James með þrefalda tvennu þegar Cleveland jafnaði metin | Myndbönd Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júní 2015 07:27 LeBron James fagnaði vel og innilega eftir að sigur Cleveland var í höfn. vísir/getty LeBron James fór á kostum þegar Cleveland Cavaliers jafnaði metin gegn Golden State Warriors í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í nótt. James, sem er að spila í lokaúrslitum fimmta árið í röð, bauð upp á þrefalda tvennu; 39 stig, 16 fráköst og 11 stoðsendingar, í tveggja stiga sigri Cleveland, 93-95. Þetta var aðeins fjórða tap Golden State á heimavelli í vetur. Líkt og í fyrsta leiknum, sem Golden State vann, þurfti að framlengja leikinn í nótt. Cleveland leiddi nær allan leikinn og þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir munaði 11 stigum á liðunum, 72-83. En Golden State gafst ekki upp og náði að knýja fram framlengingu. Stephen Curry, verðmætasti leikmaður tímabilsins, náði sér ekki á strik í nótt en hann hitti aðeins úr fimm af 23 skotum sínum utan að velli og skoraði 19 stig. Hann tapaði boltanum auk þess sex sinnum.Klay Thompson var stigahæstur í liði Golden State með 34 stig.vísir/gettyÁstralinn Matthew Dellavedova, sem tók sæti hins meidda Kyrie Irving í byrjunarliði Cleveland, reyndist betri en enginn í nótt. Auk þess að spila góða vörn á Curry setti hann niður tvö vítaskot þegar tíu sekúndur voru eftir af framlengingunni og kom Cleveland einu stigi yfir, 93-94. Í kjölfarið klúðraði Curry enn einu skotinu og Stríðsmennirnir neyddust til að senda James á vítalínuna. Hann setti annað af tveimur vítum niður og kom Cleveland tveimur stigum yfir, 93-95. Golden State hafði tæpar fimm sekúndur til að jafna leikinn en Curry tapaði boltanum. Fyrsti sigur Cleveland í lokaúrslitum því staðreynd. James var stigahæstur í liði Cleveland með 39 stig. Rússneski miðherjinn Timofey Mozgov kom næstur með 17 stig, auk þess sem hann tók 11 fráköst. J.R. Smith gerði 13 stig af bekknum og Dellavedova var með níu stig, fimm fráköst og þrjá stolna bolta. Klay Thompson skoraði mest í liði Golden State, eða 34 stig. Næsti leikur fer fram á heimavelli Cleveland aðfaranótt miðvikudags og hefst klukkan 01:00. NBA Tengdar fréttir LeBron skoraði 44 stig en Golden State vann í framlengingu | Myndbönd Úrslitaeinvígið í NBA-deildinni í körfubolta byrjaði stórkostlega í nótt. 5. júní 2015 07:15 Irving úr leik | Áfall fyrir Cleveland Kyrie Irving leikur ekki meira með Cleveland Cavaliers í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta vegna hnémeiðsla. 5. júní 2015 23:31 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
LeBron James fór á kostum þegar Cleveland Cavaliers jafnaði metin gegn Golden State Warriors í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í nótt. James, sem er að spila í lokaúrslitum fimmta árið í röð, bauð upp á þrefalda tvennu; 39 stig, 16 fráköst og 11 stoðsendingar, í tveggja stiga sigri Cleveland, 93-95. Þetta var aðeins fjórða tap Golden State á heimavelli í vetur. Líkt og í fyrsta leiknum, sem Golden State vann, þurfti að framlengja leikinn í nótt. Cleveland leiddi nær allan leikinn og þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir munaði 11 stigum á liðunum, 72-83. En Golden State gafst ekki upp og náði að knýja fram framlengingu. Stephen Curry, verðmætasti leikmaður tímabilsins, náði sér ekki á strik í nótt en hann hitti aðeins úr fimm af 23 skotum sínum utan að velli og skoraði 19 stig. Hann tapaði boltanum auk þess sex sinnum.Klay Thompson var stigahæstur í liði Golden State með 34 stig.vísir/gettyÁstralinn Matthew Dellavedova, sem tók sæti hins meidda Kyrie Irving í byrjunarliði Cleveland, reyndist betri en enginn í nótt. Auk þess að spila góða vörn á Curry setti hann niður tvö vítaskot þegar tíu sekúndur voru eftir af framlengingunni og kom Cleveland einu stigi yfir, 93-94. Í kjölfarið klúðraði Curry enn einu skotinu og Stríðsmennirnir neyddust til að senda James á vítalínuna. Hann setti annað af tveimur vítum niður og kom Cleveland tveimur stigum yfir, 93-95. Golden State hafði tæpar fimm sekúndur til að jafna leikinn en Curry tapaði boltanum. Fyrsti sigur Cleveland í lokaúrslitum því staðreynd. James var stigahæstur í liði Cleveland með 39 stig. Rússneski miðherjinn Timofey Mozgov kom næstur með 17 stig, auk þess sem hann tók 11 fráköst. J.R. Smith gerði 13 stig af bekknum og Dellavedova var með níu stig, fimm fráköst og þrjá stolna bolta. Klay Thompson skoraði mest í liði Golden State, eða 34 stig. Næsti leikur fer fram á heimavelli Cleveland aðfaranótt miðvikudags og hefst klukkan 01:00.
NBA Tengdar fréttir LeBron skoraði 44 stig en Golden State vann í framlengingu | Myndbönd Úrslitaeinvígið í NBA-deildinni í körfubolta byrjaði stórkostlega í nótt. 5. júní 2015 07:15 Irving úr leik | Áfall fyrir Cleveland Kyrie Irving leikur ekki meira með Cleveland Cavaliers í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta vegna hnémeiðsla. 5. júní 2015 23:31 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
LeBron skoraði 44 stig en Golden State vann í framlengingu | Myndbönd Úrslitaeinvígið í NBA-deildinni í körfubolta byrjaði stórkostlega í nótt. 5. júní 2015 07:15
Irving úr leik | Áfall fyrir Cleveland Kyrie Irving leikur ekki meira með Cleveland Cavaliers í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta vegna hnémeiðsla. 5. júní 2015 23:31