Telur það ekki samrýmast þjóðarhagsmunum að selja erlendum aðilum bankana Birgir Olgeirsson skrifar 9. júní 2015 22:18 Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Vísir Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, telur það ekki samrýmast markmiðum um efnahagslegan stöðugleika og þjóðarhagsmuni að selja erlendum aðilum bankana. Þetta segir Frosti á Facebook eftir að fregnir bárust af bréfi sem fjármálaráðuneytið birti frá hluta af kröfuhöfum föllnu bankanna þar sem fram kemur hvaða eignir þeir eru tilbúnir að láta af hendi til að ljúka nauðasamningum samkvæmt skilyrðum stjórnvalda. Meðal þess sem kom fram í bréfinu er að kröfuhafar skuldbindi sig til að selja Arion banka og Íslandsbanka fyrir árslok 2016 að því gefnu að markaðsaðstæður séu ákjósanlegar en slitabú Glitnis á stærstan hluta í Íslandsbanka og slitabú Kaupþings á mest allt hlutafé í Arion banka. Frosti segir að ef kaupandinn verður erlendur muni sá eins og aðrir vilja hámarka hagnaðinn, en að auki taka arðinn úr landi í gjaldeyri. „Hagnaður Arion og Íslandsbanka hefur numið tugum milljarða á ári. Á einum áratug gæti erlendur kaupandi sogað hundruði milljarða í gjaldeyri út úr hagkerfinu. Mér finnst því afar einkennilegt að það geti samrýmist markmiðum um efnahagslegan stöðugleika og þjóðarhagsmuni að selja erlendum aðilum bankana,“ skrifar Frosti. Frosti nefnir um leið þá hugmynd að þjóðin eigi Landsbankann og feli honum að vera samfélagsbanki(non-profit) sem keppi að því að bjóða gott verð og þjónustu. „Þá verða hinir bankarnir að mæta þeirri samkeppni öllum landsmönnum til hagsbóta.“Slitabú föllnu bankana eiga Íslandsbanka og Arion banka að mestu leiti og áforma að selja þá á þessu ári ef aðstæður...Posted by Frosti Sigurjonsson on Tuesday, June 9, 2015 Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Íslandsbanki jafnvel seldur í næstu viku Ríkissjóður gæti fengið yfir 100 milljarða fyrir söluna. 9. júní 2015 10:53 Íslandsbanki og Arion banki verði seldir fyrir árslok 2016 Hluti kröfuhafa Glitnis og Kaupþings stefna að því að bankarnir verði seldir fyrir árslok 2016 gangi nauðasamningar eftir. 9. júní 2015 09:47 Fjármálaráðherra fagnar sölu á bönkunum Dósent í hagfræði kallar eftir stefnu stjórnvalda um hvernig fjármálakerfi Íslendingar ætli að hafa. 9. júní 2015 19:00 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, telur það ekki samrýmast markmiðum um efnahagslegan stöðugleika og þjóðarhagsmuni að selja erlendum aðilum bankana. Þetta segir Frosti á Facebook eftir að fregnir bárust af bréfi sem fjármálaráðuneytið birti frá hluta af kröfuhöfum föllnu bankanna þar sem fram kemur hvaða eignir þeir eru tilbúnir að láta af hendi til að ljúka nauðasamningum samkvæmt skilyrðum stjórnvalda. Meðal þess sem kom fram í bréfinu er að kröfuhafar skuldbindi sig til að selja Arion banka og Íslandsbanka fyrir árslok 2016 að því gefnu að markaðsaðstæður séu ákjósanlegar en slitabú Glitnis á stærstan hluta í Íslandsbanka og slitabú Kaupþings á mest allt hlutafé í Arion banka. Frosti segir að ef kaupandinn verður erlendur muni sá eins og aðrir vilja hámarka hagnaðinn, en að auki taka arðinn úr landi í gjaldeyri. „Hagnaður Arion og Íslandsbanka hefur numið tugum milljarða á ári. Á einum áratug gæti erlendur kaupandi sogað hundruði milljarða í gjaldeyri út úr hagkerfinu. Mér finnst því afar einkennilegt að það geti samrýmist markmiðum um efnahagslegan stöðugleika og þjóðarhagsmuni að selja erlendum aðilum bankana,“ skrifar Frosti. Frosti nefnir um leið þá hugmynd að þjóðin eigi Landsbankann og feli honum að vera samfélagsbanki(non-profit) sem keppi að því að bjóða gott verð og þjónustu. „Þá verða hinir bankarnir að mæta þeirri samkeppni öllum landsmönnum til hagsbóta.“Slitabú föllnu bankana eiga Íslandsbanka og Arion banka að mestu leiti og áforma að selja þá á þessu ári ef aðstæður...Posted by Frosti Sigurjonsson on Tuesday, June 9, 2015
Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Íslandsbanki jafnvel seldur í næstu viku Ríkissjóður gæti fengið yfir 100 milljarða fyrir söluna. 9. júní 2015 10:53 Íslandsbanki og Arion banki verði seldir fyrir árslok 2016 Hluti kröfuhafa Glitnis og Kaupþings stefna að því að bankarnir verði seldir fyrir árslok 2016 gangi nauðasamningar eftir. 9. júní 2015 09:47 Fjármálaráðherra fagnar sölu á bönkunum Dósent í hagfræði kallar eftir stefnu stjórnvalda um hvernig fjármálakerfi Íslendingar ætli að hafa. 9. júní 2015 19:00 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Íslandsbanki jafnvel seldur í næstu viku Ríkissjóður gæti fengið yfir 100 milljarða fyrir söluna. 9. júní 2015 10:53
Íslandsbanki og Arion banki verði seldir fyrir árslok 2016 Hluti kröfuhafa Glitnis og Kaupþings stefna að því að bankarnir verði seldir fyrir árslok 2016 gangi nauðasamningar eftir. 9. júní 2015 09:47
Fjármálaráðherra fagnar sölu á bönkunum Dósent í hagfræði kallar eftir stefnu stjórnvalda um hvernig fjármálakerfi Íslendingar ætli að hafa. 9. júní 2015 19:00