Umsögn um endurupptöku skilað í dag Samúel Karl Ólason skrifar 1. júní 2015 15:09 Endurupptökubeiðnirnar byggja að mestu á skýrslu starfshóps Ögmundar Jónassonar sem komst að þeirri niðurstöðu að frumburðir sakborninga hafi ýmist verið falskir eða óáreiðanlegir. Vísir/GVA Davíð Þór Björgvinnsson, settur ríkissaksóknari í Guðmundar og Geirfinnsmálinu, mun skila í dag umsögn sinni um endurupptökubeiðni málsins. Umsögninni mun hann skila til endurupptökunefndar. Umsögn Davíðs kemur að tveimur endurupptökubeiðnum frá Erlu Bolladóttur og Guðjóni Skarphéðinssyni. Skilafrestur umsagnarinnar hefur verið framlengdur þrisvar sinnum og rennur út í dag. Sjá einnig: Erla Bolladóttir fer formlega fram á endurupptöku Sérfræðingahópur sem fór yfir gögn í málinu skilaði skýrslu í mars 2013 til þáverandi innanríkisráðherra, Ögmundar Jónassonar. Hópurinn komst að því að veigamikil rök væru fyrir því að taka málið upp aftur og fóru tveir af sakborningunum, þau Guðjón Skarphéðinsson og Erla Bolladóttir, formlega fram á endurupptöku um sumarið. Davíð Þór vill ekki tjá sig um umsögnina og segir það vera verk upptökunefndarinnar. Fyrst var fjallað um málið á vef RÚV í dag.Fimm beiðnir borist Alls hafa fimm endurupptökubeiðnir borist. Nú síðast frá erfingjum þeirra Tryggva Rúnars Leifssonar og Sævars Ciesielski. Beiðnirnar byggja að mestu á skýrslu starfshóps Ögmundar Jónassonar sem komst að þeirri niðurstöðu að frumburðir sakborninga hafi ýmist verið falskir eða óáreiðanlegir. Því standi veigamikil rök til þess að málið verði tekið upp aftur. Þá samþykkti Alþingi í fyrra lög sem gera aðstandendum látinna dómþola kleift að biðja um endurupptöku mála þeirra. Erla Bolladóttir var dæmd í þriggja ára fangelsi. Guðjón Skarphéðinsson var dæmdur í tíu ára fangelsi. Tryggvi Rúnar Leifsson var dæmdur í þrettán ára fangelsi og Sævar Ciecielski var dæmdur í sautján ára fangelsi. Einnig barst endurupptökubeiðni frá Alberti Klahn Skaftasyni. Hann var dæmdur í ársfangelsi fyrir að tálma rannsókn málsins á sínum tíma. Björn Bergsson, formaður upptökunefndarinnar, segir að umsögnin verði svo send til Ragnars Aðalsteinssonar, lögmanns þeirra Erlu og Guðjóns. Hann muni gera athugasemdir um umsögn Davíðs. Án þess að hafa séð umfang umsagnirinnar gerir Björn ráð fyrir því að Ragnari verði veittur frestur til ágústloka. Alþingi Tengdar fréttir Vill að afkomendur hennar viti að hún er saklaus Sækja á um endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Erla Bolladóttir segir endurupptöku vera henni afar mikilvæga. 20. júní 2014 07:00 Erla Bolladóttir fer formlega fram á endurupptöku Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir að ekkert mál af þessari stærðargráðu hafi borist endurupptökunefnd til þessa. 19. júní 2014 15:30 Davíð Þór tjáði sig um Guðmundar- og Geirfinnsmálin árið 1997 Settur saksóknari til að fara yfir endurupptökubeiðni í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, tjáði sig ítarlega um málið í sjónvarpsþætti á RÚV árið 1997. 3. október 2014 19:34 Davíð Þór settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu Davíð Þór Björgvinsson lagaprófessor og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu hefur verið ráðinn til að taka við verkefni ríkissaksóknara vegna endurupptökubeiðna í Guðmundar -og Geirfinnsmálinu. 3. október 2014 11:55 Fara fram á endurupptöku í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu Beiðnin byggir að stórum hluta á skýrslu starfshóps Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi innanríkisráðherra. 13. mars 2015 13:10 Ættingjar látinna sakborninga geta krafist endurupptöku Alþingi setti lög í gærkvöldi sem gera ættingjum tveggja dæmdra manna í Guðmundar- og Geirfinnsmálum kleift að krefjast endurupptöku málanna. 17. desember 2014 13:10 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Sjá meira
Davíð Þór Björgvinnsson, settur ríkissaksóknari í Guðmundar og Geirfinnsmálinu, mun skila í dag umsögn sinni um endurupptökubeiðni málsins. Umsögninni mun hann skila til endurupptökunefndar. Umsögn Davíðs kemur að tveimur endurupptökubeiðnum frá Erlu Bolladóttur og Guðjóni Skarphéðinssyni. Skilafrestur umsagnarinnar hefur verið framlengdur þrisvar sinnum og rennur út í dag. Sjá einnig: Erla Bolladóttir fer formlega fram á endurupptöku Sérfræðingahópur sem fór yfir gögn í málinu skilaði skýrslu í mars 2013 til þáverandi innanríkisráðherra, Ögmundar Jónassonar. Hópurinn komst að því að veigamikil rök væru fyrir því að taka málið upp aftur og fóru tveir af sakborningunum, þau Guðjón Skarphéðinsson og Erla Bolladóttir, formlega fram á endurupptöku um sumarið. Davíð Þór vill ekki tjá sig um umsögnina og segir það vera verk upptökunefndarinnar. Fyrst var fjallað um málið á vef RÚV í dag.Fimm beiðnir borist Alls hafa fimm endurupptökubeiðnir borist. Nú síðast frá erfingjum þeirra Tryggva Rúnars Leifssonar og Sævars Ciesielski. Beiðnirnar byggja að mestu á skýrslu starfshóps Ögmundar Jónassonar sem komst að þeirri niðurstöðu að frumburðir sakborninga hafi ýmist verið falskir eða óáreiðanlegir. Því standi veigamikil rök til þess að málið verði tekið upp aftur. Þá samþykkti Alþingi í fyrra lög sem gera aðstandendum látinna dómþola kleift að biðja um endurupptöku mála þeirra. Erla Bolladóttir var dæmd í þriggja ára fangelsi. Guðjón Skarphéðinsson var dæmdur í tíu ára fangelsi. Tryggvi Rúnar Leifsson var dæmdur í þrettán ára fangelsi og Sævar Ciecielski var dæmdur í sautján ára fangelsi. Einnig barst endurupptökubeiðni frá Alberti Klahn Skaftasyni. Hann var dæmdur í ársfangelsi fyrir að tálma rannsókn málsins á sínum tíma. Björn Bergsson, formaður upptökunefndarinnar, segir að umsögnin verði svo send til Ragnars Aðalsteinssonar, lögmanns þeirra Erlu og Guðjóns. Hann muni gera athugasemdir um umsögn Davíðs. Án þess að hafa séð umfang umsagnirinnar gerir Björn ráð fyrir því að Ragnari verði veittur frestur til ágústloka.
Alþingi Tengdar fréttir Vill að afkomendur hennar viti að hún er saklaus Sækja á um endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Erla Bolladóttir segir endurupptöku vera henni afar mikilvæga. 20. júní 2014 07:00 Erla Bolladóttir fer formlega fram á endurupptöku Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir að ekkert mál af þessari stærðargráðu hafi borist endurupptökunefnd til þessa. 19. júní 2014 15:30 Davíð Þór tjáði sig um Guðmundar- og Geirfinnsmálin árið 1997 Settur saksóknari til að fara yfir endurupptökubeiðni í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, tjáði sig ítarlega um málið í sjónvarpsþætti á RÚV árið 1997. 3. október 2014 19:34 Davíð Þór settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu Davíð Þór Björgvinsson lagaprófessor og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu hefur verið ráðinn til að taka við verkefni ríkissaksóknara vegna endurupptökubeiðna í Guðmundar -og Geirfinnsmálinu. 3. október 2014 11:55 Fara fram á endurupptöku í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu Beiðnin byggir að stórum hluta á skýrslu starfshóps Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi innanríkisráðherra. 13. mars 2015 13:10 Ættingjar látinna sakborninga geta krafist endurupptöku Alþingi setti lög í gærkvöldi sem gera ættingjum tveggja dæmdra manna í Guðmundar- og Geirfinnsmálum kleift að krefjast endurupptöku málanna. 17. desember 2014 13:10 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Sjá meira
Vill að afkomendur hennar viti að hún er saklaus Sækja á um endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Erla Bolladóttir segir endurupptöku vera henni afar mikilvæga. 20. júní 2014 07:00
Erla Bolladóttir fer formlega fram á endurupptöku Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir að ekkert mál af þessari stærðargráðu hafi borist endurupptökunefnd til þessa. 19. júní 2014 15:30
Davíð Þór tjáði sig um Guðmundar- og Geirfinnsmálin árið 1997 Settur saksóknari til að fara yfir endurupptökubeiðni í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, tjáði sig ítarlega um málið í sjónvarpsþætti á RÚV árið 1997. 3. október 2014 19:34
Davíð Þór settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu Davíð Þór Björgvinsson lagaprófessor og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu hefur verið ráðinn til að taka við verkefni ríkissaksóknara vegna endurupptökubeiðna í Guðmundar -og Geirfinnsmálinu. 3. október 2014 11:55
Fara fram á endurupptöku í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu Beiðnin byggir að stórum hluta á skýrslu starfshóps Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi innanríkisráðherra. 13. mars 2015 13:10
Ættingjar látinna sakborninga geta krafist endurupptöku Alþingi setti lög í gærkvöldi sem gera ættingjum tveggja dæmdra manna í Guðmundar- og Geirfinnsmálum kleift að krefjast endurupptöku málanna. 17. desember 2014 13:10