Þingflokksformaður Framsóknar: Ásmundur Einar alvarlega veikur Jakob Bjarnar skrifar 20. maí 2015 16:23 Þingflokkurinn kom saman í dag til að ræða vægðarlausa umfjöllun um uppköst Ásmunda Einars í flugvél fyrr í mánuðinum. visir/gva/vilhelm Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins og sérlegur aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra hefur verið greindur af lækni og þjáist hann af alvarlegum magabólgum. Hann liggur nú fyrir mjög veikur og er kominn í veikindaleyfi. Þetta segir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi. „Þetta er meira en pest. Hann er fárveikur, er kominn í veikindaleyfi og er á sterkum lyfjum,“ segir Þórunn. Ásmundur Einar fékk greiningu hjá lækni áðan og hefur honum verið sagt að liggja fyrir. Og hvíla sig algerlega og mun það vera ástæðan fyrir því að hann hefur ekki svarað fjölmiðlum í dag.Fólk tekið af lífi og óhróðri dreiftFréttaflutningur af því þegar Ásmundur Einar kastaði upp í flugvél, þannig að gusurnar gengu yfir farþega, hefur verið mjög áberandi í dag og í gær, og hafa fréttir þess efnis verið settar í samhengi við óhóflega áfengisneyslu þingmannsins. „Það er svo langt frá því að áfengisdrykkjan sé eitthvað vandamál hjá honum Ásmundi Einari,“ segir Þórunn. Óhætt er að segja að fjölmargir hafi gert sér mat úr þessum fregnum og virðist til að mynda einskonar íþrótt á Twitter vera að koma með brandara á kostnað Ásmundar Einars og þessa atviks. Þá hefur þingmaðurinn verið sakaður um að ljúga til um áfengisneyslu sína. Málið og umfjöllunin var tekin fyrir og rædd á þingflokksfundi Framsóknarmanna áðan. „Ekki eðlilegt hvernig hægt er að taka fólk fyrir á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum,“ segir Þórunn sem segir þetta vægðarlausa umfjöllun.Þingflokkurinn sleginn„Ótrúlegt hvernig fólk leyfir sér að taka einstakling fyrir og af lífi, dreifa óhróðri og hlusta jafnvel ekki á þá sem eru að segja rétt frá,“ segir Þórunn. Hún segir jafnframt að þingmenn flokksins séu slegnir yfir því hvernig hægt er að koma fram við fólk opinberlega. „Fólk gefur sér einhverja svona vitleysu. Fólk sem var með honum getur alveg borið vitni um hvernig þetta var.“En, má þetta mál þá heita til marks um að fjölmiðlar séu óvenju óvægnir í garð ykkar Framsóknarmanna? „Það getur vel verið að þetta sé hluti af því. En almennt held ég að umræða sé orðin alltof lítið ígrunduð. Fólk er alltaf að bregðast við einhverju og næra umræðu sem við viljum ekkert að sé í gangi. Fólk þarf stundum að leyfa sér að staldra við og skoða málin.“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir #ásiaðfásér - Tíu tíst um uppsölu þingmannsins Notendur Twitter gerðu sér mat úr hrakförum Ásmunds Einars Daðasonar. 20. maí 2015 11:15 WOW fundar vegna flugfreyju í flugi Ásmundar Einars „Þetta er mjög alvarlegt mál,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafultrúi WOW Air. 20. maí 2015 12:21 Var Ási að fá sér? Flugfarþegi segir þingmann hafa ælt á sig eftir ofdrykkju Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis í flugi Wow Air nú á dögunum. 19. maí 2015 20:45 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins og sérlegur aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra hefur verið greindur af lækni og þjáist hann af alvarlegum magabólgum. Hann liggur nú fyrir mjög veikur og er kominn í veikindaleyfi. Þetta segir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi. „Þetta er meira en pest. Hann er fárveikur, er kominn í veikindaleyfi og er á sterkum lyfjum,“ segir Þórunn. Ásmundur Einar fékk greiningu hjá lækni áðan og hefur honum verið sagt að liggja fyrir. Og hvíla sig algerlega og mun það vera ástæðan fyrir því að hann hefur ekki svarað fjölmiðlum í dag.Fólk tekið af lífi og óhróðri dreiftFréttaflutningur af því þegar Ásmundur Einar kastaði upp í flugvél, þannig að gusurnar gengu yfir farþega, hefur verið mjög áberandi í dag og í gær, og hafa fréttir þess efnis verið settar í samhengi við óhóflega áfengisneyslu þingmannsins. „Það er svo langt frá því að áfengisdrykkjan sé eitthvað vandamál hjá honum Ásmundi Einari,“ segir Þórunn. Óhætt er að segja að fjölmargir hafi gert sér mat úr þessum fregnum og virðist til að mynda einskonar íþrótt á Twitter vera að koma með brandara á kostnað Ásmundar Einars og þessa atviks. Þá hefur þingmaðurinn verið sakaður um að ljúga til um áfengisneyslu sína. Málið og umfjöllunin var tekin fyrir og rædd á þingflokksfundi Framsóknarmanna áðan. „Ekki eðlilegt hvernig hægt er að taka fólk fyrir á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum,“ segir Þórunn sem segir þetta vægðarlausa umfjöllun.Þingflokkurinn sleginn„Ótrúlegt hvernig fólk leyfir sér að taka einstakling fyrir og af lífi, dreifa óhróðri og hlusta jafnvel ekki á þá sem eru að segja rétt frá,“ segir Þórunn. Hún segir jafnframt að þingmenn flokksins séu slegnir yfir því hvernig hægt er að koma fram við fólk opinberlega. „Fólk gefur sér einhverja svona vitleysu. Fólk sem var með honum getur alveg borið vitni um hvernig þetta var.“En, má þetta mál þá heita til marks um að fjölmiðlar séu óvenju óvægnir í garð ykkar Framsóknarmanna? „Það getur vel verið að þetta sé hluti af því. En almennt held ég að umræða sé orðin alltof lítið ígrunduð. Fólk er alltaf að bregðast við einhverju og næra umræðu sem við viljum ekkert að sé í gangi. Fólk þarf stundum að leyfa sér að staldra við og skoða málin.“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir #ásiaðfásér - Tíu tíst um uppsölu þingmannsins Notendur Twitter gerðu sér mat úr hrakförum Ásmunds Einars Daðasonar. 20. maí 2015 11:15 WOW fundar vegna flugfreyju í flugi Ásmundar Einars „Þetta er mjög alvarlegt mál,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafultrúi WOW Air. 20. maí 2015 12:21 Var Ási að fá sér? Flugfarþegi segir þingmann hafa ælt á sig eftir ofdrykkju Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis í flugi Wow Air nú á dögunum. 19. maí 2015 20:45 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
#ásiaðfásér - Tíu tíst um uppsölu þingmannsins Notendur Twitter gerðu sér mat úr hrakförum Ásmunds Einars Daðasonar. 20. maí 2015 11:15
WOW fundar vegna flugfreyju í flugi Ásmundar Einars „Þetta er mjög alvarlegt mál,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafultrúi WOW Air. 20. maí 2015 12:21
Var Ási að fá sér? Flugfarþegi segir þingmann hafa ælt á sig eftir ofdrykkju Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis í flugi Wow Air nú á dögunum. 19. maí 2015 20:45