Steingrímur sagði meðal annars að það sé ekki ný hugsun að málum heimsin væri betur farið ef konur réðu meiru um hlutina. Hann minntist ráðstefnu þar sem hann lagði fram hugmynd um að konur stýrðu heiminum í fimmtíu ár og athugað væri hvort heimurinn væri ekki betur staddur í kjölfarið.
„Ég tek hugmynd Ragnheiðar ekki sem gríni og ég er með uppástungu hvernig við getum byrjað,“ segir Steingrímur. „Ég legg til að við karlar á þingi víkjum sæti og varamenn okkar taki okkar sæti. Þá karlkyns varamenn okkar geri slíkt hið sama þannig að á hátíðarfundi Alþingis 19. júní næstkomandi skipi eingöngu konur þingsalinn. Slíkt myndi vekja athygli langt út fyrir landssteinana.“
Upphafleg tillaga Ragnheiðar hljóðaði upp á að árið 2017-2019 sætu eingöngu konur á þingi.
