Bara sex hafa skorað meira í sínum fyrsta landsleik síðustu 29 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2015 07:30 Kristófer Acox er KR-ingur sem spilar með Furman-háskólanum. vísir/valli Kristófer Acox var í byrjunarliðinu í fyrsta landsleiknum sínum í gær þegar Ísland vann 22 stiga sigur á Andorra, 83-61. Kristófer Acox skoraði 11 stig á rúmum 17 mínútum í leiknum og varð fyrsti leikmaðurinn í tíu ár til að skora yfir tíu stig í fyrsta landsleik sínum. Hann var einnig með 6 fráköst, 1 stolinn bolta og 1 varið skot. Kristófer nýtti fimm af átta skotum sínum utan af velli og setti niður eina vítaskotið sitt í leiknum. Kristófer Acox byrjaði fyrsta landsleikinn sinn en það hafa bara fimm aðrir nýliðar gert á þessari öld eða þeir Jón Arnór Stefánsson (2000), Brenton Birmingham (2002), Pavel Ermolinskij (2004), Darrel Lewis (2005) og Ragnar Nathanaelsson (2013). Það hafa ennfremur bara sex hafa skorað meira en Kristófer í fyrsta landsleik sínum frá árinu 1986 og enginn nýliði hefur skorað 11 stig eða meira í fyrsta landsleik sínum undanfarinn áratug. Leikmennirnir sem hafa skorað meira en 11 stig í sínum fyrsta landsleik frá 1986 eru Jóhannes Kristbjörnsson, Brenton Birmingham, Jón Arnar Ingvarsson, Kristinn Einarsson, Guðjón Skúlason og Arnar Freyr Jónsson. Jóhannes, Arnar Freyr, Kristinn og Brenton voru allir stigahæstir í sínum fyrsta landsleik. Kristófer Acox skoraði fimm körfur í leiknum þar af voru tvær troðslur en þær komu báðar eftir stoðsendingar frá Ægi Þór Steinarssyni. Ægir átti alls fjórar stoðsendingar á Kristófer í leiknum. Kristófer Acox var að klára sitt annað tímabil með Furman-háskólaliðinu þar sem hann var með 7,0 stig og 7,5 fráköst að meðaltali í 1. deild bandaríska háskólaboltans. Kristófer lék með KR áður en hann fór út til Bandaríkjanna. Flest stig í fyrsta landsleiknum sínum frá árinu 1986: 28 stig - Jóhannes Kristbjörnsson, 1986 27 stig - Brenton Birmingham 2002 18 stig - Jón Arnar Ingvarsson, 1990 17 stig - Kristinn Einarsson, 1986 15 stig - Guðjón Skúlason, 1988 13 stig - Arnar Freyr Jónsson, 2004 11 stig - Kristófer Acox, 2015 11 stig - Darrel Lewis, 2005 11 stig - Hermann Hauksson, 1994 11 stig - Magnús Helgi Matthíasson, 1987 10 stig - Damon Johnson, 2003 10 stig - Hreggviður Magnússon, 2000 10 stig - Alexander Ermolinskij, 1997 10 stig - Magnús Guðfinnsson, 1988 Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Sjá meira
Kristófer Acox var í byrjunarliðinu í fyrsta landsleiknum sínum í gær þegar Ísland vann 22 stiga sigur á Andorra, 83-61. Kristófer Acox skoraði 11 stig á rúmum 17 mínútum í leiknum og varð fyrsti leikmaðurinn í tíu ár til að skora yfir tíu stig í fyrsta landsleik sínum. Hann var einnig með 6 fráköst, 1 stolinn bolta og 1 varið skot. Kristófer nýtti fimm af átta skotum sínum utan af velli og setti niður eina vítaskotið sitt í leiknum. Kristófer Acox byrjaði fyrsta landsleikinn sinn en það hafa bara fimm aðrir nýliðar gert á þessari öld eða þeir Jón Arnór Stefánsson (2000), Brenton Birmingham (2002), Pavel Ermolinskij (2004), Darrel Lewis (2005) og Ragnar Nathanaelsson (2013). Það hafa ennfremur bara sex hafa skorað meira en Kristófer í fyrsta landsleik sínum frá árinu 1986 og enginn nýliði hefur skorað 11 stig eða meira í fyrsta landsleik sínum undanfarinn áratug. Leikmennirnir sem hafa skorað meira en 11 stig í sínum fyrsta landsleik frá 1986 eru Jóhannes Kristbjörnsson, Brenton Birmingham, Jón Arnar Ingvarsson, Kristinn Einarsson, Guðjón Skúlason og Arnar Freyr Jónsson. Jóhannes, Arnar Freyr, Kristinn og Brenton voru allir stigahæstir í sínum fyrsta landsleik. Kristófer Acox skoraði fimm körfur í leiknum þar af voru tvær troðslur en þær komu báðar eftir stoðsendingar frá Ægi Þór Steinarssyni. Ægir átti alls fjórar stoðsendingar á Kristófer í leiknum. Kristófer Acox var að klára sitt annað tímabil með Furman-háskólaliðinu þar sem hann var með 7,0 stig og 7,5 fráköst að meðaltali í 1. deild bandaríska háskólaboltans. Kristófer lék með KR áður en hann fór út til Bandaríkjanna. Flest stig í fyrsta landsleiknum sínum frá árinu 1986: 28 stig - Jóhannes Kristbjörnsson, 1986 27 stig - Brenton Birmingham 2002 18 stig - Jón Arnar Ingvarsson, 1990 17 stig - Kristinn Einarsson, 1986 15 stig - Guðjón Skúlason, 1988 13 stig - Arnar Freyr Jónsson, 2004 11 stig - Kristófer Acox, 2015 11 stig - Darrel Lewis, 2005 11 stig - Hermann Hauksson, 1994 11 stig - Magnús Helgi Matthíasson, 1987 10 stig - Damon Johnson, 2003 10 stig - Hreggviður Magnússon, 2000 10 stig - Alexander Ermolinskij, 1997 10 stig - Magnús Guðfinnsson, 1988
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Sjá meira