Sverrir Bergmann syngur titillag kvikmyndarinnar Albatross Stefán Árni Pálsson skrifar 15. júní 2015 16:00 Albatross er nýtt lag frá Sverri Bergmann og er það titillag kvikmyndarinnar Albatross sem frumsýnd verður 19. júní. Lagið er samið af Halldóri Gunnari Pálssyni og er tekið upp í hljóðveri Fjallabræðra en forsprakki þeirra, Halldór, sá einnig um að semja tónlist fyrir myndina. Samstarf Halldórs Gunnars og Sverris undanfarin ár hefur verið gjöfult og sungu þeir sig inn í hjörtu margra með þjóðhátíðarlaginu Þar sem hjartað slær. Myndin Albatross fjallar um ungan mann að nafni Tómas sem verður ástfanginn og ákveður að leggja framtíðarplönin á hilluna til að elta kærustu sína vestur á firði þar sem hann ræður sig í sumarvinnu hjá Golfklúbbi Bolungarvíkur. Ekki beint það sem hann hafði hugsað sér eftir háskólanám en ástin spyr hvorki um stað né stund. Þar kynnist hann ansi skrautlegum samstarfsmönnum og virkilega metnaðarfullum yfirmanni sem þráir ekkert heitara en að fá stórmót á golfvöllinn í Bolungarvík og líst Tómasi ekki beint á blikuna. Allt gerir hann þetta þó fyrir hina einu sönnu en svo dynja áföllin yfir. Þannig er söguþráður gamanmyndarinnar Albatros sem tekin var upp af upprennandi kvikmyndagerðarfólki sem lagði af stað í afar metnaðarfullt verkefni sem er á lokametrunum. Hlutverk Tómasar er í höndum Ævars Arnar Jóhannssonar en með önnur helstu hlutverk myndarinnar fara Finnbogi Dagur Sigurðsson, Gunnar Kristinsson, og Birna Hjaltalín Pálmadóttir. Faðir hennar, Pálmi Gestsson, fer með hlutverk hins ofur metnaðarfulla yfirmanns Tómasar, Kjartans hins alíslenska smákóngs, sem hatar ekkert meira en Ísfirðinga og þá sérstaklega formann Golklúbbs Ísafjarðar, Þránd, sem leikinn er af Guðmundi Magnúsi Kristjánssyni. Tónlist Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Albatross er nýtt lag frá Sverri Bergmann og er það titillag kvikmyndarinnar Albatross sem frumsýnd verður 19. júní. Lagið er samið af Halldóri Gunnari Pálssyni og er tekið upp í hljóðveri Fjallabræðra en forsprakki þeirra, Halldór, sá einnig um að semja tónlist fyrir myndina. Samstarf Halldórs Gunnars og Sverris undanfarin ár hefur verið gjöfult og sungu þeir sig inn í hjörtu margra með þjóðhátíðarlaginu Þar sem hjartað slær. Myndin Albatross fjallar um ungan mann að nafni Tómas sem verður ástfanginn og ákveður að leggja framtíðarplönin á hilluna til að elta kærustu sína vestur á firði þar sem hann ræður sig í sumarvinnu hjá Golfklúbbi Bolungarvíkur. Ekki beint það sem hann hafði hugsað sér eftir háskólanám en ástin spyr hvorki um stað né stund. Þar kynnist hann ansi skrautlegum samstarfsmönnum og virkilega metnaðarfullum yfirmanni sem þráir ekkert heitara en að fá stórmót á golfvöllinn í Bolungarvík og líst Tómasi ekki beint á blikuna. Allt gerir hann þetta þó fyrir hina einu sönnu en svo dynja áföllin yfir. Þannig er söguþráður gamanmyndarinnar Albatros sem tekin var upp af upprennandi kvikmyndagerðarfólki sem lagði af stað í afar metnaðarfullt verkefni sem er á lokametrunum. Hlutverk Tómasar er í höndum Ævars Arnar Jóhannssonar en með önnur helstu hlutverk myndarinnar fara Finnbogi Dagur Sigurðsson, Gunnar Kristinsson, og Birna Hjaltalín Pálmadóttir. Faðir hennar, Pálmi Gestsson, fer með hlutverk hins ofur metnaðarfulla yfirmanns Tómasar, Kjartans hins alíslenska smákóngs, sem hatar ekkert meira en Ísfirðinga og þá sérstaklega formann Golklúbbs Ísafjarðar, Þránd, sem leikinn er af Guðmundi Magnúsi Kristjánssyni.
Tónlist Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira