ekki tapað í 27 leikjum í röð sem sýnir að hugarfarið í liðinu er gott. Við þurfum að fara að vinna leiki á ný en jafntefli var líklega sanngjörn niðurstaða í kvöld." Stjarnan komst yfir strax á 6. mínútu með marki Ólafs Karls Finsen en í kjölfarið settu FH-ingar heimamenn undir mikla pressu. Gunnari fannst Stjörnumenn standast pressuna ágætlega. "Þeir voru mikið með boltann en sköpuðu ekki mikið af opnum færum. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur og ætluðum að vera þéttir fyrir. Þetta var ágætt en við þurfum að passa betur upp á boltann í skyndisóknunum og vera hættulegri. "Við nýttum skyndisóknirnar ekki nógu vel. Við ætluðum að ógna í hröðum upphlaupum og ef við hefðum gert það betur hefðu þeir ekki sótt á jafnmörgum mönnum og raun bar vitni," sagði Gunnar sem átti flottan leik og varði fjórum sinnum vel frá FH-ingum. "Ég spilaði ágætlega en var pirraður yfir spyrnunum mínum. Þær voru ekki nógu góðar. "Mitt starf felst í því að hjálpa liðinu þegar ég get og verja skot og sem betur fer tókst það í kvöld," sagði Gunnar að lokum.vísir/stefánDavíð Þór: Ánægður með allt nema jafnteflið Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, var ánægður með spilamennsku liðsins gegn Stjörnunni í kvöld og hefði viljað fá meira en eitt stig út úr leiknum. "Nei, mér fannst við eiga að vinna þennan leik miðað við frammistöðuna og hversu mörg upphlaup og færi við fengum," sagði Davíð. "Ég er ánægður með alltaf nema að hafa ekki náð að taka öll stigin þrjú. Maður er svekktur yfir því núna en auðvitað vorum við að spila á móti frábæru liði og á endanum getur þetta stig talið og vonandi gerir það það." FH stjórnaði leiknum lengst af og var með yfirhöndina í leiknum. "Við spiluðum virkilega vel, eiginlega allt frá byrjun. Við fáum auðvitað þetta mark í andlitið frekar snemma en rifum okkur strax upp og spiluðum vel. "En auðvitað áttum við að skora fleiri mörk," sagði Davíð en var leikur liðanna í lokaumferð Pepsi-deildarinnar í fyrra mönnum ofarlega í huga í kvöld? "Nei, en auðvitað hefur maður hugsað um hann. Maður gleymir þessum leik ekkert næstu árin eða áratugina. En þegar inn á völlinn var komið var þetta bara leikur tveggja góðra liða," sagði Davíð að lokum.vísir/stefánvísir/stefánvísir/stefán Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
Stjarnan og FH skildu jöfn, 1-1, í lokaleik 5. umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld. Þessi sömu lið mættust í lokaumferð Pepsi-deildarinnar í fyrra, í hreinum úrslitaleik, þar sem Stjörnumenn höfðu betur á dramatískan hátt. Það var minni dramatík á boðsstólnum í kvöld en leikurinn var samt sem áður vel leikinn og með þeim bestu sem hafa sést í sumar.Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Garðabænum í kvöld og tók myndirnar sem fylgja umfjölluninni. Stigið skilar FH á topp Pepsi-deildarinnar á markatölu en Stjarnan er með níu stig, einu minna en FH, en þetta var 27. deildarleikur Garðbæinga í röð án taps. Síðast töpuðu þeir í lokaumferð Pepsi-deildarinnar 2013, fyrir FH í Kaplakrika. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, kom á óvart með liðsuppstillingu sinni en hann setti Veigar Pál Gunnarsson, Garðar Jóhannsson og Michael Præst alla inn í byrjunarliðið. Sá síðarnefndi spilaði sinn fyrsta leik síðan hann sleit krossbönd í Evrópuleik gegn Lech Poznan 7. ágúst á síðasta ári. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, lét tvær breytingar duga; Atli Viðar Björnsson og Brynjar Ásgeir Guðmundsson, sem skoruðu báðir í síðasta leik FH, viku fyrir Jeremy Sewry og Kassim Doumbia sem sneri aftur í lið Hafnfirðinga eftir fjögurra leikja bannið sem hann fékk fyrir athæfi sitt að úrslitaleik liðanna í fyrra loknum. Það var viðbúið að Kassim yrði í aðalhlutverki í dag og sú varð raunin. Ólafur Karl Finsen, sem skoraði bæði mörk Stjörnunnar í úrslitaleiknum 4. október, hélt áfram að ásækja FH-inga í kvöld en hann kom heimamönnum yfir á 6. mínútu eftir fallega sókn. Stjörnumenn færðu boltann frá vinstri til hægri, Þorri Geir Rúnarsson fann Heiðar Ægisson úti á hægri kantinum og hann átti flotta sendingu inn á teiginn þar sem Ólafur Karl kom aðvífandi og skoraði sitt annað mark í sumar. Nokkrum mínútum áður hafði Gunnar Nielsen, markvörður Stjörnunnar, bjargað sínum mönnum eftir skalla Sams Hewson. Heimamenn fengu einnig ágætis færi tveimur mínútum fyrir mark Ólafs Karls þegar Davíð Þór Viðarsson komst fyrir skot Garðars Jóhannssonar. Eftir mark Ólafs Karls settu gestirnir frá Hafnarfirði Stjörnumenn undir mikla pressu; Atli Guðnason skoraði mark sem var dæmt af, Bjarni Þór Viðarsson skaut yfir úr ágætis stöðu og svo varði Gunnar aftur vel, nú frá Jeremy Sewry sem komst einn inn fyrir í gegnum vörn Stjörnunnar.Daníel Laxdal og Steven Lennon horfa á boltann í kvöld.vísir/stefánEn Íslandsmeistararnir stóðust áhlaup Fimleikafélagsins þótt það færi lítið fyrir sóknarleik hjá þeim. Stjörnumönnum gekk illa að halda boltanum innan liðsins og allar skyndisóknir liðsins runnu einhvern veginn út í súginn. Staðan var 1-0 í hálfleik og seinni hálfleikurinn var með sama sniði; FH-ingar sóttu en tókst ekki að finna leiðina framhjá vörn Stjörnunnar og Gunnari í markinu fyrr en á 60. mínútu. Bjarni Þór Viðarsson fékk fínt færi á 51. mínútu eftir góða sókn FH en skaut yfir og skömmu síðar skaut Atli Guðnason einnig yfir eftir fyrirgjöf Jóns Ragnars Jónssonar frá hægri. Stíflan brast svo að lokum eftir klukkutíma leik þegar Kassim skallaði hornspyrnu Sewrys í netið við mikinn fögnuð FH-inga. Fullkomlega sanngjörn staða en Stjörnumenn eru eflaust ósáttir að hafa fengið á sig mark eftir fast leikatriði. Í kjölfarið gerði Rúnar Páll tvöfalda skiptingu; setti Pablo Punyed og Jeppe Hansen inn fyrir Veigar og Garðar sem gerðu lítið í leiknum. Veigar átti ágætis spretti en Garðar komst ekki í takt við leikinn og sömu sögu er að segja af Halldóri Orra Björnssyni sem lék á vinstri kantinum í kvöld eftir að hafa verið á miðjunni í fyrstu fjórum leikjum Garðabæjarliðsins. Jeppe lífgaði aðeins upp á sóknarleik Stjörnunnar en með innkomu hans voru heimamenn loksins komnir með möguleika á að setja boltann inn fyrir varnarlínu FH en hann var ekki fyrir hendi með Veigar og Garðar inn á. Stjörnumönnum gekk þó sem fyrr erfiðlega að nýta skyndisóknir sínar sem fjöruðu flestar út. Jeppe átti reyndar eitt ágætis skot sem Róbert Örn Óskarsson varði af öryggi. FH-ingar héldu áfram að sækja og dæla boltanum inn á teiginn. Miðverðir heimamanna, Brynjar Gauti Guðjónsson og Daníel Laxdal, áttu flottan leik og hreinsuðu flestar fyrirgjafir gestanna frá en á 85. mínútu fékk Sam Hewson gott færi eftir fyrirgjöf varamannsins Þórarins Inga Valdimarssonar en Gunnar varði vel. Færeyingurinn þurfti svo aftur að taka á honum stóra sínum til að verja skalla Kassims í uppbótartíma. Frábær leikur hjá þessum öfluga markverði sem virðist vera verðugur arftaki Ingvars Jónssonar. Fleiri urðu mörkin ekki og liðin sættust á jafnan hlut. Þetta var þriðja jafntefli Stjörnunnar í röð en liðið er sem fyrr sagði ósigrað. Þetta var hins vegar fyrsta jafntefli FH sem er búið að innbyrða 10 stig í fyrstu fimm umferðunum, einu meira en Stjarnan.vísir/vilhelmRúnar Páll: Hefðum mátt nýta skyndisóknirnar betur "Jájá, svona þegar maður lítur yfir leikinn í heild sinni," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir jafnteflið við FH á Samsung-vellinum í kvöld aðspurður hvort hann væri sáttur með niðurstöðu leiksins. "Ég held að jafnteflið hafi verið sanngjarnt. Ég hefði samt viljað klára leikinn, þeir komust ekkert áleiðis gegn okkur. Þeir fengu svo ódýrt mark eftir hornspyrnu sem við ætluðum ekki að fá á okkur. Þeir eru sterkir í föstum leikatriðum og við vorum klaufar að fá þetta mark á okkur. Rúnar var sammála mati blaðamanns að Stjarnan hefði getað nýtt skyndisóknir sínar betur í leiknum en heimamenn sköpuðu sér afar fá færi eftir að hafa komist yfir strax á 6. mínútu. "Við skoruðum mjög fínt mark en hefðum mátt nýta skyndisóknirnar betur. Það voru miklar opnanir í FH-vörninni þegar við komum hratt á þá og við hefðum getað nýtt það betur," sagði Rúnar og bætti við: "En ég var mjög sáttur með spilamennsku minna manna og varamennirnir komu sterkir inn á. Ég er virkilega ánægður með frammistöðuna," sagði Rúnar en hann kvaðst hafa sett Garðar Jóhannsson í byrjunarliðið á kostnað Jeppe Hansen vegna styrks Garðars í föstum leikatriðum, bæði í vörn og sókn. Michael Præst spilaði sinn fyrsta leik síðan í byrjun ágúst í fyrra þegar hann meiddist í Evrópuleik gegn Lech Poznan. Rúnar var ánægður með innkomu Danans. "Hann var mjög öflugur. Hann er leiðtogi, stýrir liðinu mjög vel og það er gott að hafa endurheimt hann. Halldór Orri (Björnsson) hefur leyst þessa stöðu vel fyrir okkur en hann er ekki miðjumaður fyrir fimmaura," sagði Rúnar að lokum.vísir/stefánHeimir: Kassim átti að skora tvö mörk Heimi Guðjónssyni, þjálfara FH, fannst sínir menn eiga meira skilið en eitt stig gegn Stjörnunni í kvöld. "Mér fannst við miklu betri í þessum leik og fengum góð tækifæri til að skora eftir að við jöfnuðum metin. Mér fannst við verðskulda öll þrjú stigin," sagði Heimir sem var ekki ánægður með einbeitingarleysi sinna manna í byrjun leiks. "Við byrjuðum ekki nógu vel, gerðum mistök og þeir náðu að færa boltann frá vinstri til hægri. Þeir eru hættulegir þegar þeir ná að skipta boltanum á milli kanta og við dekkuðum ekki nógu vel inni í teig. "En við unnum okkur vel inn í leikinn, sköpuðum góð færi og erum svolítið súrir að hafa ekki nýtt þau," sagði Heimir ennfremur. Hann sagði það viðbúið að Kassim Doumbia skyldi skora í endurkomuleiknum en Malí-maðurinn jafnaði metin á 60. mínútu. "Það var alltaf klárt. Ég er aðallega svekktur að hann skyldi ekki skora tvö, það voru forsendur fyrir því," sagði Heimir léttur. Þrátt fyrir að stigið í kvöld skili FH á topp Pepsi-deildarinnar hefði Heimir viljað sjá fleiri stig í sarpinum. "Mótið er náttúrulega nýbyrjað. Við hefðum viljað vera með meira en 10 stig. Tólf hefði verið betra. En þetta er erfiður útivöllur og við þurfum að sætta okkur við þetta," sagði Heimir að lokum.Gunnar fylgist með úr fjarska í kvöld.vísir/stefánGunnar: Það er hluti af mínu starfi að verja skot Gunnar Nielsen, markvörður Stjörnunnar, átti afbragðs leik þegar Garðabæjarliðið gerði jafntefli við FH í stórleik 5. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. "Við höfum gert þrjú jafntefli í röð og þurfum að komast aftur á sigurbraut," sagði Gunnar. "En við höfum ekki tapað í 27 leikjum í röð sem sýnir að hugarfarið í liðinu er gott. Við þurfum að fara að vinna leiki á ný en jafntefli var líklega sanngjörn niðurstaða í kvöld." Stjarnan komst yfir strax á 6. mínútu með marki Ólafs Karls Finsen en í kjölfarið settu FH-ingar heimamenn undir mikla pressu. Gunnari fannst Stjörnumenn standast pressuna ágætlega. "Þeir voru mikið með boltann en sköpuðu ekki mikið af opnum færum. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur og ætluðum að vera þéttir fyrir. Þetta var ágætt en við þurfum að passa betur upp á boltann í skyndisóknunum og vera hættulegri. "Við nýttum skyndisóknirnar ekki nógu vel. Við ætluðum að ógna í hröðum upphlaupum og ef við hefðum gert það betur hefðu þeir ekki sótt á jafnmörgum mönnum og raun bar vitni," sagði Gunnar sem átti flottan leik og varði fjórum sinnum vel frá FH-ingum. "Ég spilaði ágætlega en var pirraður yfir spyrnunum mínum. Þær voru ekki nógu góðar. "Mitt starf felst í því að hjálpa liðinu þegar ég get og verja skot og sem betur fer tókst það í kvöld," sagði Gunnar að lokum.vísir/stefánDavíð Þór: Ánægður með allt nema jafnteflið Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, var ánægður með spilamennsku liðsins gegn Stjörnunni í kvöld og hefði viljað fá meira en eitt stig út úr leiknum. "Nei, mér fannst við eiga að vinna þennan leik miðað við frammistöðuna og hversu mörg upphlaup og færi við fengum," sagði Davíð. "Ég er ánægður með alltaf nema að hafa ekki náð að taka öll stigin þrjú. Maður er svekktur yfir því núna en auðvitað vorum við að spila á móti frábæru liði og á endanum getur þetta stig talið og vonandi gerir það það." FH stjórnaði leiknum lengst af og var með yfirhöndina í leiknum. "Við spiluðum virkilega vel, eiginlega allt frá byrjun. Við fáum auðvitað þetta mark í andlitið frekar snemma en rifum okkur strax upp og spiluðum vel. "En auðvitað áttum við að skora fleiri mörk," sagði Davíð en var leikur liðanna í lokaumferð Pepsi-deildarinnar í fyrra mönnum ofarlega í huga í kvöld? "Nei, en auðvitað hefur maður hugsað um hann. Maður gleymir þessum leik ekkert næstu árin eða áratugina. En þegar inn á völlinn var komið var þetta bara leikur tveggja góðra liða," sagði Davíð að lokum.vísir/stefánvísir/stefánvísir/stefán
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira