Ekkert sem bendi til undirliggjandi vandamála né siðblindu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 18. júní 2015 12:37 Konan mætti fyrir dóm í dag í fylgd lögregluvarða en hún hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 14.febrúar. vísir/sunna karen Geðlæknir sem framkvæmdi sálfræðimat á konunni sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana við Skúlaskeið í Hafnarfirði í febrúar sagði ekkert benda til þess að hún eigi við einhver geðræn vandamál að stríða. Hún sé heilsteypt, dugleg og samviskusöm kona. Þá hafi ekkert bent til siðblindu, eftir siðblindupróf sem konunni var gert að fara í. Umræddur geðlæknir gaf skýrslu í máli ákæruvaldsins á hendur konunni í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Hann sagði konuna tala fallega um sambýlismann sinn og taldi fullvíst að samband þeirra hafi verið mjög ástríkt. Hún hafi þó efast um sjálfa sig í sálfræðimatinu. Telur sig ábyrga„Mér fannst hennar frásögn út í gegn heilsteypt. Ég sá sorgarviðbrögð og hún varð oft meyr. Eins og ég skil þetta þá studdi hún hann og ég held hún hafi elskað þennan mann,“ sagði geðlæknirinn. „En það sem er svolítið merkilegt er að ef ég skil þetta rétt þá hefur hún aldrei talið sig hafa gert þetta. Mér finnst eins og hún telji sig eiga sök á því sem gerðist og sé ábyrg fyrir dauða hans.“ Konan var því metin sakhæf en hún gæti átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsisvist. Hún sagði fyrir dómi í dag að hún og sambýlismaður hennar hafi bæði verið mjög drukkin daginn örlagaríka og kvaðst því ekki vita hvað hefði átt sér stað á heimili þeirra. Sjá einnig: Þreif blóðið af manninum og klæddi í ný föt áður en hún óskaði eftir aðstoð Talið er að maðurinn hafi látist á milli klukkan tólf og fjórtán hinn 14. febrúar síðastliðinn en skömmu fyrir hádegi tók hann leigubíl í vínbúð í Hafnarfirði áður en þau fóru saman í matvöruverslun. Konan neitar sök í málinu og hafnar jafnframt öllum bótakröfum.vísir/stefán Bæði tvö í annarlegu ástandi Leigubílstjórinn sem ók þeim gaf jafnframt skýrslu í málinu. Hann sagði engan vafa ríkja um að þau hefðu bæði verið í annarlegu ástandi þennan morgun, en áður en konan settist upp í leigubíl datt hún og sambýlismaður hennar hjálpaði henni á fætur. Þá sagði hann ekkert hafa bent til þess að eitthvað ósætti hafi verið á milli þeirra. „Fréttirnar komu mér mjög á óvart. En ég skil ekki pólsku þannig að ég veit ekki hvað fór þeirra á milli, en allt í góðu eins og ég les það,“ sagði leigubílstjórinn. Fyrir dómi sagðist konan hafa vaknað árla morguns og fengið sér tvo bjóra og hugsanlega eitt til tvö vodkastaup. Hún sagðist hafa lagt sig og svo fundið manninn látinn. Þá hafi hún hringt í dóttur sína sem kom henni til aðstoðar, en dóttirin neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi í dag. Konan neitaði sök í málinu og hafnaði jafnframt öllum bótakröfum. Móðir og faðir mannsins fara hvort um sig fram á þrjár milljónir króna í miskabætur. Aðalmeðferð í málinu lýkur á morgun, en dómari málsins ákvað, vegna afstöðu ákærðu, að hafa dóminn fjölskipaðan. Dómsmál Morð í Skúlaskeiði 2015 Tengdar fréttir Mannslát í Hafnarfirði: Hin grunaða neitaði sök Konan sem ákærð er fyrir að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnafirði í febrúar neitaði í morgun sök við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness. 13. maí 2015 08:54 Kona á sextugsaldri í gæsluvarðhaldi fram yfir helgi Lögregla hefur hvorki haft áður afskipti af konu sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum með eggvopni um helgina, né manninum sem ráðinn var bani. 16. febrúar 2015 07:00 Mannslát í Hafnarfirði: Lögregla áður kölluð í íbúðina í Skúlaskeiði Konan sem er grunuð um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana hafði nýverið flutt í kjallara húss að Skúlaskeiði 24 í Hafnarfirði. Íbúi í húsinu segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna ónæðis og drykkjuláta fyrir um það bil mánuði. 17. febrúar 2015 07:00 Morð í sömu götu fyrir þremur árum Skúlaskeið í Hafnarfirði var vettvangur morðs fyrir þremur árum. Kona er í haldi lögreglu grunuð um að hafa banað sambýlismanni sínum í sömu götu á laugardaginn. 16. febrúar 2015 11:51 Þreif blóðið af sambýlismanni sínum og klæddi í föt áður en hún óskaði eftir aðstoð Konan sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra í Hafnarfirði neitar sök í málinu. 18. júní 2015 10:43 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Geðlæknir sem framkvæmdi sálfræðimat á konunni sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana við Skúlaskeið í Hafnarfirði í febrúar sagði ekkert benda til þess að hún eigi við einhver geðræn vandamál að stríða. Hún sé heilsteypt, dugleg og samviskusöm kona. Þá hafi ekkert bent til siðblindu, eftir siðblindupróf sem konunni var gert að fara í. Umræddur geðlæknir gaf skýrslu í máli ákæruvaldsins á hendur konunni í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Hann sagði konuna tala fallega um sambýlismann sinn og taldi fullvíst að samband þeirra hafi verið mjög ástríkt. Hún hafi þó efast um sjálfa sig í sálfræðimatinu. Telur sig ábyrga„Mér fannst hennar frásögn út í gegn heilsteypt. Ég sá sorgarviðbrögð og hún varð oft meyr. Eins og ég skil þetta þá studdi hún hann og ég held hún hafi elskað þennan mann,“ sagði geðlæknirinn. „En það sem er svolítið merkilegt er að ef ég skil þetta rétt þá hefur hún aldrei talið sig hafa gert þetta. Mér finnst eins og hún telji sig eiga sök á því sem gerðist og sé ábyrg fyrir dauða hans.“ Konan var því metin sakhæf en hún gæti átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsisvist. Hún sagði fyrir dómi í dag að hún og sambýlismaður hennar hafi bæði verið mjög drukkin daginn örlagaríka og kvaðst því ekki vita hvað hefði átt sér stað á heimili þeirra. Sjá einnig: Þreif blóðið af manninum og klæddi í ný föt áður en hún óskaði eftir aðstoð Talið er að maðurinn hafi látist á milli klukkan tólf og fjórtán hinn 14. febrúar síðastliðinn en skömmu fyrir hádegi tók hann leigubíl í vínbúð í Hafnarfirði áður en þau fóru saman í matvöruverslun. Konan neitar sök í málinu og hafnar jafnframt öllum bótakröfum.vísir/stefán Bæði tvö í annarlegu ástandi Leigubílstjórinn sem ók þeim gaf jafnframt skýrslu í málinu. Hann sagði engan vafa ríkja um að þau hefðu bæði verið í annarlegu ástandi þennan morgun, en áður en konan settist upp í leigubíl datt hún og sambýlismaður hennar hjálpaði henni á fætur. Þá sagði hann ekkert hafa bent til þess að eitthvað ósætti hafi verið á milli þeirra. „Fréttirnar komu mér mjög á óvart. En ég skil ekki pólsku þannig að ég veit ekki hvað fór þeirra á milli, en allt í góðu eins og ég les það,“ sagði leigubílstjórinn. Fyrir dómi sagðist konan hafa vaknað árla morguns og fengið sér tvo bjóra og hugsanlega eitt til tvö vodkastaup. Hún sagðist hafa lagt sig og svo fundið manninn látinn. Þá hafi hún hringt í dóttur sína sem kom henni til aðstoðar, en dóttirin neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi í dag. Konan neitaði sök í málinu og hafnaði jafnframt öllum bótakröfum. Móðir og faðir mannsins fara hvort um sig fram á þrjár milljónir króna í miskabætur. Aðalmeðferð í málinu lýkur á morgun, en dómari málsins ákvað, vegna afstöðu ákærðu, að hafa dóminn fjölskipaðan.
Dómsmál Morð í Skúlaskeiði 2015 Tengdar fréttir Mannslát í Hafnarfirði: Hin grunaða neitaði sök Konan sem ákærð er fyrir að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnafirði í febrúar neitaði í morgun sök við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness. 13. maí 2015 08:54 Kona á sextugsaldri í gæsluvarðhaldi fram yfir helgi Lögregla hefur hvorki haft áður afskipti af konu sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum með eggvopni um helgina, né manninum sem ráðinn var bani. 16. febrúar 2015 07:00 Mannslát í Hafnarfirði: Lögregla áður kölluð í íbúðina í Skúlaskeiði Konan sem er grunuð um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana hafði nýverið flutt í kjallara húss að Skúlaskeiði 24 í Hafnarfirði. Íbúi í húsinu segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna ónæðis og drykkjuláta fyrir um það bil mánuði. 17. febrúar 2015 07:00 Morð í sömu götu fyrir þremur árum Skúlaskeið í Hafnarfirði var vettvangur morðs fyrir þremur árum. Kona er í haldi lögreglu grunuð um að hafa banað sambýlismanni sínum í sömu götu á laugardaginn. 16. febrúar 2015 11:51 Þreif blóðið af sambýlismanni sínum og klæddi í föt áður en hún óskaði eftir aðstoð Konan sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra í Hafnarfirði neitar sök í málinu. 18. júní 2015 10:43 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Mannslát í Hafnarfirði: Hin grunaða neitaði sök Konan sem ákærð er fyrir að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnafirði í febrúar neitaði í morgun sök við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness. 13. maí 2015 08:54
Kona á sextugsaldri í gæsluvarðhaldi fram yfir helgi Lögregla hefur hvorki haft áður afskipti af konu sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum með eggvopni um helgina, né manninum sem ráðinn var bani. 16. febrúar 2015 07:00
Mannslát í Hafnarfirði: Lögregla áður kölluð í íbúðina í Skúlaskeiði Konan sem er grunuð um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana hafði nýverið flutt í kjallara húss að Skúlaskeiði 24 í Hafnarfirði. Íbúi í húsinu segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna ónæðis og drykkjuláta fyrir um það bil mánuði. 17. febrúar 2015 07:00
Morð í sömu götu fyrir þremur árum Skúlaskeið í Hafnarfirði var vettvangur morðs fyrir þremur árum. Kona er í haldi lögreglu grunuð um að hafa banað sambýlismanni sínum í sömu götu á laugardaginn. 16. febrúar 2015 11:51
Þreif blóðið af sambýlismanni sínum og klæddi í föt áður en hún óskaði eftir aðstoð Konan sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra í Hafnarfirði neitar sök í málinu. 18. júní 2015 10:43