Þingflokksformaður Framsóknar: Ásmundur Einar alvarlega veikur Jakob Bjarnar skrifar 20. maí 2015 16:23 Þingflokkurinn kom saman í dag til að ræða vægðarlausa umfjöllun um uppköst Ásmunda Einars í flugvél fyrr í mánuðinum. visir/gva/vilhelm Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins og sérlegur aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra hefur verið greindur af lækni og þjáist hann af alvarlegum magabólgum. Hann liggur nú fyrir mjög veikur og er kominn í veikindaleyfi. Þetta segir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi. „Þetta er meira en pest. Hann er fárveikur, er kominn í veikindaleyfi og er á sterkum lyfjum,“ segir Þórunn. Ásmundur Einar fékk greiningu hjá lækni áðan og hefur honum verið sagt að liggja fyrir. Og hvíla sig algerlega og mun það vera ástæðan fyrir því að hann hefur ekki svarað fjölmiðlum í dag.Fólk tekið af lífi og óhróðri dreiftFréttaflutningur af því þegar Ásmundur Einar kastaði upp í flugvél, þannig að gusurnar gengu yfir farþega, hefur verið mjög áberandi í dag og í gær, og hafa fréttir þess efnis verið settar í samhengi við óhóflega áfengisneyslu þingmannsins. „Það er svo langt frá því að áfengisdrykkjan sé eitthvað vandamál hjá honum Ásmundi Einari,“ segir Þórunn. Óhætt er að segja að fjölmargir hafi gert sér mat úr þessum fregnum og virðist til að mynda einskonar íþrótt á Twitter vera að koma með brandara á kostnað Ásmundar Einars og þessa atviks. Þá hefur þingmaðurinn verið sakaður um að ljúga til um áfengisneyslu sína. Málið og umfjöllunin var tekin fyrir og rædd á þingflokksfundi Framsóknarmanna áðan. „Ekki eðlilegt hvernig hægt er að taka fólk fyrir á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum,“ segir Þórunn sem segir þetta vægðarlausa umfjöllun.Þingflokkurinn sleginn„Ótrúlegt hvernig fólk leyfir sér að taka einstakling fyrir og af lífi, dreifa óhróðri og hlusta jafnvel ekki á þá sem eru að segja rétt frá,“ segir Þórunn. Hún segir jafnframt að þingmenn flokksins séu slegnir yfir því hvernig hægt er að koma fram við fólk opinberlega. „Fólk gefur sér einhverja svona vitleysu. Fólk sem var með honum getur alveg borið vitni um hvernig þetta var.“En, má þetta mál þá heita til marks um að fjölmiðlar séu óvenju óvægnir í garð ykkar Framsóknarmanna? „Það getur vel verið að þetta sé hluti af því. En almennt held ég að umræða sé orðin alltof lítið ígrunduð. Fólk er alltaf að bregðast við einhverju og næra umræðu sem við viljum ekkert að sé í gangi. Fólk þarf stundum að leyfa sér að staldra við og skoða málin.“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir #ásiaðfásér - Tíu tíst um uppsölu þingmannsins Notendur Twitter gerðu sér mat úr hrakförum Ásmunds Einars Daðasonar. 20. maí 2015 11:15 WOW fundar vegna flugfreyju í flugi Ásmundar Einars „Þetta er mjög alvarlegt mál,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafultrúi WOW Air. 20. maí 2015 12:21 Var Ási að fá sér? Flugfarþegi segir þingmann hafa ælt á sig eftir ofdrykkju Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis í flugi Wow Air nú á dögunum. 19. maí 2015 20:45 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins og sérlegur aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra hefur verið greindur af lækni og þjáist hann af alvarlegum magabólgum. Hann liggur nú fyrir mjög veikur og er kominn í veikindaleyfi. Þetta segir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi. „Þetta er meira en pest. Hann er fárveikur, er kominn í veikindaleyfi og er á sterkum lyfjum,“ segir Þórunn. Ásmundur Einar fékk greiningu hjá lækni áðan og hefur honum verið sagt að liggja fyrir. Og hvíla sig algerlega og mun það vera ástæðan fyrir því að hann hefur ekki svarað fjölmiðlum í dag.Fólk tekið af lífi og óhróðri dreiftFréttaflutningur af því þegar Ásmundur Einar kastaði upp í flugvél, þannig að gusurnar gengu yfir farþega, hefur verið mjög áberandi í dag og í gær, og hafa fréttir þess efnis verið settar í samhengi við óhóflega áfengisneyslu þingmannsins. „Það er svo langt frá því að áfengisdrykkjan sé eitthvað vandamál hjá honum Ásmundi Einari,“ segir Þórunn. Óhætt er að segja að fjölmargir hafi gert sér mat úr þessum fregnum og virðist til að mynda einskonar íþrótt á Twitter vera að koma með brandara á kostnað Ásmundar Einars og þessa atviks. Þá hefur þingmaðurinn verið sakaður um að ljúga til um áfengisneyslu sína. Málið og umfjöllunin var tekin fyrir og rædd á þingflokksfundi Framsóknarmanna áðan. „Ekki eðlilegt hvernig hægt er að taka fólk fyrir á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum,“ segir Þórunn sem segir þetta vægðarlausa umfjöllun.Þingflokkurinn sleginn„Ótrúlegt hvernig fólk leyfir sér að taka einstakling fyrir og af lífi, dreifa óhróðri og hlusta jafnvel ekki á þá sem eru að segja rétt frá,“ segir Þórunn. Hún segir jafnframt að þingmenn flokksins séu slegnir yfir því hvernig hægt er að koma fram við fólk opinberlega. „Fólk gefur sér einhverja svona vitleysu. Fólk sem var með honum getur alveg borið vitni um hvernig þetta var.“En, má þetta mál þá heita til marks um að fjölmiðlar séu óvenju óvægnir í garð ykkar Framsóknarmanna? „Það getur vel verið að þetta sé hluti af því. En almennt held ég að umræða sé orðin alltof lítið ígrunduð. Fólk er alltaf að bregðast við einhverju og næra umræðu sem við viljum ekkert að sé í gangi. Fólk þarf stundum að leyfa sér að staldra við og skoða málin.“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir #ásiaðfásér - Tíu tíst um uppsölu þingmannsins Notendur Twitter gerðu sér mat úr hrakförum Ásmunds Einars Daðasonar. 20. maí 2015 11:15 WOW fundar vegna flugfreyju í flugi Ásmundar Einars „Þetta er mjög alvarlegt mál,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafultrúi WOW Air. 20. maí 2015 12:21 Var Ási að fá sér? Flugfarþegi segir þingmann hafa ælt á sig eftir ofdrykkju Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis í flugi Wow Air nú á dögunum. 19. maí 2015 20:45 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
#ásiaðfásér - Tíu tíst um uppsölu þingmannsins Notendur Twitter gerðu sér mat úr hrakförum Ásmunds Einars Daðasonar. 20. maí 2015 11:15
WOW fundar vegna flugfreyju í flugi Ásmundar Einars „Þetta er mjög alvarlegt mál,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafultrúi WOW Air. 20. maí 2015 12:21
Var Ási að fá sér? Flugfarþegi segir þingmann hafa ælt á sig eftir ofdrykkju Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis í flugi Wow Air nú á dögunum. 19. maí 2015 20:45