Gylfi, sem gekk í raðir Swansea City frá Tottenham síðastliðið sumar, skoraði sjö mörk fyrir velska liðið í úrvalsdeildinni í vetur og gaf auk þess 10 stoðsendingar á samherja sína.
Íslenski landsliðsmaðurinn kom því samtals að 17 mörkum Swansea í deildinni en tveir aðrir leikmenn komu einnig að 17 mörkum sinna liða í vetur; Wayne Rooney, sem gerði 12 mörk og átti fimm stoðsendingar fyrir Manchester United, og Arsenal-maðurinn Oliver Giroud sem skoraði 14 mörk og lagði þrjú til viðbótar upp.

Harry Kane kemur næstur en hann kom að 25 mörkum Tottenham í deildinni. Kane, sem sló svo eftirminnilega í gegn í vetur, kom alls að 43,1% marka Spurs í deildinni.
Alexis Sánchez vermir 3. sætið en Chile-maðurinn skoraði 16 mörk og lagði átta upp fyrir félaga sína á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni.
Næstir koma svo Chelsea-mennirnir Diego Costa og Eden Hazard og Charlie Austin sem komu allir að 23 mörkum í vetur. Austin var allt í öllu hjá botnliði QPR en hann kom að 54,8% marka liðsins í vetur.

1. Sergio Agüero, Man City - 34 (26+8)
2. Harry Kane, Tottenham - 25 (21+4)
3. Alexis Sánchez, Arsenal - 24 (16+8)
4.-6. Diego Costa, Chelsea - 23 (20+3)
4.-6. Charlie Austin, QPR - 23 (18+5)
4.-6. Eden Hazard, Chelsea - 23 (14+9)
7. Cesc Fábregas, Chelsea - 21 (3+18)
8. David Silva, Man City - 19 (12+7)
9. Santi Cazorla, Arsenal - 18 (7+11)

10.-12. Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea City - 17 (7+10)
10.-12. Wayne Rooney, Man Utd - 17 (12+5)
13. Nacer Chadli, Tottenham - 16 (11+5)
14.-18. Christian Benteke 15 (13+2)
14.-18. Danny Ings 15 (11+4)
14.-18. Romelu Lukaku 15 (10+5)
14.-18. Jordan Henderson 15 (6+9)
14.-18. Saido Berahino 15 (14+1)