Vinnur Golden State sinn fyrsta NBA-titil í 40 ár í nótt? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júní 2015 18:15 LeBron James þarf að eiga stórleik ætli Cleveland sér að knýja fram sjöunda leikinn. vísir/getty Sjötti leikur Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar fer fram á heimavelli Cleveland, Quicken Loans Arena, í nótt. Staðan í einvíginu er 3-2, Golden State í vil, og með sigri tryggja stríðsmennirnir sér sinn fyrsta meistaratitil í 40 ár, eða frá árinu 1975 þegar Rick Barry var aðalmaðurinn í liðinu. Cleveland þarf hins vegar á sigri að halda til að jafna metin í einvíginu og knýja fram leik númer sjö í Oakland aðfaranótt laugardags. Golden State hefur unnið tvo síðustu leikina í einvíginu eftir að Cleveland tók forystuna, 2-1, með sigri í þriðja leik liðanna. Síðasti leikur liðanna var jafn lengst af og þegar rúmar fimm mínútur voru eftir munaði einu stigi á þeim, 85-84. En Golden State átti magnaðan endasprett með Andre Igoudala og Stephen Curry í broddi fylkingar og vann að lokum 13 stiga sigur, 104-91. Curry hrökk heldur betur í gang í fimmta leiknum þar sem hann skoraði 37 stig og setti m.a. niður sjö af 13 þriggja stiga skotum sínum. Curry var misjafn í fyrstu fjórum leikjunum og náði sér t.a.m. engan veginn á strik í leik númer tvö þar sem hann var aðeins með 21,7% skotnýtingu. LeBron James skoraði 40 stig, tók 14 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í fimmta leiknum en það dugði ekki til sigurs. James hefur verið magnaður í úrslitunum og boðið upp á einstaka tölfræði; 36,6 stig að meðaltali í leik, 12,4 fráköst og 8,8 stoðsendingar. Sjötti leikur Cleveland og Golden State hefst klukkan eitt í nótt og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Tómas Þór Þórðarson og Kjartan Atli Kjartansson lýsa leiknum. NBA Tengdar fréttir Kóngarnir af Akron Körfuboltakapparnir Stephen Curry og LeBron James hafa slegið hvert metið á fætur öðru í úrslitakeppninni en þeir eiga fleira sameiginlegt en að vera að endurskrifa NBA-söguna og vera komnir með liðin sína alla leið í úrslitaleikina um NBA-meistaratitilinn. Golden State Warriors, lið Currys, getur tryggt sér fyrsta titil sinn í 40 ár með sigri á heimavelli Cleveland í sjötta leiknum í kvöld. 16. júní 2015 06:00 Mikilvægi fimmta leiksins er óumdeilt Það lið sem hefur unnið leik 5 þegar staðan er 2-2 í úrslitaeinvígi hefur unnið titilinn 20 sinnum af 28 skiptum sem þessi staða hefur komið upp. 14. júní 2015 22:30 Golden State í lykilstöðu | Myndbönd LeBron James með þrefalda tvennu fyrir Cleveland en Golden State vann og er einum sigri frá titlinum. 15. júní 2015 07:41 LeBron James: Ég missi aldrei trúna af því að ég er sá besti í heimi LeBron James hefur ekki stórar áhyggjur þótt að lið hans Cleveland Cavaliers sé komið 3-2 undir og sé aðeins einum tapleik frá því að missa NBA-meistaratitilinn til Golden State Warriors. 15. júní 2015 11:00 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira
Sjötti leikur Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar fer fram á heimavelli Cleveland, Quicken Loans Arena, í nótt. Staðan í einvíginu er 3-2, Golden State í vil, og með sigri tryggja stríðsmennirnir sér sinn fyrsta meistaratitil í 40 ár, eða frá árinu 1975 þegar Rick Barry var aðalmaðurinn í liðinu. Cleveland þarf hins vegar á sigri að halda til að jafna metin í einvíginu og knýja fram leik númer sjö í Oakland aðfaranótt laugardags. Golden State hefur unnið tvo síðustu leikina í einvíginu eftir að Cleveland tók forystuna, 2-1, með sigri í þriðja leik liðanna. Síðasti leikur liðanna var jafn lengst af og þegar rúmar fimm mínútur voru eftir munaði einu stigi á þeim, 85-84. En Golden State átti magnaðan endasprett með Andre Igoudala og Stephen Curry í broddi fylkingar og vann að lokum 13 stiga sigur, 104-91. Curry hrökk heldur betur í gang í fimmta leiknum þar sem hann skoraði 37 stig og setti m.a. niður sjö af 13 þriggja stiga skotum sínum. Curry var misjafn í fyrstu fjórum leikjunum og náði sér t.a.m. engan veginn á strik í leik númer tvö þar sem hann var aðeins með 21,7% skotnýtingu. LeBron James skoraði 40 stig, tók 14 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í fimmta leiknum en það dugði ekki til sigurs. James hefur verið magnaður í úrslitunum og boðið upp á einstaka tölfræði; 36,6 stig að meðaltali í leik, 12,4 fráköst og 8,8 stoðsendingar. Sjötti leikur Cleveland og Golden State hefst klukkan eitt í nótt og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Tómas Þór Þórðarson og Kjartan Atli Kjartansson lýsa leiknum.
NBA Tengdar fréttir Kóngarnir af Akron Körfuboltakapparnir Stephen Curry og LeBron James hafa slegið hvert metið á fætur öðru í úrslitakeppninni en þeir eiga fleira sameiginlegt en að vera að endurskrifa NBA-söguna og vera komnir með liðin sína alla leið í úrslitaleikina um NBA-meistaratitilinn. Golden State Warriors, lið Currys, getur tryggt sér fyrsta titil sinn í 40 ár með sigri á heimavelli Cleveland í sjötta leiknum í kvöld. 16. júní 2015 06:00 Mikilvægi fimmta leiksins er óumdeilt Það lið sem hefur unnið leik 5 þegar staðan er 2-2 í úrslitaeinvígi hefur unnið titilinn 20 sinnum af 28 skiptum sem þessi staða hefur komið upp. 14. júní 2015 22:30 Golden State í lykilstöðu | Myndbönd LeBron James með þrefalda tvennu fyrir Cleveland en Golden State vann og er einum sigri frá titlinum. 15. júní 2015 07:41 LeBron James: Ég missi aldrei trúna af því að ég er sá besti í heimi LeBron James hefur ekki stórar áhyggjur þótt að lið hans Cleveland Cavaliers sé komið 3-2 undir og sé aðeins einum tapleik frá því að missa NBA-meistaratitilinn til Golden State Warriors. 15. júní 2015 11:00 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira
Kóngarnir af Akron Körfuboltakapparnir Stephen Curry og LeBron James hafa slegið hvert metið á fætur öðru í úrslitakeppninni en þeir eiga fleira sameiginlegt en að vera að endurskrifa NBA-söguna og vera komnir með liðin sína alla leið í úrslitaleikina um NBA-meistaratitilinn. Golden State Warriors, lið Currys, getur tryggt sér fyrsta titil sinn í 40 ár með sigri á heimavelli Cleveland í sjötta leiknum í kvöld. 16. júní 2015 06:00
Mikilvægi fimmta leiksins er óumdeilt Það lið sem hefur unnið leik 5 þegar staðan er 2-2 í úrslitaeinvígi hefur unnið titilinn 20 sinnum af 28 skiptum sem þessi staða hefur komið upp. 14. júní 2015 22:30
Golden State í lykilstöðu | Myndbönd LeBron James með þrefalda tvennu fyrir Cleveland en Golden State vann og er einum sigri frá titlinum. 15. júní 2015 07:41
LeBron James: Ég missi aldrei trúna af því að ég er sá besti í heimi LeBron James hefur ekki stórar áhyggjur þótt að lið hans Cleveland Cavaliers sé komið 3-2 undir og sé aðeins einum tapleik frá því að missa NBA-meistaratitilinn til Golden State Warriors. 15. júní 2015 11:00