„Í alvöru. Hann var yfir þegar FIFA gekk í gegnum mesta skandal í sögu sambandsins. Þetta er eins og ef yfirmaður hjá Sony myndi gefa grænt á ljós á framhaldsmynd af Aloha.“
Þetta sagði sjónvarpsmaðurinn John Oliver um Sepp Blatter, forseta FIFA, í þætti sínum Last Week Tonight þar sem hann gerir grín að fréttum og málefnum, en þátturinn er sýndur á Stöð 2.
Oliver er betri en margir í að útskýra hlutina á einfaldan og skemmtilegan hátt, en ekki er langt síðan hann reyndi að koma öllum í skilning um hversu spillt Alþjóðaknattspyrnusambandið er.
Oliver fór aftur yfir málin í nýjasta þætti sínum þar sem aðildarríkjum FIFA tókst að kjósa Blatter í fimmta sinn þrátt fyrir allt sem gengið hefur á.
Þetta bráðskemmtilega myndband má sjá hér að ofan.
John Oliver tekur FIFA aftur í gegn
Tengdar fréttir

Vilhjálmur prins: FIFA þarf að breytast
Breski prinsinn kallaði eftir því að styrktaraðilar þrýstu á að breytingar yrðu gerðar hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu.


Fyrrverandi varaforseti FIFA gleypir við grínfrétt
Jack Warner notaði grein frá Onion um að HM yrði haldið á þessu ári í Bandaríkjunum til að verja FIFA.

Sigurræða Blatters: Ég er ekki fullkominn
Svisslendingurinn hlaut afburðakosningu þrátt fyrir uppljóstranir um spillingu í aðdraganda FIFA-þingsins.